Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 12
Búa ofan í holræsi M ichael Restrepo er 62 ára Kólumbíumaður sem búið hefur í gömlu hol­ ræsi undanfarin 22 ár, eða samfleytt frá árinu 1990. Restrepo býr þar ásamt eigin­ konu sinni, Mariu Garcia, og hundin­ um þeirra. Þrátt fyrir að búa í skítugu holræsi í næst stærstu borg Kólum bíu, Medellin, hafa hjónin reynt að gera eins gott úr aðstæðum sínum og þau mögulega geta. Þannig hefur Micha­ el útbúið eldhús þar sem hjónin elda sér mat. Á heitum dögum sér loftkæl­ ing um að kæla híbýli þeirra og þá geta þau tyllt sér í sófa og horft á sjónvarpið enda er rafmagn í ræsinu. Þá eru þau með eigið rúm þar sem þau geta hvílst. Sex fermetrar Aðstæðurnar sem hjónin búa við í borginni eru áminning um þá miklu fátækt sem þar ríkir. Eins og gefur að skilja er þetta ólöglegt og geta þau átt á hættu að yfirvöld komi og reki þau burt. Það hefur þó ekki enn gerst þó rúmir tveir áratugir séu liðnir frá því að þau komu sér fyrir neðan jarðar. Michael er 62 ára en hann fór út af sporinu í lífinu þegar hann ánetjaðist fíkniefnum. Sem betur fer fyrir hjónin er holræsið og heimili hjónanna, sem er rúmir sex fermetrar, ekki lengur í notkun. Rignir ekki inn Hundurinn þeirra virðist hafa það ágætt ofan í ræsinu en hann sefur uppi í rúmi hjónanna á hverri nóttu. Þegar nýr dagur rennur upp lyftir Restrepo honum upp til að hann fái ferskt loft. Og á rigningardögum er plastdúk­ ur dreginn yfir opið á holræsinu svo ekki rigni inn. Medellin er sem fyrr segir önnur stærsta borg Kólumbíu en í henni búa tæplega þrjár milljón­ ir manna. Hún var áður talin meðal hættulegasta borga heims vegna stríðs á milli fíkniefnagengja sem stóð hæst á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar. Borgaryfirvöld hafa hins vegar unnið hörðum höndum að því að út­ rýma ofbeldinu og stefna á að borgin verði einskonar ferðamannaparadís Kólumbíu. Hvort það markmið næst verður tíminn að leiða í ljós. n n Kólumbísk hjón hafa búið í holræsi í 22 ár n Geta þó horft á sjónvarp Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Loftkæling Restrepo sést hér dytta að lítilli loftkælingu sem hann hefur í ræsinu. Jólatré Hjónin hafa þegar fundið sér jólatré sem þau ætla að hafa í híbýlum sínum. Ferskt loft Restrepo lyftir hér hundinum upp á yfirborðið. Sjónvarp Hjónin hafa reynt að gera eins gott úr aðstæð- um sínum og þau geta. Þau hafa til að mynda aðgang að sjónvarpi. 12 Erlent 12. desember 2012 Miðvikudagur Gervisólböð sem selja n Kínversk ferðaskrifstofa fór óhefðbundna leið til að selja ferðir F yrirtæki reyna ýmislegt til að lokka að viðskiptavini en forsvarsmenn kínverskrar ferðaskrifstofu eiga skilið ein­ hvers konar verðlaun fyrir hug­ myndaflug sitt. Ferðaskrifstofan sem um ræðir hafði lengi reynt að selja ferðir til sólarparadísarinnar Sanya sem er eyja suður af meginlandi Kína. Forsvarsmenn ferðaskrif stofunnar höfðu beitt tiltölulega hefðbundnum söluaðferðum, til dæmis komið upp plakötum og dreift bæklingum með ýmsum fróðleik um eyjuna á svæði í norðurhluta Kína þar sem kalt er yfir vetrartímann. Þrátt