Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Síða 46

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Síða 46
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 70 og 23 færðust af stigi IIIB (T4N0-1) á stig IIIA. Þrír sjúklingar á stigi IIIB með hnúta í sama blaði færðust á stig IIB eða IIIA. Lítill munur var á lífshorfum nema fyrir stig IIIB (0 sbr. við 24%). Ályktun: Breyting á stigun var hlutfallslega mest á stigi IIIB sem lækk- aði lifun á því stigi en hækkaði hana á stigi IIIA og samrýmist betur viðurkenndri lifun á stigi IIIA. Einnig færðust allmargir sjúklingar frá stigi I á stig II án þess að hafa mikil áhrif á lifun. Lifunartölur skv. nýja stigunarkerfinu virðast gefa sannari mynd af sambandi milli stigunar og lifunar en í eldra stigunarkerfi. Tafla 6. útgáfa 7. útgáfa TNM stig n(%) 5 ára lifun (%) n(%) 5 ára lifun (%) I 224 (55) 55 194(48) 58 II 94 (23) 27 128(32) 29 IIIA 30(7) 20 61 (15) 22 IIIB 35(9) 24 3(1) 0 IV 21(5) 7 18(5) 5 112 Heilliðun í mjöðm með eða án sements: frumniðurstöður úr göngugreiningu Jan Triebel', Gígja Magnúsdóttir3, Grétar Halldórsson3, Þröstur Pétursson5, Benedikt Magnússon5, Gianluca Izzo4-5, Egill Axfjörð Friðgeirsson56, Paolo Gargiulo5-6, Halldór Jónsson jr 'Biektunarskurölækningadeitd Landspítala, 3bæklunarskurðlæknisfræði HÍ, 'endurhæfingardeild Grensási, 'heilbrigðisverkfræðideiid Landspítala, Federico II University of Naples, Ítalíu, "heilbrigöisverkfræðisvið, tækni- og verkfræöideild Háskólans í Reykjavik, '’heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala ImlldorSlsh.is Inngangur: Heilliðun í mjöðm (TPM) er gerð með eða án sements. Vegna skorts á áreiðanlegum viðmiðunarreglum um hvort sjúklingur eigi að fá heillið með eða án sements, var sett í gang klínísk og verk- fræðileg rannsókn. Þetta er klíníski hlutinn, þar sem markmiðið var að nota göngugreiningu til að magngreina bata við aðgerðina. Efniviður og aðferðir: Tuttugu og tveir sjúklingar sem voru að fara í heilliðunaraðgerð í mjöðm samþykktu að taka þátt. Gerð er göngu- greining með samtengdri göngumottu og kvikmyndavélum strax fyrir aðgerð, eftir 6 vikur og eftir 1 ár, ásamt sneiðmyndarannsókn á mjaðmaliðasvæði og niður á mið lærbein strax fyrir, strax eftir aðgerð og eftir 1 ár. Niðurstöður: Sex sjúklingar (3 sement, 3 ekki sement) hafa lokið við alla rannsóknarliði fyrir 6 vikna tímann. Báðir hópamir sýna aukningu í gönguhraða og skreflengd: aukning í gönguhraða í sement hópnum (meðalaldur 70) var 35% (fyrir: 58cm/sec _ eftir: 90cm/sec) og 16% (fyrir: 80cm/sec _ eftir: 95cm/sec) í ekki sement hópunum (meðalaldur 61), aukning í skreflengd var 25% (fyrir: 40cm _ eftir:53cm) í sement hópnum og 7,5% (fyrir: 50cm _ eftir: 54cm) í ekki sement hópnum. Samantekt: Göngugreining hefur verið sannreynt sem gagnlegt mæli- tæki til að greina orsakir vandamála frá ganglimum. Við höfum valið göngugreiningu sem mælitæki til að magngreina bata eftir heilliðunar- aðgerð á mjöðm með eða án sements. Þrátt fyrir stuttan tíma frá aðgerð gefa frumniðurstöður þessa rannsóknarhluta slíkan mun milli hópanna, að að við teljum nauðsynlegt að halda henni áfram þar til áreiðanlegur styrkur hefur náðst til að grundvalla val á því, hvort sjúklingur fer í sement eða ekki sement heilliðunaraðgerð á mjöðm. 