Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Side 11
Leynd yfir fjármögnun frjáLshyggjuátaks Fréttir 11Helgarblað 3.–7. ágúst 2012 É g hef ekki upplýsingar um það,“ segir Ásta Möller, fyrr- verandi þingkona Sjálfstæð- isflokksins og forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, aðspurð hvern- ig fyrirlestraraðir sem stofnunin hefur skipulagt eru fjármagnaðar. Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt (RNH), sem áður hét Stofnun Jóns Þorlákssonar, skipu- leggur nú þrjár fyrirlestraraðir í samstarfi við fyrrnefnda stofnun og verður 11 erlendum fyrirlesur- um boðið til landsins til að fjalla um ýmis mál frá sjónarhorni frjáls- hyggju. Enginn þeirra sem kem- ur að skipulagningu fyrirlestranna vill gefa skýr svör um það hvernig þeir eru fjármagnaðir. Þegar leitað var til Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar, eins af forsprökkum Rannsóknarsetursins sagði hann: „Ég hef enga upplýsingaskyldu gagn vart DV.“ „Gaman að starfa með Hannesi“ Þegar Ásta er spurð hvort henni finnist ekki rétt að gegnsæis sé gætt hvað varðar fjármögnun fyrir lestraraða í háskólanum seg- ist hún ekki vilja tjá sig um það. Þá segir hún að stofnunin starfi að- eins með þeim sem leita eftir sam- starfi við stofnunina. „Okkur finnst gaman að starfa með Hannesi eins og öðr- um kennurum stjórnmálafræði- deildar,“ segir Ásta. Aðeins vinna tveir starfsmenn hjá stofnuninni, þær Ásta og Hrefna Ástmarsdótt- ir, verk efna stjóri. Báðar hafa þær gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Ásta sat á þingi fyrir flokkinn í 4 ár en Hrefna hef- ur tekið þátt í starfi ungliðahreyf- ingarinnar. Meðal annars sat hún í ritnefnd vefsíðu ungra sjálfstæð- ismanna, Frelsi.is. Ásta var ráð- in forstöðumaður stofnunarinnar árið 2010 og var ráðningin gagn- rýnd harkalega á innanhússpóst- vef skólans. Var efast um fag- legan grunn hennar til að sinna rannsóknum og stjórnmálatengsl hennar gagnrýnd. Frjálshyggjusetur sjálfstæðismanna Eins og fram kom í DV fyrr í mánuðinum er stjórn og rann- sóknarráð RNH þéttskipað karl- mönnum úr Sjálfstæðisflokkn- um. Í stjórninni sitja Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Gísli Hauks- son, framkvæmdastjóri Gamma og Jónas Björn Sigurgeirsson. Jónas er einnig framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins sem er meðal annars í eigu Hannesar Hólmsteins og Baldurs Guðlaugs- sonar, fyrrverandi ráðuneytis- stjóra. Í rannsóknarráði setursins eru Hannes Hólmsteinn Gissurar- son stjórnmálafræðiprófessor, Ragnar Árnason hagfræðiprófess- or og Birgir Þór Runólfsson, dós- ent í hagfræði sem er í hópi stærstu skuldara Sparisjóðs Keflavíkur. Fyrirlestraraðirnar sem Rann- sóknarsetrið skipuleggur um þess- ar mundir fjalla meðal annars um Evrópusambandið, sjávarútvegs- mál, skattamál og alræðisstjórn- ir kommúnista. Nær allir fyrirles- ararnir sem boðið er hingað til landsins eiga það sameiginlegt að aðhyllast róttæka hægristefnu. Vilja fjárveitingar erlendis frá „Þetta er fjármagnað af einstak- lingum og fyrirtækjum,“ segir Jónas Björn Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri RNH. „Vonandi fáum við fé frá erlendum stofn- unum en við eigum eftir að ganga frá því.