Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 97
Bárður kari skattur það að frá því frelsið var fundið upp hefur það þurft að nærast á blóði í ríkari mæli en önnur orð, bara til þess að halda lífi og sanna tilveru sína? Hefurðu hugsað út í það að mestu myrkraverk mannkynssögunnar eru teingd þessu afstæða hugtaki ? — Nei. — Það hafði ég heldur ekki gert fyrr en ég kynntist Bárði. Allt hans líf var glíma við þetta eina orð . . . og að lokum féll hann fyrir því. Við þögðum báðir dálitla stund, uppteknir af okkar eigin hugsunum. — Hvern á að jarða i þessari gröf sem við sitjum í? spurði ég allt í einu. Níls fór í vasa sinn og tók upp snjáðan miða. — Eg veit ekki hver það er, en kistan á að koma híngað klukkan eitt. Það er sjálfsagt einhver Færeyíngur. Mér fannst eins og umræðuefni okkar væri lokið og stóð því á fætur. í dag yrði hvít kista látin síga á spor mín. — Ertu að fara strax? spurði NíJs. — Já, ég þarf að koma mér heim. — Þú getur alltaf fundið mig hérna ef það er eitthvað sem þig lángar til að vita um kirkjugarða, ég hefði bara gaman af því að sjá þig. — Hvernig líst þér á að ég komi hér einhvern daginn og fái að fara með þér um borð í bátinn þar sem þið Bárður bjugguð, mig lángar til þess að sjá málverkin hans. — Þú getur komið hvenær sem er, ég skal fara með þér. Við tókumst í hendur þarna niðri ígröfinni og ég þakkaði honum fyrir góðgerðirnar. Þegar hann sá að ég átti erfitt með að komast upp, sagði hann mér að stíga upp i lófana á sér. Síðan lyfti hann mér upp úr gröfinni og ég endurheimti öryggi mitt á ný. Ég leit á svarta legsteininn og velti því fyrir mér hvort sagan um Bárð væri sönn. Eitt andartak efaðist ég og leit á Níls til þess að spyrja hann hvort ég mætti trúa honum. En á samri stundu hætti ég við það. Þess í stað veifaði ég til hans og ákvað að koma seinna og fara með honum um borð í bátinn. Þegar ég kom heim varð mér ekkert úr verki, en sat við gluggann og hugsaði um það sem okkur Níls hafði farið á milli niðri í gröfinni. Þegar klukkan var að verða eitt fór ég aftur út í kirkjugarðinn til þess að gánga 343
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.