Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 81

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 81
Hafa kvennabðkmenntir sérstöðu? eðlis annaðhvort karl- eða kvenkyns, ef við föllumst á þá skoðun að til sé í náttúrunni alger skipting í ólík kyn, sem ég efast um. Nærri sanni held ég sé að bókmenntaverk er annað hvort einlynt eða marglynt, einkynja eða margkynja, fremur en það sé karl- eða kvenkyns. En sláum því fram að bókmenntir séu annaðhvort kvennabókmenntir eða karlabókmenntir og reynum síðan að færa rök fyrir því: Reginmunur á karli og konu er sá, að við getnað rekur karlmaðurinn inn í, en konan tekur við og frjóvgast. Skáldverk gætt ríkri árásarhneigð hlýtur þá að vera karlkyns. Hugnæmari verk yrðum við þá að telja kvenkyns. Lesandinn hlýtur þó ævinlega að vera í athöfn sinni karlkyns, því hann rekur athyglina inn í verkið, líkt og getnaðarlimur væri. En hvað gerist þá: verkið sem beið eftir innrekstri athyglinnar frjóvgast við lestur, og um leið breytir verkið um kyn, vegna þess að efnið leitar nú á hugann: efnið hverfur inn í athyglina sem getnaðarlimur, og hugurinn sem áður smaug með athyglina inn í efni bókarinnar breytir um kyn og frjóvgast og verður að móðurlífi nýrrar hugsunar. Þannig skiptir hinn huglægi þáttur mannsins stöðugt um kyn, þótt slík kynskipting hafi engin áhrif á líkamann. Með þessu móti viðheldur maðurinn sínu andlega lífi. Ef andinn væri einkynja gæti hann ekki fjölgað sér. Einhver innrekstur fer ævinlega fram við lestur bóka og samningu bók- menntaverka, og sama er að segja ef listar er notið: listaverkið sjálft getur líka orðið að getnaðarlim sem smýgur inn í hugsana- og tilfinningalíf njótandans, og þá vandast kyngreiningarvandinn, því lesandinn og bókmenntaverk hljóta ævinlega að vera í sínum ástarleik af báðum kynjum og skipta um kyn eftir eðli og þörfum, hvort sem vilji okkar staðhæfir að lesandinn lesi karla- eða kvenna- bókmenntir. Mannsandinn hlýtur að vera samkyns, eftir þessu að dæma. Hér hlýtur náttúran að fara sínu fram, hvað sem viljinn segir og sú viska sem sérfræðingar í auglýsingatækni klína á bókarkápur og flokka varninginn undir kvenna- eða karlabókmenntir. Það er til marks um hnignun, að auglýsinga- stjórar sjá nú um að koma fram með nýjar stefnur í listum, samkvæmt sölu- þörfinni, en áður bárust slíkar stefnur frá andans mönnum, og virðist svo sem lægri tegund af „bókmenntafræðingum" taki slíkt gott og gilt. Fram á okkar auglýsingatíð og fjölmiðladaga hefði þótt fásinna að ræða um kvennamálverk eða karlmannatónlist, og slík umræða er raunar ennþá hrein fjarstæða, þótt hún heilli menntafólk. En á það fólk sannast oft að vitið er versta tegund af heimsku. Yfir höfuð hafa menn ekki sama viðhorf til hinna ýmsu listgreina eða 327
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.