Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 12. desember 2012 Miðvikudagur Tíu milljarða hækkun n Vaxtagjöld jukust mikið á fyrstu níu mánuðum ársins F yrstu níu mánuði ársins voru tekjur ríkissjóðs um 399 millj- arðar króna. Það er hækkun um þrjátíu milljarða frá sama tímabili á síðasta ári. Hækkunin nemur um 8,2 prósentum á milli ára. Þetta kemur fram í Hagtíðind- um Hagstofu Íslands sem birt voru á mánudag. Þar kemur einnig fram að skattar og tryggingagjöld skiluðu ríkis- sjóði langmestu, um 346 milljörðum króna, jafnvirði tæplega 87 pró- senta. Þar af voru það skattar á vöru og þjónustu sem skiluðu mestu, 158 milljörðum á tímabilinu. Skattar á tekjur og hagnað skiluðu 114 millj- örðum króna og tryggingagjöldin rúmum fimmtíu milljörðum. Í Hagtíðindum kom einnig fram að útgjöld ríkisins hækkuðu á tímabilinu frá því á sama tímabili í fyrra. Útgjöld ríkissjóðs námu um 433 milljörðum króna en í fyrra voru útgjöldin rúmlega 417 millj- arðar á fyrstu níu mánuðum ársins. Hækkunin skýrist að mestu af aukn- um vaxtagjöldum en þau jukust um tíu milljarða króna á tímabilinu. Þá skýrist hækkunin einnig af auknum launagjöldum um sex milljarða króna. Þar kemur einnig fram að stærsti útgjaldaliðurinn sé fjárframlög til almannatrygginga og sveitarfélaga. Útgjöld vegna þessa voru ríflega 138 milljarðar króna á tímabilinu. Launaútgjöld ríkisins voru næst- stærsti útgjaldaliðurinn en 96 millj- arðar fóru úr ríkissjóði í laun. Kaup á vöru og þjónustu kostuðu rúmlega 68 milljarða króna og vaxtagjöldin voru 65 milljarðar króna. adalsteinn@dv.is Mikið úrval af föndurvörum og garni, tilvalið í jólaföndrið og jólagjafirnar. Bóndinn ósáttur „Það á bara að drepa mann lif- andi,“ segir Bjarni Bærings Bjarna- son, kúabóndi á Brúarreykjum í Borgarfirði, í viðtali við Frétta- blaðið þar sem hann segist beittur valdníðslu með afturköllun Mat- vælastofnunar á starfsleyfi kúa- bús hans. Hann segir fótum hafa verið kippt undan fjárhag fjöl- skyldu sinnar en hann hefur sótt aftur um starfsleyfi og bíður svars. Í bréfi sem Matvælastofnun sendi bóndanum kom fram að naut- gripir hefðu verið drulluskítugir og for um allt fjós og upp um alla veggi. Níutíu gripir voru í fjósinu sem er hannað fyrir 64 sem leið- ir til þess að skítur safnast hratt upp. Af þessum ástæðum var býlinu gert óheimilt að afhenda mjólk eða sláturgripi frá og með 1. desember. Steinþór Arnarson, lögfræðingur Matvælastofnunar, hefur sagt Brúarreyki hafa feng- ið ítrekaðan frest til úrbóta og að afturköllun starfsleyfisins sé fyrir- byggjandi aðgerð. Ók bifreið út í móa Lögreglunni á Suðurnesjum barst um helgina tilkynning um undarlegt aksturslag ökumanns á Reykjanesbraut. Þar hefði verið í gangi eins konar svigakstur á veg- kaflanum milli Voga og Grindavík- ur. Fylgdi sögunni að ökumaðurinn hefði ekið bifreiðinni út af vegin- um og eitthvert út í móa. Lögregla hóf leit að bifreið og öku manni og hafði erindi sem erfiði við veg- slóða við Vogana. Bílstjórinn tjáði lögreglumönnum að hann hefði verið orðinn mjög þreyttur og því farið út af Reykjanesbrautinni til að leggja sig, sem var vitaskuld hið eina rétta í stöðunni. Stærstu útgjöldin Útgjöld ríkissjóðs eru til almannatrygginga og sveitarfélaga. Al- mannatryggingar fela meðal