Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 12. desember 2012 Miðvikudagur Flestir eiga snjallsíma Meirihluti Íslendinga á snjallsíma ef marka má niðurstöður könnun- ar sem MMR gerði. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 54 prósent eiga snjallsíma. Það er ellefu prósentustigum meira en í sambærilegri könnun frá því í nóvember árið 2010. Af þeim sem ekki eiga snjallsíma sögðust lang- flestir, eða 74 prósent, nota Nokia- farsíma. Þegar litið var á snjall- símanotendurna voru hins vegar flestir með síma frá Samsung, eða 33,5 prósent. Þar á eftir var iPhone frá Apple algengastur, með 22,2 prósenta hlutdeild, og þar á eftir Nokia, með 17,1 prósents hlut- deild. Könnunin var framkvæmd dagana 9.–12. október 2012 og var svarfjöldi 829 einstaklingar á aldr- inum 18–67 ára. Vínbúðin verður að selja Vínbúðinni er ekki heimilt að neita að taka í sölu áfenga drykki. Þetta er niðurstaða EFTA-dóm- stólsins í ráðgefandi áliti sem hann veitti Héraðsdómi Reykja- víkur á þriðjudag. Vínbúðin, eða ÁTVR, hefur hafnað því að selja áfengi á þeim forsendum að um- búðir þess þyki gildishlaðnar eða ómálefnalegar. Þetta telur EFTA- dómstóllinn ekki samræmast til- skipunum Evrópusambandsins um samræmingu laga um merk- ingu, kynningu og auglýsingu matvæla. ÁTVR hefur haft þá reglu að merkingar megi einungis inni- halda upplýsingar um vöruna, að- ferð við framleiðslu og eiginleika. Þá bannar ÁTVR einnig að texti og myndmál á umbúðunum megi ekki innihalda gildishlaðnar eða ómálefnalegar upplýsingar. Með kíló af maríjúana Kona um þrítugt var dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fang- elsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag fyrir vörslu fíkniefna. Hún mun hafa haft í vörslu sinni um 900 grömm af maríjúana, 370 grömm af kannabislaufi og um kíló af kannabisplöntum í febr- úar í fyrra. Konan játaði brot sitt en lögreglan fann efnin á heim- ili hennar í febrúar síðastliðnum. Hún hafði ekki áður gerst brotleg við lög. 60 milljarða tap deCode H eildartap Íslenskrar erfða- greiningar frá árinu 1997 til ársloka 2011 nemur rúm- lega 60 milljörðum króna. Fyrirtækið var selt í vikunni til bandaríska líftækni- og lyfjafram- leiðslufyrirtækisins Amgen fyrir 415 milljónir Bandaríkjadala eða um 52 milljarða íslenskra króna. Tap fé- lagsins síðastliðin fimmtán ár er því hærra en kaupverðið sem Amgen reiðir fram en Íslensk erfðagreining hefur á tímabilinu skipt nokkrum sinnum um eigendur í endurfjár- mögnun. DV hafði reyndar heyrt að hægt væri að fá hærri upphæð fyrir fyrirtækið en 415 milljónir dala, allt upp í einn milljarð dala. Ástæðan fyrir þessu mikla tapi Íslenskrar erfðagreiningar er sú að tekjur félagsins eru af afar skornum skammti: Fyrirtækið stundar rann- sóknir á sviði erfðafræði og hefur að- gang að gagnagrunni með erfða- og heilsufarsupplýsingum um meira en 500 þúsund einstaklinga, þar af eru upplýsingar um 140 þúsund Ís- lendinga – deCode á blóðsýni úr 140 þúsund Íslendingum sem fyrirtækið getur notað við rannsóknir sínar. Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt í fjölmiðlum í vikunni að salan til Amgen breyti engu um það hverjir hafa aðgang að þessum upplýsing- um: Áfram verða það eingöngu þeir starfsmenn deCode sem sinna rann- sóknum á upplýsingum úr gagna- grunninum. Um starfsemi deCode gilda afar strangar reglur í ljósi þeirra viðkvæmu persónuupplýsinga sem fyrirtækið hefur aðgang að. Meðal þeirra reglna sem gilda um starfsemi félagsins er að þó erlendir aðilar kaupi fyrirtækið eða endurfjármagni það, líkt og gerðist í vikunni, þá þýð- ir það ekki að kaupandinn geti flutt fyrir tækið og allar eignir þess úr landi og farið með þær að vild. Botnlaus hít en verðmæt þekking Kári Stefánsson verður áfram for- stjóri deCode og heldur í reynd utan um alla þá þræði innan fyrirtækisins sem hann vill. DeCode er dæmt til að verða áfram á Íslandi, meðan einhver – lesist einhverjir erlendir aðilar – er reiðubúinn að setja fjármuni inn í fé- lagið til að fjármagna þær dýru rann- sóknir sem það stundar. Miðað við söluverðið á deCode í vikunni, auk þess sem DV hefur heimildir fyrir því að fleiri aðilar en Amgen hafi verið áhugasamir um að kaupa félagið, er líklegt að á næstu árum verði alltaf einhverjir fjársterkir aðilar tilbúnir til þess að endurfjármagna félagið. Þessir aðilar eru reiðubúnir til þess að gera þetta þrátt fyrir að