Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 22
Sandkorn H æstiréttur Íslands hefur á undanförnum árum misst fótanna í mörgum málum. Dómstólinn hefur hvað eft­ ir annað hlotið ákúrur frá Mannréttindadómstóli Evrópu fyrir að hafa níðst á saklausu fólki. Nú síð­ ast fengu tvær blaðakonur DV og Vik­ unnar uppreisn æru eftir að Mann­ réttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að Hæstiréttur hefði brotið gegn blaða­ konunum. Íslenska ríkið þurfti að leggja út stórfé í málskostnað og miskabætur. Það undarlega er að dómararnir sem tröðkuðu á mannréttindum kvennanna tveggja þurfa ekki að sæta ábyrgð og víkja. Þeir þurfa heldur ekki að greiða það tjón sem þeir ollu samfélaginu og sleppa skaðlaust frá málinu. Árið 1998 þurfti ungur maður, Sigur­ þór Arnarsson, að sitja í fangelsi í hálft annað ár eftir að Hæstiréttur hafði dæmt hann sekan um manndráp á skemmtistaðnum Vegas. Sigurþór var sýknaður í undirrétti en Hæstiréttur snéri dómnum og lýsti hann sekan um manndráp. Sá dæmdi leitaði til Mann­ réttindadómstólsins sem komst að þeirri niðurstöðu að reglur um réttláta málsmeðferð hefðu verið brotnar. Málið var endurupptekið og nú er komið á daginn að um réttarmorð var að ræða. Maðurinn sem var sekur fundinn sat í fangelsi vegna dómara sem ekki unnu sína vinnu af heilindum. Engin leið er að átta sig á þeim skaða sem ungi mað­ urinn varð fyrir. Hann hefur í 14 ár setið uppi með þann stimpil að hafa banað manni. Ranglátir dómarar eyðilögðu líf hans. Viðbúið er að ríkið þurfi að greiða tugi milljóna vegna klámhöggs dómar­ anna sem sendu saklausan mann í fang­ elsi. Og sem fyrr virðist samfélagið ætla að sleppa dómurunum við þá refsingu sem ætti að vera sjálfsögð þegar menn klúðra í störfum sínum með stórfelldum hætti og valda óbætanlegu tjóni. Þetta er óboðlegt. Réttarríkið verður að refsa þeim dómurum sem slá klámhögg. Krafan um ábyrgð ætti líka að ná til dóma í undirrétti sem gerðir eru aftur­ reka með dóma sína. Fjölmörg dæmi eru um fáránlega dóma þar sem Hæsti­ réttur hefur með rökum snúið niður­ stöðunni gjörsamlega við. Þarna gildir það sama og fyrr. Dómararnir eru hafn­ ir yfir ábyrgð. Krafan um að dómar­ ar taki ábyrgð á gjörðum sínum ætti að vera hávær. Þessir þjónar réttvísinnar þurfa að sæta aðhaldi eins og flestir aðrir þegnar landsins. Annars hverfur virðingin fyrir dómstólunum með ófyrir sjáanlegum afleiðingum. Til þess að réttarríkið sé sanngjarnt verða dóm­ arar þess að finna til ábyrgðar sinnar. Þeir mega ekki komast upp með að berja hausnum í steininn. Hjálpum þeim að axla ábyrgð með því að refsa hinum vanhæfu. Hannes sár n Hannes Hólmsteinn Gissurar­ son, prófessor við Háskóla Ís­ lands, er ekki ánægður með Ríkisútvarpið og sakar menn þar um að vera hlutdrægir. Þessu mótmælti Jóhanna Vig­ dís Hjaltadóttir fréttamaður í tímaritsviðtali. Hannes skrif­ aði þá pistil á Pressublogg sitt þar sem hann sýndi fram á að hann væri sjálfur snið­ genginn sem álitsgjafi. „Ég skal nefna eitt skýrt dæmi. Það er ekki, að í Speglinum hefur síðustu árin verið rætt margsinnis við alla prófessor­ ana í stjórnmálafræði nema einn,“ bloggaði Hannes. Bakland læknis n Mikið var um dýrð­ ir í fimmtugsafmæli Lýðs Árnasonar, læknis og lista­ manns, um liðna helgi. Lýður stefn­ ir í framboð fyrir Dögun og mátti sjá bakland hans og samherja í hópi afmælisgesta. Mikið bar þar á stjórnlagaráðsfólki sem virðist ætla að fylkja sér inn í Dögun og taka þar slaginn. Meðal