Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 25
Lífsstíll 17Miðvikudagur 12. desember 2012 Ekki klúðra stefnumótinu n Þú færð aldrei annað tækifæri til að heilla við fyrstu kynni n Hér eru reglur dr. Phils. Gerðu Passaðu þig á að HLUSTA jafn mikið og þú talar. Spurðu hann spurninga og veittu svörum hans athygli. Bíddu svo eftir að hann spyrji þig áður en þú ferð að segja honum sögur af þér. Mundu að BROSA þegar þið hitt­ ist og hlæja að brandaranum hans. Þannig skapast afslappað andrúms­ loft. Haltu AUGNSAMBANDI. Ef þið horfist í augu eykst hrifningin á milli ykkar. Fylltu upp í vandræðalegar þagnir með spurningum um HANN. Þannig virðist þú vera virkilega áhugasöm um hans hagi. Passaðu upp á ÖRYGGIÐ. Ef þú þekkir lítið sem ekkert til hans skaltu hitta hann í fyrsta skiptið á opinberum stað innan um annað fólk. Ekki gera Forðastu að DREKKA of mikið á fyrsta stefnumóti. Þú missir yfirsýn og gætir tekið slæmar ákvarðanir. Þótt þú hafir ekki miklar vonir varðandi kvöldið skaltu samt taka þig VEL til. Það er ekkert jafn glat­ að og að vera eins og lumma til fara þegar þú kolfellur fyrir ástinni í lífi þínu. Ekki miðla of miklu af PERSÓNULEGUM upplýsingum á fyrsta stefnumóti. Haltu sam­ ræðunum á léttum og jákvæðum nótum. Ekki blaðra endalaust um þinn FYRRVERANDI. Hann mun halda að þú sért ekki komin yfir hann. Ekki vera of SEIN. Þú vilt ekki byrja kvöldið með því að fara í taugarnar á honum. n Tæklaðu erf- iða hegðun Börn sem velja fötin sjálf n Ekki berjast við einstaklingseðli barnsins. n Fagnaðu því að barnið hafi sterkar skoðanir. Stjórnsöm börn n Ekki afsala þér völdunum. n Tryggðu stöðu þína. n Stattu fast á þínu. Vandlát börn n Veldu þér bardaga. n Taktu tillit til óska barnsins. Ofsahræðsla við dýr n Ekki horfa framhjá því sem skiptir barnið máli. n Fræddu barnið. Kossaforvitni n Ekki gera of mikið mál úr þessu. n Ekki stimpla barnið. n Kenndu barninu að virða persónu- leg mörk. Milljón metrar af jólapappír Áætluð notkun á jólapappír á Ís­ landi eru 3–4 milljónir metra um hver jól. Skrautpappír er í fæstum tilfellum endurvinnanlegur. Litað­ ur jólapappír með málmáprentun eða glimmeri er alls ekki endur­ vinnanlegur. Að auki hefur jóla­ pappír ákaflega stuttan líftíma, er framleiddur erlendis á óumhverfis­ vænan hátt og er því mengandi á öllum stigum. Prentsmiðjan Guð­ jón Ó kynnir í ár umhverfisvænan jólapappír sem er góður valkostur fyrir þá sem vilja ganga vel um um­ hverfið. Ef nauðsynlegt er að nota jólapappír er allavega umhugs­ unarinnar virði að fara sparlega með hann. Utan um stærri pakka er til dæmis hægt að nota brúnan kraftpappír og leyfa börnunum að mála hann og skreyta. Jólatré til skógræktar Skógræktarfélög víða um land munu selja jólatré fyrir jólin í ár, eins og undanfarin ár. Það er öll­ um í hag að velja ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja með því skógræktarstarfið í landinu. Fyrir hvert selt jólatré geta skógræktarfélögin gróðursett 30–40 ný tré. Þ etta er tísku­ og lífsstílssíða og hugmyndin er að vefsíð­ an auðveldi fólki að finna það sem það leitar eftir í þeim frumskógi upplýsinga