fyrir liggi að deCode hefur aldrei í sögu sinni skilað hagnaði. Á meðan tap er á fé- laginu niðurgreiða hluthafarnir tapið þar til hlutaféð er uppurið og finna þarf frekari fjármuni hjá nýjum hlut- höfum sem eru reiðubúnir að veðja á félagið. DeCode hefur verið botn- laus peningahít síðastliðin fimmtán ár en hefur á þessum tíma búið til eignir og komið sér upp þekkingu sem erlendir aðilar eru reiðubúnir að greiða hátt verð fyrir. Fyrirtækið gæti hins vegar skil- að hagnaði í framtíðinni, og búið til mikla fjármuni fyrir hluthafa sína, ef deCode nær að komast að niður- stöðum um arfgenga sjúkdóma sem gætu gert lyfjafyrirtækjum kleift að búa til lyf gegn þeim. Enn sem kom- ið er hafa rannsóknarniðurstöður deCode ekki nýst til að búa til lyf gegn sjúkdómum. Kári hefur sagt að kaup Amgen flýti því að hægt verði að nota niðurstöður deCode til þróunar á lyfjum gegn sjúkdómum. Undirliggj- andi verðmæti fyrirtækisins gæti því verið miklu meira en þeir rúmlega 50 milljarðar sem Amgen greiddi fyrir það þó þessi verðmæti séu vissulega í skógi ennþá. Fjárfesting í deCode er talsverð áhættufjárfesting að þessu leyti en þó ekki meiri en svo, virðist vera, að verðmæti félagsins virðist aukast ár frá ári eftir því sem þekk- ingin innan þess eykst með frekari rannsóknum. Þetta sýnir sú stað- reynd að Amgen var reiðubúið að kaupa deCode á rúma 50 milljarða og seljendur félagsins högnuðust á fjárfestingunni í deCode þrátt fyrir gegndarlaust rekstrartap. Hluthafarnir högnuðust Kári hefur sagt í fjölmiðlum að fyrr- verandi eigandi deCode, banda- ríski fjárfestingarsjóðurinn Saga In- vestment, hafi hagnast nokkuð vel á sölunni til Amgen. Saga Investment eignaðist deCode síðla árs 2009 en þá var komin upp svipuð staða hjá deCode og nú: Félagið vantaði Höfuðstöðvar Íslenskrar erfða- greiningar við Sturlugötu 8 í Vatns- mýrinni eru í eigu eignarhaldsfé- lags í skattaskjólinu Tortóla sem heitir Tenco Holding Services SA. DV hefur áður greint frá þessu. Fasteignafélagið S-8, sem á húsið, er í eigu Tenco, sam- kvæmt ársreikningi S-8 fyrir árið 2008. Stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri S-8 ehf. heitir Jóhann Halldórsson. Húsið er sérhannað fyrir Íslenska erfða- greiningu og gæti reynst erfitt að finna aðra leigjendur að því. Hluti hússins hefur staðið tómur síðast- liðin ár. Húsið er rúmir 15.000 fermetr- ar og er fasteignamat þess rúmir 3,6 milljarðar króna. Heimildir DV herma að Íslensk erfðagreining borgi um 5 milljónir dala, um 570 milljónir króna, í leigu fyrir húsið á hverju ári. Íslensk erfðagreining er með leigusamning til 2020 við S-8 vegna hússins. Deilur hafa komið upp á milli Jóhanns og Íslenskrar erfðagreiningar vegna leigunnar sem Jóhann setur á húsið en hún þykir í hærra lagi. Húsið hefur verið í eigu S-8 síðan árið 2005 en þar áður var það í eigu eignarhaldsfélagsins Festingar ehf., fasteignafélags sem var í eigu Ólafs Ólafssonar, fjárfestingafélagsins Sunds, fjár- festingafélags í eigu Jóns Kristjáns- sonar og Páls Þór Magnússonar, og Kristjáns Loftssonar. Jóhann var framkvæmdastjóri Festingar áður en hann varð framkvæmdastjóri S-8. Í ársreikningi S-8 árið 2005, fyrsta árið sem S-8 var til, var Jóhann Halldórsson skráður sem eini hluthafi félagsins. Í ársreikn- ingnum segir: „Í árslok 2005 átti einn hluthafi, Jóhann Halldórs- son, allt hlutafé í félaginu.“ Í árs- reikningi fyrir árið 2007 fær- ist eignarhaldið á hlutafé S-8 frá Jóhanni og yfir á Tenco Holding á Tortóla. Eignabreytingar á Íslenskri erfðagreiningu breyta ekki leigu- samningum eða skilmálum þeirra samninga sem félagið er með. Aðkoma nýrra hluthafa að fyrir- tækinu tryggir leigusalanum hins vegar þá himinháu leigu sem hann fær fyrir húsið. n Dýrmæt þekking hefur þó verið búin til n Ótrúleg saga deCode Húsið í eigu Tortólafélags Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „deCode hefur verið botnlaus peninga- hít síðastliðin fimmtán ár en hefur á þessum tíma búið til eignir og komið sér upp þekkingu sem erlend- ir aðilar eru reiðubúnir að greiða hátt verð fyrir. Selt á rúmlega 50 milljarða DeCode var selt á rúmlega 50 millj- arða króna í vikunni. Fyrrverandi hluthafar græða talsvert á fjár- festingunni þrátt fyrir botnlaust rekstrartap síðastliðin ár. Kári Stefánsson er forstjóri félagsins og átti lítinn hlut í því, sem hann seldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.