Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 53

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 53
Kreppa í ríkisfjölmiðlun í öðru lagi verður að vara við því pólitíska samsæri sem magnast hefur upp gegn RUV eftir að hlustun á það fór að dala. Einstaklingar gera kröfur til þess sem neytendur að þeir þurfi ekki að borga fyrir vöru (RUV) sem þeir vilja ekki. Þetta samsæri verður ekki fyrirbyggt nema RUV geri ljóst með stefnu sinni að stofnunin er ekki til fyrir einstaka neytendur, heldur alla borgara þessa lands, jafnt. Þar á er grundvallarmunur. RUV er ekki aðeins til svo að fólk hafi eitthvað þægilegt í eyrunum meðan það burstar tennurnar, heldur er það ein meginmáttarstoð borgaralegs lýðræðis í landinu, eini opni vettvangurinn þar sem öllum stefnum og straumum í stjórnmálum og menningu á að vera gert jafnhátt undir höfði. Afnotagjöld eru ekki vörugjald, heldur lýbrœbisskattur, og hann agnarsmár, krónur 17 á dag mestan hluta þess herrans árs 1986! Rökin gegn afnotagjöldum á þeim forsendum að einstaklingur hlusti ekki eru falsrök, gjöldin eru lögð á svo allir geti tekið til máls!!! Sé misbrestur á framkvæmdinni ber að laga það, en ekki slátra grundvallarhugmyndinni. I þriðja lagi verður að nást víðtæk samstaða um að tryggja fjárhag stofnunarinnar. Þetta er hluti af því að sporna við samsærinu gegn RUV. Með því að svelta stofnunina er henni þröngvað í æ ríkari mæli út í sam- keppni við viðskiptamiðlana á þeirra forsendum. A sama tíma krefjast sömu menn og að þessu standa að RUV keppi ekki við „einkaframtakið" !!! (Hug- myndin virðist að rýja stofnunina tekjum og láta hana snúa sér að „skólaút- varpi“ sem er vinsæl klisja léttvigtarstjórnmálamanna sem hafa hvorki vit á skóla né útvarpi og enn minna vit á því sem út kemur þegar þessu tvennu er steypt saman.) Varnaðarorðin til unnenda Ríkisútvarpsins eru nú þegar komin á síður Alþingistíðinda: seljum Rás 2. Sem er í raun ekki óeðlileg krafa miðað við þá stefnu sem tekin var og hér hefur verið kölluð að stela glæpnum af viðskiptamiðlunum. Utvarpsstjóri hefur af skörungsskap tilkynnt að þessi vitlausa hugmynd sé fyrir neðan hans virðingu og er það vel. Hans býður hins vegar að réttlæta tilveru Rásar 2 með breyttri dagskrárstefnu sem er samboðin opinberum miðli. Það er vissulega margt til í því hjá Hrafni Gunnlaugssyni að ríkið eigi ekki að gefa út Tígulgosann, hvorki í útvarps- formi né því sem sjoppurnar bjóða. Ef hann á hins vegar við að RUV eigi að vera eins konar kompa inn af Þjóðskjalasafninu er hann sjálfur á rangri hillu. Opinber stefna í fjölmiðlun hefur ekki verið mótuð, og er í kreppu eftir mistökin með Rás 2, samkeppnishernað auglýsingastöðvanna og óvild ríkisvaldsins. I annan stað er reynt að þröngva stofnuninni út í jaðar menningar- og stjórnmálaumræðu, í hinn stað reynt að etja henni út í samkeppni á forsendum auglýsingamarkaðarins, sem er jafn fáránlegt. Hafi 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.