113 Fyrsta reynsla af Trifecta ósæðarloku í Lundi Jóhanna F. Guðmundsdóttir', Sigurður Ragnarsson2, Shahab Nozohoor2, Tómas Guðbjartsson'-3, Johan Sjögren2 'Læknadeild HÍ, 'hjarta- og lungnaskurðdeild háskólasjúkrahússins á Skáni, Lundi Svíþjóð, 'hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala iolmfg@gmail.com Inngangur: St Jude Medical® Trifecta™ (SJT) er ný tegund Iífrænnar ósæðarloku sem er gerð úr gollurshúsi kálfa. Niðurstöður úr prófunum á lokunum hafa lofað góðu en klínískar rannsóknir eru enn af skomum skammti. Markmið þessarar afturskyggnu rannsóknar var að kanna snemmkominn árangur fyrstu aðgerðanna í Lundi og meta þrýstingsfall yfir lokuna á fyrstu mánuðum eftir aðgerð. Efniviður og aðferðir: Frá október 2010 til maí 2011 gengust 11 sjúkling- ar undir ósæðarlokuskipti með Trifecta-Ioku. Átta af 11 höfðu alvarleg ósæðarlokuþrengsl en í 6 tilfellum var einnig gerð kransæðahjáveita. Stuðst var við gögn úr sjúkrakrám og haft samband við alla sjúklinga símleiðis til að kanna afdrif þeirra. Þrýstingsfall yfir lokuna var metið með hjartaómskoðun. Meðal eftirfylgd var 13±2,5 mánuðir. Niðurstöður: Meðalaldur sjúklinga var 78±6 ár, og voru konur 5 talsins. Meðalstærð ígræddu Iokanna var 23 mm (bil 21-25). Allir sjúklingarnir voru á lífi ári frá aðgerð, án merkja um lokubilun, blóðsegamyndun eða hjartaþelsbólgu. Ári frá aðgerð voru 5 sjúklinganna (45%) í lægri NYHA-flokki en hinir 6 í sama flokki. Meðal þrýstingsfall yfir lokuna fyrstu viku eftir aðgerð var 9,5±6,0 mmHg og hámarks þrýstingsfall 16,9±9,9 mmHg. Tíu sjúklinganna höfðu gengist undir ómskoðun, að meðaltali 8,1±5,9 mánuðum eftir aðgerð, og mældist þrýstingsfall 10,0±6,5 mmHg og hámarks þrýstingsfall 19,2±11,6 mmHg. Ályktun: Fyrstu niðurstöður benda til þess að snemmkominn árangur við ósæðarlokuskipti með Trifecta-loku sé góður og þrýstingsfall lágt. Frekari rannsókna með stærra sjúklingaþýði er þörf til að meta lang- tímaárangur lokunnar. 114 Er árangur skurðaðgerða við lungnakrabbameini síðri hjá öldruðum? Kristján Baldvinsson', Andri Wilberg Orrason', Ingvar Þ. Sverrisson2, Húnbogi Þorsteinsson', Martin Ingi Sigurðsson3, Steinn Jónsson4, Tómas Guðbjartsson'-2 'Læknadeild HÍ, 'hjarta- og lungnaskurðdeild, svæfinga- og gjörgæsludeild, 'lungnadeild Landspftala krbU@hi.is Inngangur: Aldraðir eru vaxandi hluti þeirra sem greinast með lungna- krabbamein og geta því þurft skurðaðgerð. Óljóst er um árangur þessara aðgerða hjá öldruðum og tilgangur rannsóknarinnar að kanna árangur skurðaðgerða í þessum aldurshópi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins (smáfrumu- krabbamein undanskilin) á íslandi 1991-2010. Einstaklingar 75 ára og eldri (n=108, 21%) voru bomir saman við yngri sjúklinga (n=404, 79%) m.t.t. áhættuþátta, fylgikvilla, stigunar eftir aðgerð (pTNM) og lifunar. Fjölbreytugreining var notuð til að meta forspárþætti langtíma heildar- lifunar og áhrif aldurs á árangur aðgerðanna. Niðurstöður: Karlmenn voru marktækt fleiri á meðal eldri sjúklinga (61% sbr. 48%, p=0,02), ASA-skor var hærra og tíðni kransæðasjúkdóms (47% sbr. 22%, p<0,0001) hærri. Lungnastarfsemi var hins vegar sambærileg í hópunum. Eldri sjúklingar gengust oftar undir fleyg- skurð (24% sbr. 8%, p<0,0001) og sjaldnar undir lungnabrottnám (4% sbr. 16%, p=0,0002). Æxlisstærð í hópunum var sambærileg en eldri sjúklingar greindust með lægri TNM-stigun, eða 91% sbr. 71% á stigi I+II (p=0,0002). Tíðni alvarlegra fylgikvilla var sambærileg en minni- 46 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.