þeirra sem mættu í afmælið var Þor­ valdur Gylfason, atkvæða­ mesti stjórnlagaráðsmað­ urinn. Þorvaldur hefur ekki ennþá gert uppskátt um áform sín varðandi þing­ framboð. Fór í fússi n Innan Heimssýnar er ólga eftir að samtökin sögðu Vinstri­grænum stríð á hend­ ur. Stríðsyfirlýsingin gegn Steingrími J. Sigfússyni og fé­ lögum var sett fram á bloggi Páls Vilhjálmssonar, fram­ kvæmdastjóra samtakanna. Þetta varð til þess að Einar Ólafsson, sannfærður and­ stæðingur ESB­ aðildar, sagði sig úr Heimssýn. „Þegar fastur pistlahöfundur á blogg­ síðu samtakanna, sem mér skilst að sé að auki fram­ kvæmdastjóri samtakanna, lýsir því yfir að megin­ verkefnið sé að þurrka Vinstrihreyfinguna – grænt framboð út af þingi get ég ekki dregið úrsögn mína lengur,“ sagði í yfirlýsingu Einars. Kveinstafir Lýðs n Lýður Guðmundsson, eig­ andi Exista, kvartar sáran undan lögreglurannsókn á hendur honum sem fram fór vegna gruns um stórfelld brot gegn hlutafélagalögum. Sér­ staklega fór fyrir brjóst hans að sími hans var hleraður um skeið án þess að hann fengi að vita það fyrr en nýverið. Það kemur ekki sérstaklega á óvart að það er Fréttablað­ ið sem breiðir út kveinstafi útrásarvíkingsins. Tekið skal fram að Lýður er saklaus uns annað kemur í ljós. „Það er bara sjálfsagður hlutur“ „Við erum yfir okkur ástfangin“ Ingvar Georgsson, aðstoðarvarðstjóri Brunavarna Suðurnesja sem hafa gefið út eldheitt dagatal. – DV Ósk Norðfjörð gekk í það heilaga á dögunum. – DV Réttarmorð Hæstaréttar„Ranglátir dómarar eyðilögðu líf hans Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu­ og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 12. desember 2012 Miðvikudagur Það er dómgreindin, idjót! H vað með það þó yfirmaður CIA hafi haldið framhjá? Ekki að það hafi farið framhjá neinum, en David Petraeus, sem sagði af sér þeirri stöðu eftir að upp komst um framhjáhald hans eftir að hjákonan sendi nafnlausa tölvupósta til læknisfrú­ ar sem var „náin vinkona“ yfirmannsins, tölvupósta sem læknisfrúin sendi svo til alríkislögreglumanns, sem sendi henni berbringumyndir af sjálfum sér sem komu á daginn í rannsókn „óviðeigandi samskipta“ sjóliðsforingja og læknis­ frúarinnar, hverrar tvíburasystir notaði meðmælabréf frá yfirmanni leyniþjón­ ustunnar og sjóðliðsforingjanum til að „imponera“ dómara í forræðisdeilum. Glóruleysi og gjöreyðingarvopn Að Petraeus er hrokafullur „framhjá­ haldari“ er ekki áhyggjuefni utan fjöl­ skyldu hans, en hegðun hans er hins vegar vitnisburður um vandamál sem ekki er hægt að líta framhjá – óafsak­ anlegan dómgreindarskort. Að menn, sem gerst hafa sekir um jafn glórulaus­ ar ákvarðanir og ljóst er af þessu máli, skuli hafa með höndum stjórnun gjör­ eyðingarvopna og tugþúsunda vopn­ aðra manna er hrollvekjandi tilhugsun. Hvers vegna hegðar gáfað, vel menntað og vel þjálfað fólk sér svona heimskulega? Hvað veldur dóm­ greindarskortinum – ekki í eitt skipti, heldur margoft? Kaffi og kavíar? Fjölmiðlar hafa mikið smjattað á kavíar­ og kampavínspartíunum sem grúppíu­ læknisfrúin hélt fyrir hershöfðingja­ elítuna í Tampa, en enginn hefur bent á að þessi tíðu teiti báru vitni um ann­ að og meira en kavíar­ og krabbaköku­ kjams: Áfengisneyslu. Já. Ég skal ekki fullyrða um drykkjuvenjur Petraeus, en ég þori að hengja mig upp á að partíin hjá grúppíunni hefðu ekki verið sérstak­ lega vinsæl ef á boðstólum hefði verið kaffi og kavíar. Áfengisneysla í bandaríska hernum hefur „aldrei verið alvarlegra vandamál en nú“, sagði formaður þjónustusam­ taka fyrir hermenn í viðtali við New York Times og mjög algengt er að hermenn drekki „daglega, um miðjan dag, meðan þeir eru á vakt.