Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 24
16 Neytendur 12. desember 2012 Miðvikudagur algengt verð 246,8 kr. 256,6 kr. algengt verð 246,6 kr. 256,4 kr. höfuðborgarsv. 246,5 kr. 256,3 kr. algengt verð 246,8 kr. 256,6 kr. algengt verð 248,9 kr. 256,6 kr. Melabraut 246,6 kr. 256,4 kr. Eldsneytisverð 11. des. Bensín Dísilolía Úrviðgerð án kostnaðar n Lofið fær Klukkan í Hamraborg Kópavogi. „Langar að segja frá já- kvæðu viðmóti þar en ég verslaði fyrir þremur árum hjá þeim vandað herraúr sem gefið var í 50 ára af- mælisgjöf. Í stuttu máli var búið að fara með úrið í viðgerð tvisvar sinn- um í Danmörku þar sem eigandinn býr. Einu sinni var búið að senda það til Íslands til viðgerðar en sú viðgerð dugði aðeins í átta mánuði. Fyrir viku fórum við með úrið til úrsmiðsins í Klukkunni. Hann tók úrið og skipti um allt gangverkið okkur að kostnaðarlausu en ábyrgðin á úrinu rann út fyrir rúmu ári. Þetta finnst okkur alveg frábær þjónusta og vilj- um við gjarnan að fólk fái að vita af þessu,“ seg- ir ánægður við- skiptavinur. Ónógar upplýsingar n Lastið fær Já.is. „Ég tók eftir því að síðustu mánuði hafa verið skuldfærðar á símareikninginn minn 149 krónur á mánuði fyrir „Já í símann“ en ég hafði sótt ókeypis app sem flettir upp síma- númerum þeirra sem hringja í mig. Ákvæðið sem Já.is skýlir sér á bak við er að það sé ókeyp- is að sækja appið og prófa það fyrsta mánuðinn og ef ég fjar- lægi það ekki úr símanum inn- an mánaðar taki sjálfkrafa við áskrift. Það eru nokkur atriði sem ég ósáttur við: 1. Ekki kemur fram í Google-app store hvað mánað- argjaldið sé, annað en að það sé er ókeypis. 2. Mér er ekki tilkynnt um að reynslutíminn sé liðinn og við taki áskriftargjald. 3. Ég hef aldrei fengið tilkynningar um skuldfærslur. 4. Þegar appið er sett inn í símann þarf að gefa leyfi fyrir ýmsum tæknilegum atriðum en þar er hvergi minnst á skuldfærslu á símareikning. 5. Skuldfært er af símareikningi mínum án þess að ég gefi beint samþykki fyrir því,“ segir óánægður viðskiptavinur. „Það kemur fram í Google Play að snjallsímaforritið sé án endurgjalds fyrsta mánuðinn ásamt því að það kemur fram í skilmálum þegar for- ritið er opnað í fyrsta skiptið. Einnig koma upplýsingar um verð fram á síðunni ja.is/nafna birtir. Við tökum alltaf vel í ábendingar frá notendum og reynum að koma til móts við þær. Í þessu tilfelli má gera betur og munum við einhenda okkur í það til að fyrir- byggja misskilning.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Gjafir sem koma að Góðum notum n Flest hjálparsamtök bjóða upp á gjafabréf fyrir jólahátíðina G eit, jarðhnetumauk, vatns- dæla og ljósastaur eru kannski ekki eins og hefð- bundnar jólagjafir en eru þó gjafir sem koma sannar- lega að góðu gagni. Það þekkja flestir vandann við að finna jólagjöf handa þeim sem eiga allt. Í slíkum tilfellum er góð hugmynd að gefa í hjálparstarf í nafni viðkomandi. Með þeim gjafa- bréfum geta landsmenn styrkt börn og konur um allan heim sem eiga um sárt að binda vegna fátæktar, sjúk- dóma, hungursneyðar og ofbeldis. allir njóta gjafarinnar Flest hjálparsamtök bjóða upp á slíkar gjafir en DV hefur tekið saman nokkur dæmi um þess kon- ar gjafabréf. Lesendur eru hvattir til að skoða hvers konar gjafir sam- tökin bjóða upp á og íhuga að gefa slíkar gjafir því gefandinn gefur með góðri samvisku og þeirri til- finningu að hafa látið gott af sér leiða. Þiggjandi bréfsins upplifir slíkt hið sama auk þess að losna við að taka við hlut sem var keyptur með það eitt fyrir augum að eitthvað þyrfti að gefa. Að lokum er gjöfin nýtt til góðra hluta svo það má segja að allir njóti hennar. n Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is UN Women Á heimasíðu samtakanna er hægt að kaupa gjafir sem nýtast konum um allan heim og kaupendur leggja þannig sitt af mörkum á táknrænan hátt við hin ýmsu verkefni UN Women. Gjafabréfin þarf að panta fyrir 19. desember. n Vasaklútur sem verndar – 1.000 krónur Í Kambódíu styrkir UN Women félagasamtök sem dreifa vasaklútum til farandverkakvenna. Á vasaklútana er búið að sauma neyðarupplýsingar sem auðvelt er að fela en veita konunum upplýsingar um hvert eigi að leita ef brotið er á rétti þeirra í starfi eða einkalífi. n neyðarnúmer fyrir palestínskar konur – 3.000 krónur Mörg hundruð stúlkna og kvenna hverfa sporlaust eða deyja árlega í Palestínu vegna svokallaðra heiðursmorða. Á dánarvottorðum þessara stúlkna er dánarorsökin sögð vera örlögin. UN Women styrkir samtök í Palestínu sem vinna að lagabreytingum, samfélagslegri