“ Hér á Jónas við þau er- lendu samtök sem eiga í samstarfi við Rannsóknarsetrið, banda- rískar hugveitur á borð við Cato Institute og Heritage Foundation en einnig sambærilegar stofn- anir frá Evrópu. Einn þeirra sem boðað hefur komu sína til lands- ins er hagfræðingur Cato Institu- te, Daniel Mitchell. Ljóst er að Rannsóknarsetrið á í töluverðu samstarfi við Cato og Heritage en Hannes Hólmsteinn Gissurarson fullyrti nýverið í samtali við DV að stjórnendur þessara stofnana væru allir vinir hans. „Ég mundi stoltur þiggja fé af þeim og ekk- ert skammast mín fyrir það,“ sagði Hannes enn fremur. Tengsl við Koch-bræður Cato Institute er bandarísk hug- veita sem er að mestu leyti í eigu svokallaðra Koch-bræðra, þeirra Charles og David Koch. Þeir eru helstu eigendur Koch Industries sem er annað stærsta einkafyrir- tæki Bandaríkjanna en Heritage Foundation er einnig að stórum hluta borið uppi af fjármagni frá Koch-bræðrum. Þeir hafa gríðar- leg ítök í bandarískum stjórn- málum og styrkja ótal hugveitur og hagsmunasamtök sem berj- ast fyrir óheftu markaðskerfi og gegn ríkisafskiptum og velferðar- stofnunum. Cato Institute og He- ritage Foundation þiggja fé frá olíu-, vopna- og bílafyrirtækjum en báðar hugveiturnar hafa barist harkalega gegn ráðandi hugmynd- um vísindasamfélagsins um lofts- lagsbreytingar af manna völdum. Þá hafa stofnanirnar mótmælt al- þjóðlegum sáttmálum um tak- markanir á útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda. Fyrirlesarinn sem boðið var til landsins í síðustu viku er meðal þeirra sem telja gróður- húsaáhrifin stórlega ýkt. Bjartsýni bankamaðurinn Enn sem komið er hefur aðeins einn fyrirlestur verið haldinn á vegum RNH og Stofnunar stjórn- sýslufræða og stjórnmála. Fyrir- lesturinn flutti breski rithöfund- urinn Matt Ridley þann 27. júlí síðastliðinn en ekki hefur ver- ið upplýst hvernig koma hans til landsins var fjármögnuð. Matt Ridley var stjórnarformaður breska bankans Northern Rock þegar hann varð gjaldþrota árið 2007, en Northern Rock var fyrsti breski bankinn í 150 ár sem féll undan bankaáhlaupi. Ridley var tekinn í skýrslutöku hjá breska þinginu þar sem hann varði við- skiptahætti bankans. Jafnvirði 78 milljarða íslenskra króna féll á breska skattgreiðendur vegna Northern Rock en þremur árum síðar kom út bók Ridleys um skyn- sama bjartsýnismanninn (e. The Rational Optimist: How Prosperity Evolves). Breska blaðið The Guar- dian hefur gert stólpagrín að bók Ridley, ekki síst vegna viðskipta- fortíðar hans, en ekki var minnst á þátt Ridleys í falli Northern Rock þegar fyrirlestur hans var kynntur af RNH og Háskólanum. Háskólinn og Rannsóknar- skýrslan Í rannsóknarskýrslu Alþingis er fjallað um háskólasamfélag- ið á útrásarárunum. Þar er með- al annars varað við því að há- skólastofnanir verði of háðar fyrirtækjum og einstaklingum um fjármagn, enda geti slíkt rask- að hlutlægni innan háskólasam- félagsins. Enginn þeirra háskólaprófess- ora sem DV ræddi við um fyrir- lestraraðirnar vildi koma fram undir nafni. Þeim bar þó saman um að vinnulagið og tregðan til að upplýsa um fjármögnun fyrir- lestranna vekti ýmsar spurningar. Tveir af viðmælendum DV sögð- ust ekki líta á fyrirlesarana sem boðaðir hafa verið til landsins sem raunverulega fræðimenn. Jafn- framt var sú skoðun látin í ljós að óheppilegt væri fyrir Háskóla Ís- lands að eiga í samstarfi við hug- veitur á borð við Cato Institute og Heritage Foundation. n n Vilja styrki frá bandarískum stórfyrirtækjum n Óheppilegt fyrir Háskóla Íslands Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is Ásta Möller Ásta er forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórn­ mála og fyrrverandi þingkona Sjálfstæðisflokksins. Ráðning hennar sem forstöðumaður árið 2010 var harðlega gagnrýnd. „Ég mundi stoltur þiggja fé af þeim og ekkert skammast mín fyrir það Hannes Hólmsteinn Hannes er einn helsti skipu­ leggjandi fyrirlestraraðanna en hann hefur lengi verið einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins. Matt Ridley Nýlega hélt rithöfundurinn Matt Ridley fyrirlestur í Háskóla Íslands, en Ridley er einna frægastur fyrir að hafa setið sem stjórnarformaður bankans Northern Rock sem var fyrsti breski bankinn í 150 ár til að falla undan banka­ áhlaupi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.