“ Í nýrri skýrslu Institute of Medicine segir að ofdrykkja sé „við­ tekin venja“ innan hersins, og alkóhól­ ismi mikið vandamál sem þurfi að taka á. Það þarf mikla afneitun til að halda því fram að áfengisneysla af þessari stærðargráðu hafi engin áhrif á stofnun eins og bandaríska herinn. Því miður er afneitun ein helsta afleiðing og ein­ kenni óhóflegrar áfengisneyslu, bæði meðal neytendanna og þeirra sem um­ gangast þá. Vestrænt samfélag sýnir líka mikla þolinmæði gagnvart drykkju, enda tengist áfengisneysla „hefðum og siðvenjum sem gera hana hættulausa … falleg kristalsglös, virðulegar áfengis­ flöskur, árgangsvín“, eins og Óttar Guð­ mundsson, læknir og rithöfundur, segir í bók sinni Tíminn og tárið: Íslendingar og áfengi í 1100 ár. Áfengi og krónískur dómgreindarskortur Mörgum valdamiklum einstakling­ um er ómögulegt að tengja einstaka klandur og dómgreindarskort (sem þeir eru ekki sjálfir meðvitaðir um) við þá „glæsimynd sem þeir hafa í huga sér af áfengis neyslu“, segir Óttar. „Drykkja[n er] þýðingarmikill hluti af eigin sjálfs­ mynd, viskí og koníak … stöðutákn …“ Áfengisneysla veldur fyrst og fremst dómgreindarskorti. Afleiðingarnar eru misalvarlegar, allt frá því að drepa eða slasa sig og/eða aðra með slysum eða ofbeldi til neyðarlegra uppákoma í veislum. En afleiðingarnar eru ekki alltaf augsýnilegar, enda er sálarlíf drykkju­ mannsins, eins og Óttar segir, marg­ slungið. Tíð áfengisneysla veldur krónískum, langtímadómgreindarskorti, sem lýsir sér gjarna í slæmum ákvarð­ anatökum – eins og framhjáhaldi og samböndum við ófyrirleitna einstak­ linga, sem ætlast til að maður sýni af sér valdníðslu í vinnunni og tilnefni þá í utanríkisþjónustuna, svo vitnað sé í heimskupör hershöfðingjanna í Tampa, eða gefi þeim banka, svo vitnað sé í ís­ lensk asnastrik. Ákvarðanatökum sem einkennast af skorti á dómgreind og siðgæði. Siðferðisþrek mikilvægast Siðferðisþrek er einn mikilvægasti kostur góðs leiðtoga, eins og Petraeus veit best sjálfur: „Ég sýndi óhemju slæma dómgreind, sem eiginmaður og leiðtogi, með þessari hegðun …“ Þessari siðlausu hegðun. Leiðtogar geta ekki lofsungið dyggð­ ir sem þeir búa ekki yfir sjálfir. Þeir geta ekki skipað öðrum að hlýða reglum sem þeir brjóta sjálfir. Þeir geta ekki notið trausts ef þeir sýna – t.d. með framhjá­ haldi – að þeir séu reiðubúnir að svíkja þá sem þeir hafa lofað og svarið að sýna tryggð. Fyrst rotnar fiskhausinn. Þegar leiðtogi brýtur reglurnar, sama hvers efnis þær eru, sendir hann skila­ boð: „Það er allt í lagi að brjóta reglurn­ ar. Allt í lagi að ljúga. Heiðarleiki skiptir ekki máli.“ Þegar þessi skilaboð verða normið innan stofnunarinnar verður stofnunin vanvirkni, vantrausti og spill­ ingu að bráð. Er dómgreindarleysi afleiðing lífs­ stíls stjórnendanna eða öfugt? Svarið, hvert sem það er, breytir ekki þessari staðreynd: Leiðtogar geta ekki stjórnað öðrum ef þeir eru ófærir um að stjórna sjálfum sér. Leiðtogar verða að ganga á undan, ekki bara með góðu fordæmi heldur besta fyrirmyndarfordæminu. Að halda öðru fram er að rotna með restinni. Kjallari Íris Erlingsdóttir „Leiðtogar geta ekki stjórnað öðrum ef þeir eru ófær- ir um að stjórna sjálfum sér

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.