sem veraldarvefurinn er,“ segir Eva Sigurgeirsdóttir sem opnar í dag, miðvikdag, lífsstílssíðuna Tísku, tiska.is. Að sögn Evu á síðan að gefa fólki 360 gráðu sýn yfir það sem er að gerast í tískuheiminum, bæði hér­ lendis og erlendis, sem og í verslun og þjónustu. Einnig verður áhersla lögð á lífsstíls­ og fréttatengt efni. Búin að eiga lénið í þrettán ár Eva er í raun búin að eiga lénið í meira en áratug en fyrir þrettán árum fór hún fyrst af stað með net­ verslun undir þessu nafni. Hún var þá töluvert á undan sinni samtíð. „Þá var þetta fyrsta netverslunin og tískubloggsíðan á Íslandi og þarna seldi ég fatnað og aðrar tískutengdar vörur. Svo ákvað ég að fara af stað með þetta aftur núna. Ég er með tvö lítil börn heima við og ákvað nota tækifærið. Ég var aðeins of snemma í þessu á sínum tíma. Í dag er ég svo í samstarfi við frábærar stelpur og það gerir verkefnið enn skemmtilegra en áður.“ Ásamt Evu skrifa á síðuna Díana Bjarnadóttir stílisti og Dóra Lind Vigfúsdóttir. Þá gefur Edda Björgvinsdóttir, móðir Evu, góð ráð í dálknum Dagbók Eddu Björgvins. Eva telur þó líklegt að fleiri pennar bætist í hópinn fljótlega. Framtíðin liggur í netverslun Eva segir síðuna ekki eiga að vera eins og tímarit heldur meira lifandi vettvangur. Hún tekur sem dæmi að ef hana langi í pallíettupils þá geti hún farið inn á Tísku og fengið upp­ lýsingar um hvar sé hægt að kaupa slíkt hér á landi, við hvað sé best að nota það og fleira. „Það er afskap­ lega auðvelt að fá upplýsingar um flesta hluti en það vantar kannski að hafa allar þessar upplýsingar á ein­ um stað,“ segir Eva sem vonast til að Tíska geti orðið þessi staður. Hún segir framtíðina liggja í net­ verslun sem hafi aukist jafnt og þétt síðastliðin ár og stefnir á að hægt verði að tengjast netverslunum í gegnum síðuna. „Við munum að minnsta kosti benda á netverslanir sem selja vöru og þjónustu og auð­ velda þannig notendum að nálgast vörurnar sem fjallað er um. Við erum að gera tískuna aðgengilega. Þá verð­ um við með viðtöl við spennandi fólk úr þjóðfélaginu sem gefur okkur einnig góð ráð.“ Opnunarpartíið verður síðar Aðspurð hvort síðan verði opnuð með pomp og prakt segist hún ætla að bíða með opnunarteitið. „Ég elska partí þannig að sjálfsögðu verður gott opnunarpartí, við viljum bara að síðan fari í loftið fyrst þannig að hægt sé að fínpússa hana og bæta við spennandi nýjungum sem enn eru leyndarmál en líta dagsins ljós í kringum áramótin.“ Eva hélt sína fyrstu tískusýn­ ingu í beinni útsendingu á tiska. is á sínum tíma og hún lofar að allt efni á síðunni verði unnið af sama krafti og með stæl. „Það verður fullt af góðum ráðum á síðunni og nýtt efni daglega og því um að gera að fylgjast bara með og skrá sig í netklúbbinn okkar,“ segir hún að lokum. n solrun@dv.is Allar upplýsingar á sama staðnum n Opnar tísku- og lífstílssíðuna Tísku n Á að gefa fólk sýn yfir tískuheiminn„Hugmyndin er að vefsíðan auðveldi fólki að finna það sem það leitar eftir. Á undan sinni samtíð Eva er búin að eiga lénið tiska.is í þrettán ár. Mynd Karl SverriSSOn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.