Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 82
Tímarit Máls og menningar þau áttu helst að skoða og góndu því á nýtískulega höllina og skildu ekkert í öllum þessum sæg af heimamönnum fyrr en þau keyptu dagblað og komust að því að það virtist vera einhvers konar þjóðhá- tíðardagur. Þau sátu á frönsku veitingahúsi, rýndu í blaðið og veltu fyrir sér hvar þau ættu að borða hádegismat og enn einu sinni hugsaði hann sem svo að peningarnir væru þeim fjötur um fót og gerðu allt val tilgangslaust í stað þess að auka möguleikana. Þarna virtist vera sæmilega dýrt veitingahús sem hét eftir einhverju sem nefndist Hassanturninn og þangað fóru þau og borðuðu og enn einu sinni glæptist hann á að borða rétt úr símiljumjöli sem var jafnóætt hvernig sem það var matreitt, og svo veltu þau fyrir sér hvað þau ættu að gera næst og hún sagði: „Nú, við getum farið og skoðað Hassanturninn.“ „Langar þig í alvöru til að skoða Hassanturninn?" spurði hann gremjulega. „Þú veist alveg hvernig hann er: eitthvert hálfhrunið hrúgald sem enginn botnar í, morandi í leiðsögumönnum, korta- sölum og vasaþjófum. Og á hátíðisdegi í þokkabót. Það verður jafnvel enn andstyggilegra en endranær.“ „Það gæti verið gaman,“ sagði hún. „Það er aldrei að vita; það gæti verið gaman.“ Samt sá hann vel að hún skildi hvað hann átti við og var líka á báðum áttum. „Það verður ekkert gaman,“ sagði hann, „enda finnum við hann aldrei." „Hann hlýtur að vera á kortinu,“ sagði hún og dró upp úr tösku sinni litla kortið sem hún hafði fengið á hótelinu þar sem allar göturnar voru rangnefndar og var svo illa teiknað að ómögulegt var að fara eftir því. Og turninn var ekki á kortinu. „Eg á ekki orð,“ sagði hún. „Ef við ökum dálítið um þá hljótum við að koma auga á hann. Eg á við að hann hlýtur að vera mikilvægur fyrst veitingahús eru nefnd eftir honum.“ „Þetta sagðirðu líka um Bahia höllina," sagði hann. „Það var allt annað mál,“ sagði hún. „Þetta er turn. Hann hlýtur, já hann hlýtur að standa upp úr. Við hljótum að geta séð hann upp yfir hin þökin.“ „Hvað ætlastu eiginlega til að ég geri?“ spurði hann. „A ég bara að setjast upp í bílinn og aka um þangað til ég sé eitthvað sem gæti verið Hassanturninn? Ha?“ 70
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.