vitundarvakningu og starfrækja neyðar- númer sem konur í háska geta hringt í. n ljósastaur í Úganda – 5.000 krónur Í Kampala, höfuðborg Úganda, hefur ljósastaurum verið komið upp hér og þar í borginni, meðal annars í strætóskýlum. Þessi lýsing hefur ekki að- eins dregið úr ofbeldi gegn konum heldur einnig aukið atvinnuþátttöku kvenna þar sem konur komast til og frá vinnu óáreittar. Því getur einn ljósastaur haft gríðarleg margfeldisáhrif; öryggi kvenna eykst, hagur fjölskyldna vænkar sem og samfélagsins alls. n Fórnarlömb sýruárása í Kambódíu – 10.000 krónur Sýra er ódýrt og aðgengilegt vopn sem leggur líf þúsundir kvenna og stúlkna í rúst í Kambódíu. Algengt er að konur verði fyrir sýruárásum fyrir að óhlýðnast fjölskyldu sinni, eiga í ástarsamböndum eða sækja um skilnað frá ofbeldisfullum eiginmönnum. Sjúkrakostnaður er hár og áfallahjálp takmörkuð. UN Women styrkir athvarf í borginni Siem Reap fyrir fórnarlömb sýruárása. UNICEF UNICEF starfar á vettvangi í 156 löndum og svæðum og stendur vörð um líf barna frá fæðingu til fullorðinsára. n Jarðhnetumauk – 8.428 krónur 150 pakkar af nær- ingarríkri fæðu úr jarðhnetum. Fæðan er tilbúin til neyslu beint úr pakkanum og hún geymist í tvö ár. n Vatnsdæla – 62.450 krónur Með því að gefa einhverjum sem þér þykir vænt um vatnsdælu getur þú hjálpað til við að útvega heilu samfélagi heilnæmt og öruggt drykkjarvatn. n Moskítónet – 1.546 krónur Í Afríku lætur barn lífið af völdum malaríu á 30 sekúndna fresti. Þessi endingargóðu moskítónet eru húðuð með flugnaeitri til þess að veita aukavörn gegn þessum skaðlega sjúkdómi. n skóli í kassa – 29.484 krónur Skóli í kassa er málmbox sem er fullt af kennslu- og námsgögnum sem geta hjálp- að allt að 40 börnum að halda skólagöngu sinni áfram við neyðaraðstæður. Hjálparstarf kirkjunnar Aðstoða alla án tillits til trúar, þjóðernis, litarháttar, kyns eða skoðana, bæði hér heima og erlendis. n Reiðhjól – 10.000 krónur Fátt er eins gagnlegt í sveitum Afríku og reiðhjól. Á hjóli er til dæmis hægt að koma uppskerunni í verð og kaupa það sem vantar. Í bænum er hægt að fá aukavinnu og komast heim að kvöldi. Fyrir andvirði þessa gjafabréfs hjólar einhver alsæll um sveitir með nýja möguleika í harðri lífsbaráttu. n Hreint vatn fyrir 35 manns – 6.000 krónur Í heiminum hefur 1,1 milljarður manna ekki aðgang að hreinu vatni. Brunnur breytir þessu fyrir allt að 1.000 manns, til frambúðar. Í þorpi í Malaví eða Mósambík mun lífið taka stakkaskiptum, heilsufar mun batna og vinnuálag á stúlkum og konum verður minna. Stúlkur fá tíma til að ganga í skóla og konur fá meiri tíma til að sinna börnum, ræktun og velferð fjölskyldunnar. n saumavél – 11.500 krónur Saumavél er atvinnutæki ungra fátækrar stúlkna en með saumavél í farteskinu eru ungri stúlku allir vegir færir. Í verkefnum bæði á Indlandi og í Úganda er stúlkum kennt að sníða og sauma og þær fá saumavélar að námi loknu. Þær sem ljúka náminu verða ekki lengur háðar duttlung- um náttúrunnar hvað uppskeru varðar og geta forðast erfið og hættuleg störf sem ein hefðu staðið þeim til boða annars. n Framtíðarsjóður – 5.000 krónur Framtíðarsjóður Hjálparstarfs kirkjunnar styður ungmenni 16–20 ára til stúd- entsprófs, sveinsprófs eða annars sem leiðir til starfsréttinda eða opnar leið til háskólanáms. Fyrir andvirði þessa gjafabréfs fær nemandi aðstoð við að greiða námsgögn, skólagjöld, kaupa tölvu eða greiða fyrir annað sem gæti orðið efnaminni nemendum hindrun í að ljúka námi. Rauði krossinn á Íslandi Meginhlutverk Rauða krossins er að bregðast við hvers konar neyð – af náttúru- eða mannavöldum – og aðstoða þá einstaklinga og/eða hópa sem verst eru staddir. n Gjafabréf Rauða krossins Gjafabréfin renna til innanlandsstarf eða skjólstæðinga félagsins erlendis. Það er því hægt að velja um tvenns konar gjafabréf eftir því hvert fólk vill að peningarnir fari. Þá er valfrjáls upphæðin sem gefin er. ABC hjálparstarf Starf ABC hjálparstarfs snýst um að gefa fátækum börnum tækifæri til menntunar og hjálpa götubörnum til nýs lífs með því að veita þeim heimili og menntun. Hjá ABC er hægt að velja um nokkrar tegundir gjafakorts. n Matur fyrir eitt barn í mánuð – 1.000 krónur Hægt er að kaupa gjafabréf sem borga fyrir matvæli fyrir allt að fjögur börn á mánuði. n Geit – 6.500 krónur Einnig fást gjafabréf upp á tvær geitur. n Hæna – 1.000 krónur Hægt er að kaupa allt að fjórar hænur. n skólaborð og bekkir – 3.500 krónur Einnig er hægt að kaupa tvö sett af borðum og bekkjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.