Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 34
VíSINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 70 75 Tíðni erfðabreytileika sem veldur skorti í lektínferli komplímentvirkjunar í íslensku þýði Margrét Arnardóttir2, Helga Bjarnadóttir’, Björn Rúnar Lúðvíkssonu Ónæmisfræðideild Landspítals1, læknadeild HÍ, heiibrigðisvísindasviði2 margret84@gmail.com Inngangur: Komplímentkerfið er mikilvæg ónæmisvörn. Lektínferill komplímentkerfisins ræsist þegar mannanbindilektín (MBL) eða fíkólín (1-3) bindast sameindamynstrum á yfirborði örvera. Við bindingu virkjast serín próteasinn MASP-2 (MBL associated serine protease) sem klýfur C4 og ræsir þar með komplímentkerfið. Erfðabreytileiki (p.D120G) í MASP2 geninu veldur lækkun á MASP-2 í sermi. Arfhreinir einstaklingar um stökkbreytinguna (G/G) hafa ekkert MASP-2 í sermi og þ.a.l. óvirkan lektínferil. Áætlað er að 2 af hverjum 1000 Evrópubúum séu með skort (G/G). Rannsóknir á tengslum þessa skorts við sjúkdóma eru stutt á veg komnar. Markmið: Markmiðið var að finna út tíðni p.D120G samsætuimar í heil- brigðu íslensku þýði. Aðferðir: Genómískt DNA var einangrað úr 453 heilbrigðum íslenskum blóðgjöfum með hásaltsaðferð. Notast var við „sequence specific primer" PCR aðferð (PCR-SSP) til að skima fyrir p.D120G. Niðurstöður: Af 453 einstaklingum voru 37 arfblendnir (D/G) um p.D120G eða 8,2%. Enginn var með skort (þ.e.a.s arfhreinn um stökk- breytinguna (G/G)). Ályktun: Niðurstöðurnar sýna að tíðni samsætunnar er sú sama og finnst í dönsku heilbrigðu þýði (0.039). Af því má áætla að um 660 íslendingar séu með skort (G/G). Næstu skref eru að skima fyrir p.D120G í ýmsum sjúklingaþýðum þ.m.t einstaklingum með óútskýrðar sýkingar. 76 Náttúrulegt útbreitt og staðbundið B- og T-frumu ónæmisminni gegn próteinum í bóluefni gegn meningókokkum af gerð B Maren Henneken1, Mariagrazia Pizza2, Ingileif Jónsdóttir'14 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 'Novatris Vaccines, Siena, Italy, iæknadeild HÍ, 'íslenskri erfðagreiningu, Reykjavík marenh@landspitali. is Inngangur: Meningókokkar eru ein aðalorsök heilahimnubólgu og blóð- sýkingar um allan heim. Nýtt bóluefni gegn meningókokkum af gerð B (MenB) er í þróun og byggir á vel varðveittum meinvirkum próteinum sem eru tjáð á yfirborði sýkilsins. Við rannsökuðum náttúrulega myndun ónæmisminnis gegn próteinum í bóluefninu, í eitilvefjum slímhúðum og í blóði 1-19 ára einstklinga. T- og B-frumusvör voru prófuð gegn MenB próteinunum NHBA, fHBP, NadA, GNA2091 og samsettum prótein- unum ÍHBP-GNA2091 og NHBA-GNA1030. Aðferðir: Eitilfrumur úr blóði og slímhúðareitlum (nefkoks/kokeitlum) 48 einstaklinga voru einangraðar og örvaðar með einstökum MenB pró- teinum og T-frumusvör metin með myndun boðefna (ELISA). B-frumur voru örvaðar ósértækt (með CpG, PVVM og SAC) og sértæk svörun gegn próteinunum metin sem fjöldi mótefnaseytandi frumna mældur með ELISpot. Niðurstöður: B-minnisfrumur sértækar fyrir MenB próteinin voru til staðar, en ekki fannst marktækur munur á fjölda þeirra eftir próteinum. T-frumusvörun gegn öllum próteinunum var af Thl gerð (einkum IFN-y) bæði í blóði og slímhúðareitlum. Styrkur IFN-y svörunar T-frumna var breytilegur eftir MenB próteinum, bæði í blóði og slímhúðareitlum, og mestur gegn NHBA og fHBP. Svörun T-frumna í blóði var hæst hjá 1-4 og 13-19 