Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 90

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 90
Guðlaugur Arason Bárður kæri skattur Góðkunníngi minn trúði mér eitt sinn fyrir leyndarmáli. Sagði hann, að ef sér liði illa, væri það óbrigðult ráð að fá sér gaunguferð í ákveðnum kirkjugarði í Kaupmannahöfn. Um leið og hann væri kominn inn um garðshliðið, létti til í huganum. En hann sagðist líka heimsækja þennan garð þegar sér liði óvenju vel og þá í þeirri von að yfir hann þyrmdi og honum færi að líða illa. Hann hélt því nefnilega fram að hvort sem manni liði vel eða illa, ætti að berjast á móti því í leingstu lög. Tilfinníngar eru tákn hreyfanleikans, sagði hann, en ekki ástand sem á að staðna á einhverju ákveðnu stigi. Þennan dag leið mér eingan veginn. Þar sem ég átti heima steinsnar frá þessum merkilega kirkjugarði, datt mér í hug að sannreyna kenníngu félaga míns og gánga á vit tilfinnínganna í Vestra Kirkjugarði. Þetta var snemma morguns í marsmánuði árið 1978. Veður var bjart en kalt. Þegar ég gekk fram hjá legsteinagerðinni fyrir utan garðshliðið bárust til eyrna mér höggin frá steingerðarmönnunum; gamla konan í blómabúðinni brosti til mín og bauð mér góðan daginn. Kannski vonaði hún með sjálfri sér að ég væri að fara til þess að gráta á leiði unnustu minnar og yrði þess vegna að kaupa blóm. A móti mér kom gamall maður á hjóli með schefferhund hlaupandi við hlið sér. Hundurinn var móður og hvítan reyk lagði frá vitum hans. Inni í kirkjugarðinum var stórborgarniðurinn að baki, en við tók saungur smáfugla inni á milli trjánna. Mér var strax farið að líða einhvern veginn. Ekki hafði ég geingið leingi eftir þraungum stíg og hlustað á vetrar- saung fuglanna, þegar ég heyrði vinnuvélaskrölt á bak við runnana. Forvitni mín var vakin og ég gekk á hljóðið. I gamla daga hefðu slík læti þótt virðíngarleysi og guðlast í þeim kirkjugarði sem ég þekkti til. Þar var erfitt að vera barn; ekki mátti hlæja, 336
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.