fyrir það seldust ferðirnar illa og þá voru góð ráð dýr. Ákveðið var að breyta nokkrum rútum þannig að þær litu út eins og sólarstrendur að innan. Og inni í rútunum voru fyrirsætur sem lágu á sólar bekkjum og þóttust vera í sól­ baði eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Síðan var flakkað með rút­ urnar um borgina Shenyang í norð­ urhluta Kína en kuldinn þar getur verið mikill yfir vetrartímann. Þessi herferð fyrirtækisins virðist hafa skilað tilætluðum árangri. „Bókan­ ir voru tvöfalt fleiri en áður,“ seg­ ir Lin Hu, einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins, en margir vegfarendur ráku upp stór augu þegar þeir komu auga á rúturnar og fólkið sem lá fák­ lætt inni í þeim. Lin Hu segir að fyr­ irtækið ætli að halda herferð sinni í borginni áfram og líklega færa út kvíarnar eftir áramót og ferðast til fleiri borga. „Fólk veit að það er að missa af einhverju þegar það sér fólk í sólbaði,“ segir Hu kokhraustur að lokum. n Hundrað þúsund sungu þjóðsönginn Yfir hundrað þúsund manns komu saman á stórum leikvangi í borginni Kanpur á Indlandi til að syngja þjóðsöng Indlands. Ætlun­ in var að slá heimsmet í fjölda­ söng en metið, 44.200 manns, var sett í nágrannaríkinu Pakistan í október síðastliðnum. Fjórtán manna lið frá Heims­ metabók Guinness tók viðburðinn upp í Kanpur á dögunum og verð­ ur nú lagst yfir upptökurnar til að staðfesta hvort um nýtt met sé að ræða. „Við settum stefnuna á að fá 100 þúsund manns til að mæta en þegar 125 þúsund voru komin þurftum við að loka leikvangin­ um,“ segir Rajesh Mehra sem skipulagði viðburðinn. Að sögn hans er nokkuð ljóst að um nýtt heimsmet er að ræða. Vegvísir Apple er hættulegur Lögreglan í Ástralíu hefur hvatt vegfarendur sem reiða sig á veg­ vísisforrit Apple­fyrirtækisins til að taka því með fyrirvara. Ástæð­ an er sú að á undanförnum vikum hafa sex vegfarendur, sem hafa reitt sig á smáforritið, týnst í Mur­ rey Sunset­þjóðgarðinum í Viktor­ íu­fylki. Svo virðist sem forritið sé ekki nógu nákvæmt og áreiðanlegt og í nokkur skipti mátti litlu muna að illa færi. „Lögreglan hefur mikl­ ar áhyggjur enda geta vegfarend­ ur ekki nálgast vatn á neinum stað í þjóðgarðinum,“ sagði lögregla í tilkynningu. Sem betur fer tókst lögreglu að finna alla þá sex sem týnst hafa á undanförnum vikum. Flýja hátekju- skatt Hollande Eftir að Francois Hollande varð forseti Frakklands hafa fjölmargir Frakkar ákveðið að flytja yfir til Belgíu til að flýja nýjan hátekju­ skatt sem komið hefur verið á í Frakklandi. Meðal þeirra sem lagt hafa land undir fót er leikar­ inn Gerard Depardieu sem hefur keypt sér hús í belgíska bænum Nechin sem er skammt frá landa­ mærum Belgíu og Frakklands. Depardieu slæst þar með í hóp tæplega þrjú þúsund Frakka sem þegar búa í bænum eða nágrenni hans. Íbúar í Belgíu greiða ekki hátekjuskatt og ekki heldur fjár­ magnstekjuskatt af sölu hluta­ bréfa. Milt og gott Þegar þessi mynd var tekin var fimm stiga frost úti. Það var hins vegar eins hlýtt og gott inni í rútunni og á sólarströnd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.