Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 71
Samvitundin og Ijósvakinn „Hlutfall erlends efnis er of hátt í sjónvarpi" 57% „Hlutur kvenna er of rýr í Ríkisútvarpinu“ 41% Kannanir sem gerðar voru haustið 1986 leiddu með öðrum hætti í ljós samband almennings við ljósvakamiðlana. Þá er einokunin úr sögunni og hafin samkeppni bæði í hljóðvarpi og sjónvarpi. Samkvæmt þessum könn- unum hefur ekkert efni í hljóðvarpi jafnmikið aðdráttarafl og fréttatímar Ríkisútvarpsins (utan fréttatímanna stendur hljóðvarp ríkisútvarpsins hins vegar mjög höllum fæti gagnvart einkaútvarpinu). Fréttatímar sjónvarpsins njóta enn meiri hylli. Ofangreindar tölur eru ekki birtar hér til þess að staðfesta ágæti Ríkisút- varpsins á einhvern hlutlægan hátt, heldur vakir fyrir mér að gefa vísbend- ingu um þann hug sem ég tel að almenningur beri til stofnunarinnar og sem ég tel að sé hliðstæður við afstöðu almennings til skólakerfisins og jafnvel til kirkjunnar í vissum mæli, en hins vegar gjörólíkur þeim hug sem þessi sami almenningur ber til dagblaðanna. A fyrri tímum gegndi kirkjusókn því hlutverki meðal annarra að tryggja reglulega endurnýjun samvitundarinnar og þar með að efla samheldnina undir leiðsögn ríkjandi afla. Þess vegna var brýnt, frá sjónarmiði þeirra sem aðhylltust óbreytt ástand, að fólk sækti kirkju reglulega og þess vegna var búið svo um hnútana að nýliðarnir í samfélaginu, börnin, öðluðust ekki þegnrétt í því nema fyrir milligöngu kirkjunnar. Nú er þetta hlutverk kirkjunnar úr sögunni að heita má en fjölmiðlarnir, nánar tiltekið ljósvakamiðlarnir, hafa tekið við því að hluta. Laugardaginn 6. desember s.l. sátu 62% fulltíða Islendinga (sem svarar til rúmlega 100 þús- und manns) við sjónvarpsskjái sína og fylgdust með fréttum Ríkisútvarps- ins. Þetta kvöld, líkt og þúsund önnur kvöld, sáu þeir kunnugleg andlit flytja kunnuglegan fróðleik með kunnuglegum hætti. I fréttatímanum er ekki einungis greint frá nýjum viðburðum og breytingum í veröldinni, heldur er hlutverk fréttanna, og raunar dagskrárinnar að öðru leyti, ekki síður að staðfesta ríkjandi heimssýn áhorfandans, fullvissa hann um að flest- ir hlutir séu enn á sínum stað og lífið gangi sinn vana gang. Augljóslega er árangursríkast frá sjónarmiði þeirra, sem mest vilja efla samheldni og samvitund og standa vörð um ríkjandi gildi og ríkjandi valda- hlutföll, eitthvað eða allt af þessu fernu, að boðskapurinn sé sem einfaldast- ur og að talað sé til almennings með sem fæstum röddum. Þetta er ein meginskýringin á því að hugmyndir um afnám ríkiseinokunar í ljósvakan- um fundu sáralítinn hljómgrunn hjá ráðandi öflum í þjóðfélaginu þar til á allra síðustu árum. Ríkisvaldið var í höndum borgaralegra afla (Sjálfstæðis- menn hafa setið í ríkisstjórnum eða stutt þær í 35 ár af þeim 42 sem liðin eru 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.