Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 10
Þ að eru um 4.000 fjölskyldur sem þiggja aðstoð frá okkur um jólin. Þannig að þetta kemur sér vel fyrir skjól- stæðinga okkar,“ segir Ás- gerður Jóna Flosadóttir hjá Fjöl- skylduhjálp Íslands en samtökin hlutu veglega gjöf á þriðjudag frá 66°Norður og Krónunni. „Þeir hjá 66°Norður færðu okkur mikið magn af fallegum fatnaði á börn á aldr- inum 2–10 ára og það fer einvörð- ungu í jólagjafir til okkar fólks,“ seg- ir hún en þetta er þriðja árið sem fyrirtækið færir Fjölskylduhjálpinni slíka gjöf. „Styrktar- og menningar- sjóður Norvíkur styrkti starfið um milljón í 200 innkaupakortum upp á 5.000 krónur sem skjólstæðingar okkar fá.“ Borða hafragraut í öll mál Ásgerður Jóna segir marga þurfa hjálp fyrir jólin. Sérstaklega sé mikil fjölgun í hópi eldri borgara. „Margir af eldri kynslóðinni hafa haft samband við mig – fólk sem hefur verið að þreyja þorrann með því að borða hafragraut í öll mál síð- ustu tíu daga mánaðarins. Fólk sem er að verða nírætt er koma til okk- ar. Það er sorglegt að horfa upp á þetta fólk sem byggði landið standa svona illa,“ segir Ásgerður alvar- leg og ítrekar að ástandið sé slæmt. „Það er bara borðleggjandi að ör- yrkjar og eldri borgarar eru búnir að hafa það mjög slæmt frá árinu 1996. Einstæðir foreldrar hafa líka búið við mjög bág kjör. Það eru miklar skerðingar en á sama tíma hækk- ar allt verðlag. Dæmið gengur bara ekki upp, fólk nær ekki að borga leigu og eiga fyrir mat. Maður skilur ekki að það sé ekki komin borgara- styrjöld hérna því við erum að fara svo illa með ákveðna hópa. Það er eins og stjórnvöld átti sig ekki á þessu. Þau loka augunum fyrir ástandið,“ segir hún. Opnir öllum Fjölskylduhjálpin er með tvö útibú, eitt í Reykjavík og annað í Reykjanesbæ, og Ásgerður segir ekki vera vanþörf á. „Það hefur ekkert breyst hérna, það er sama ástandið – ár eftir ár. Fólk er ekki bara fátækt fyrir jólin heldur allt árið. Við geng- um svo nærri okkur við síðustu jóla- úthlutun að við þurftum að fækka matarúthlutunum á mánuði og því hafa færri getað leitað til okkar.“ Fjölskylduhjálpin rekur tvo markaði til styrktar starfinu og Ásgerður hvetur fólk til þess að kíkja á mark- aðina sem eru opnir öllum. „Það eru margir sem halda að markaðirnir séu bara opnir fyrir skjólstæðinga okkar en þeir eru opnir öllum og þar er hægt að gera mjög góð kaup. Við erum með flottar flíkur á góðu verði,“ segir hún en ágóðinn rennur allur til starfsemi Fjölskylduhjálparinnar. Þetta er ekki betl Enn er hægt að skrá sig í jóla úthlutun hjá Fjölskylduhjálpinni. „Það hafa allir lokað fyrir skráningu nema við en við ætlum ekki að vera með neinn lokadag og erum vön að hjálpa fram á aðfangadag. Ég er svo heppin að ég er alltaf í mat hjá mömmu minni á jólunum þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að elda á aðfangadag og get því verið hér til hjálpar,“ segir Ásgerður. Hún segir mikilvægt að fólk skammist sín ekki fyrir að þurfa að þiggja aðstoð. „Ég segi við skjól- stæðinga okkar að þeir eigi að vera stoltir og ekki skammast sín því það er ekki þeim að kenna hvernig ástandið er. Þetta er ekki betl og hér er fólk velkomið og það á að bera höfuðið hátt.“ n lifa á hafragraut n Margir leita aðstoðar hjá Fjölskylduhjálp Íslands n Eldri borgurum fjölgar 10 Fréttir 12. desember 2012 Miðvikudagur „… fólk sem hefur verið að þreyja þorrann með því að borða hafragraut í öll mál síðustu tíu daga mánað- arins. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Góðar gjafir Hér má sjá Ásgerði Jónu ásamt þeim Helga Rúnari Óskarssyni, forstjóra 66°Norður, og Kristni Skúlasyni, forstjóra Krónunnar, þegar Fjölskylduhjálpinni voru afhentar góðar gjafir frá fyrirtækjunum á þriðjudag. Mynd eyÞór árnasOn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.