ára, en þeir aldurshópar eru í mestri áhættu að fá meningókokka- sjúkdóm. Svörun T-frumna í eitilvefjum slímhúða gegn MenB prótein- unum jókst með aldri, marktækt fyrir fHBP og NHBA. Ályktun: Niðurstöður okkar sýna að prótein í MenB bóluefni sem er í þróun vekja ónæmissvör við náttúrulega útsetningu fyrir MenB bakteríunni og að bólusetning með blöndu þessara prótein ætti að örva náttúrulegt ónæmisminni gegn þeim. 77 Áhrif valdra ónæmisglæða á mótefnasækni og IgG undirflokka svörun nýburamúsa gegn meningókokka B bóluefni Sindri Freyr Eiðsson1, Þórunn Ásta Ólafsdóttir1-2, Mariagrazia Pizza3, Rino Rappuoli3, Ingileif Jónsdóttir1-2 ‘Ónæmisfræðideild Landspítala, 'læknadeild HÍ, 'Novartis Vaccines, Siena, Ítalíu sindrifr@landspitali.is Inngangur: Fjölda tilfella heilahimnubólgu og blóðsýkinga um allan heim má rekja til Neisseria meningitidis eða meningókokka. Ekkert alhliða bóluefni er til gegn gerð B (MenB), sem veldur um 80% tilfella á íslandi (2004-2010). Meningókokkasjúkdómur er algengastur í ungum börnum og unglingum. Rannsókn á erfðamengi MenB greindi vel varðveitt meinvirk prótein tjáð á yfirborði sýkilsins, sem hafa verið sett saman í fimmgilt bóluefni (5CVMB) sem er væntanlegt á markað fljótlega. Markmið: Markmið rannsóknarimiar var að meta ónæmissvör nýbura- músa gegn MenB próteinunum NHBP, fHbp og NadA, sem eru í 5CVMB, og meta áhrif ónæmisglæða á IgG undirflokka og sækni mótefna. Aðferðir: Nýburamýs (1 viku gamlar) voru bólusettar undir húð með 5CVMB (20pg af hverju próteini) án/með ónæmisglæðunum LT-K63, MF-59, alum eða CpG1826. Alum og CpG1826 voru gefin saman og í sitt- hvoru lagi. Mýsnar voru endurbólusettar 3 og 5 vikna gamlar. Mótefni í serrni voru mæld með ELISA og sækni mótefna með því að bæta við [KSCN] títrunarskrefi. Niðurstöður: Allir ónæmisglæðarnir juku mótefnasvör nýburamúsa gegn 5CVMB. Áhrif ónæmisglæðanna á IgGl mótefni gegn próteinunum voru svipuð áhrifum þeirra á IgG mótefni. Mýs sem fengu CpG1826 eða CpG1826+alum mældust með marktækt hærri IgG2a mótefni gegn öllum próteinunum en mýs sem fengu 5CVMB eingöngu, og einnig með hærri sækni IgG mótefna. Áhrif CpG1826 á sækni mótefna voru hverf- andi ef það var gefið án alum með 5CVMB. LT-K63 jók styrk og sækni mótefnanna marktækt og MF-59 jók og sækni mótefna marktækt betur en aðrir ónæmisglæðar Ályktun: Ónæmisglæðar hafa mismunandi áhrif á gerð og eiginleika mótefna gegn 5CVMB, MF-59 og LT-K63 valda mestri aukningu á styrk og sækni IgG mótefna, og styrk bæði IgGlog IgG2a mótefna og gætu því bætt verndarmátt MenB bóluefna í börnum. 78 Ónæmisglæðirinn LT-K63 yfirvinnur takmörkun á þroska kímmiðjufrumna í nýburamúsum andstætt við ónæmisglæðinn CpG1826 Stefanía P. Bjarnarson1'2, Hreirin Benónísson1-2, Giuseppe Del Giudice3, Ingileif Jónsdóttir1-2'4 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 3læknadeild HÍ, 'Novartis Vaccines, Siena, Ítalíu, 'íslenskri erfðagreiningu, Reykjavík Stefbja landspitali.is Inngangur: Ónæmiskerfi nýbura og ungbarna er vanþroskað og mótefnasvör gegn flestum bóluefnum hæg, lækka hratt og endast stutt. Kímstöðvar eru aðalvirkjunarstaðir B-frumna til sérhæfingar í mótefna- seytandi B-frumur (AbSC) og B-minnisfrumur. Virkjun kímstöðva er takmörkuð í nýburamúsum vegna vanþroska kímstöðvafrumna (FDC). 34 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.