Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 67
Níundi áratugurinn Deutschers um að lík endurreisn sé útilokuð vegna þess að gífurlegur iðnaður hafi þróast á svæði sem ekki hafði áður verið iðnvætt í slíkum mæli. Þó að þetta kunni að eiga við um Sovétríkin, á þetta ekki endilega við um hin ríki Austur- Evrópu sem auðvelt væri að fella inn í skipulag fjölþjóðlegra samsteypna. En til er önnur röksemd sem gengur út frá klofinni vitund ríkis-launavinnumanna Austur-Evrópu. Þetta félagslega afl er ákaflega and-kommúnískt og and-sósíal- ískt hvað hugmyndafræði varðar. I Póllandi er vinnandi fólk auk þess undir beinum áhrifum kirkjunnar sem heldur afar íhaldssömum félagslegum viðhorfum á lofti. En þegar ríkisverkamaður hegðar sér samkvæmt sínum félagslegu hvötum reynist hann vera andsnúinn forræði, og hann mundi frá- biðja sér að eiga að skipta á sínum ópersónulega herra og fá í staðinn þann persónulega endurreistan. Það var þessi „félagslega hvöt“ sem gat af sér ung- versku verkamannaráðin 1956. Endurreisn kapítalismans er ekki félagslega eða líkamlega ómöguleg, fyrst þarf bara að temja þennan óþæga og uppreisnargjarna aðila svo hægt sé að breyta honum til að henta endurreistum frjálslyndum kapítalisma. „Tamning“ jafngildir félagslega auðvitað ráðríkri íhaldsstefnu (authoritarian conservatism), en ekki lýðræði. Þess vegna verða allir þeir sem sækjast eftir lýðræði handa Austur-Evrópu framtíðarinnar að líta til sósíalisma, i merkingunni sjálfsstjórn- arsamfélags. Því miður má auðveldlega greina andstæða tilhneigingu meðal þeirra sem eru pólitískt starfandi. Innan andstöðunnar er þegar kominn fram nýr hópur róttækra íhaldsmanna sem eru ekki guðsstjórnarsinnar en sem tor- tryggja lýðræðið ákaflega. Þar eð hinn svokallaði „huglægi þáttur“ og undan- gengin pólitisk „skólun“ hans eru lykilatriði til að hægt sé að hafa áhrif á umbyltinguna framundan — jafnvel þó að ekki sé líklegt að til hennar komi á niunda áratugnum — hefur áreksturinn innan andstöðunnar milli íhaldssamra og lýðræðis-sósíalískra strauma mikla þýðingu fyrir framtiðina. Loks er það þriðji vandinn: er hægt að samræma starfsemina meðal hinna mismunandi þjóða? Er til eitthvað sem kalla má alþjóðlega andstöðu? Mikil- vægi þess að samræma starfsemina verður seint ofmetið. Uppreisnirnar i Pól- landi og Ungverjalandi 1956, sem urðu samtímis með sjálfsprottnum hætti, höfðu mikil áhrif hvor á aðra. Hik Sovétmanna i október 1956 skapaði lag fyrir ungversku byltinguna og gaf pólska „flóðinu“ færi á að brjótast i gegn með friðsömum hætti, en það stafaði af þvi að sovésku forystumennirnir urðu að ráða fram úr tveimur vandamálum, en ekki bara einu. Hinu má ekki gleyma að Dubcek hefði ekki komist mikið lengra 1968 en Gomúlka fyrst í stjórnartið sinni. Dubcek gat aldrei treyst kerfi sitt, jafnvel ekki TMM V 313
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.