annars í sér sjúkratryggingar landsmanna. Mynd ÁSgeir M einarSSon n Ekkert verður af fyrirhugaðri tónleikaferð Frostrósa í ár F yrirhugaðri tónleikaferð Frostrósa til Norðurlanda hefur verið frestað til næsta árs. Til stóð að Frostrósir færu í útrás í nóvember og desember og héldu sams konar tónleika í Nor- egi, Svíþjóð og Danmörku og haldn- ir hafa verið hér á landi undanfarin ár við miklar vinsældir. Tónleikarn- ir sem um ræðir voru auglýstir sem þeir stærstu jólatónleikar sem haldn- ir yrðu í Evrópu. Flest af því tónleika- fólki sem átti að koma fram á tónleik- unum er erlent en þó áttu nokkrir íslenskir söngvarar að koma fram sem gestir. Einnig átti að vera með í för starfsfólk sem átti að vinna við annað sem tengist uppfærslu tónleikanna. Tekjutap Samkvæmt heimildum DV verða nokkrir einstaklingar sem áttu að vinna við uppsetningu tónleikanna fyrir tekjutapi af þessum sökum. Unnið er að því ná samkomulagi við þessa einstaklinga og skipuleggjend- ur. „Það var um miðjan október sem við tókum endanlega ákvörðun um að fresta tónleikunum um eitt ár,“ segir Samúel Kristjánsson, einn af skipu- leggjendum Frostrósa-tónleikanna. Hann segir tímaskort vera ástæð- una fyrir að ákveðið var að fresta tónleikunum. „Þetta er náttúrulega risastórt verkefni og mikill vegur að ryðja á einu ári. Þetta var allt komið, við erum búnir að reka skrifstofu út í Ósló meira en helminginn af árinu, en síðan kom upp eitt vandamál og miðasölutíminn er stuttur. Upphaf- lega var áætlað að fara í sölu í byrj- un október, en það tók tíma að leysa þetta vandamál og við mátum stöð- una þannig að tíminn væri of stuttur.“ Hafa trú á verkefninu Varðandi það starfsfólk tónleikanna sem átti að vinna við uppsetningu og annað segir Samúel skipuleggjendur vera í góðu sambandi við þá. „Við erum í góðu sambandi við alla þá söngvara sem áttu að fara með okkur út og ég held að þeir verði allir með okkur á tónleikunum að ári. Við erum svona að fara yfir þetta með öllum og gera upp ákveðnar bætur fyrir þetta tjón.“ Samúel segir að hljómleikahall- irnar ytra yrðu fyrir mesta fjárhags- lega tapinu vegna frestunarinnar. „Það eru í raun tónleikahúsin úti sem tapa á þessu, þar sem þetta datt út úr bókuninni hjá þeim, en þau munu starfa áfram með okkur og fluttu bók- unina um ár án þess að láta falla á okkur mikinn kostnað því þau hafa trú á verk efninu í framtíðinni og vilja byggja það upp. Þau voru sammála um að áhættan væri of mikil fyrir svona stuttan tíma.“ ekki hrist fram úr erminni Hann segir sölutímabilið úti fyrir tónleika af þessu tagi löngu hafið og að fólk sé þá búið að kaupa miða á aðra jólatónleika. „Þetta eru náttúru- lega risatónleikar, við erum að fara í 10.000–20.000 manna hallir, þannig að þetta er ekki eitthvað sem mað- ur hristir fram úr erminni.“ Að sögn Samúels liggur gífurleg áhætta að baki hjá mörgum aðilum og eru allir sammála um að betra sé að bíða í eitt ár og hafa þá tónleikana eins og lagt var upp með í upphafi. n Frestast Fyrirhugað var að Frostrósir héldu tónleika á Norðurlöndunum í nóvember og desember en ákveðið hefur verið að fresta þeim fram á næsta ár. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Útrás Frostrósa var slegið á Frest

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.