Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 26
18 Sport 12. desember 2012 Miðvikudagur Bestu og verstu kaupin í janúar n Litið á verstu og bestu kaup ensku liðanna í janúarglugganum N ú þegar styttist óðfluga í að janúar- glugginn opnist í Evrópu er ekki úr vegi að líta um öxl og skoða bestu og verstu kaup knattspyrnuliða á leik- mönnum í janúar. Sjónunum að þessu sinni er aðeins beint að ensku úrvalsdeildinni og kaupum sem gerð voru árið 2004 eða síðar. Það er óhætt að segja að ensku liðin hafi gert æði misjöfn kaup í janúarglugganum. Sumir leikmenn hafa slegið rækilega í gegn á með- an aðrir hafa ekki getað neitt. einar@dv.is FiMM Bestu kaupin FiMM verstu kaupin Fernando Torres Liverpool til Chelsea árið 2011 Verð: 50 milljónir punda Frá því að Torres gekk í raðir Chelsea frá Liver- pool hefur hann skorað 23 mörk í 92 leikjum. Það er arfaslakur árangur sé litið til þess að Torres er einn dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Spánverjinn sló í gegn með Liverpool þar sem hann var einn allra heitasti framherji heims. Hjá Chelsea hefur hann ekki náð sama flugi og virðist á köflum vera skugginn af sjálfum sér. Eitt og annað bendir þó til þess að Torres sé að ná sér á strik aftur. Hann hefur til dæmis skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum sínum. Andy Carroll Newcastle til Liverpool árið 2011 Verð: 35 milljónir punda Það kom mörgum á óvart að Liverpool skyldi greiða 35 milljónir punda fyrir leikmann sem hafði í raun einungis spilað hálft tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefði betur geymt peningana inni á bankareikningnum því Carroll náði aldrei að slá í gegn með Liverpool eins og allir þekkja. Hann náði að spila 58 leiki með Liverpool og skora 11 mörk áður en hann var lánaður til West Ham í sumar. Þar hefur hann komið við sögu í níu leikjum og skorað eitt mark. James Beattie Southampton til Everton árið 2005 Verð: 6 milljónir punda Eftir að hafa skorað 37 mörk á tveimur tímabil- um með Southampton var Beattie keyptur til Everton þar sem hann átti að halda uppi markaskorun liðsins. Það er skemmst frá því að segja að það gekk ekki eftir og skoraði hann einungis tvö mörk á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Ekki gekk Beattie mikið betur næstu tvö tímabil og fór svo að hann var seldur til Sheffield United í Championship-deildinni. Jose Antonio Reyes Sevilla til Arsenal árið 2004 Verð: 17 milljónir punda Jose Reyes sló í gegn með Sevilla árin 2000 til 2004 og fór svo að Arsenal keypti leikmanninn í janúarglugganum 2004. Reyes byrjaði vel með Arsenal og hjálpaði liðinu að vinna deildina um vorið. Hann átti hins vegar í erfiðleikum með að aðlagast ensku deildinni og náði sér aldrei almennilega á strik með Wenger og félögum. Sumarið 2006 var hann svo lánaður til Real Madrid áður en hann var seldur til Atletico Madrid sumarið 2007. Savio Nsereko Brescia til West Ham árið 2009 Verð: 10 milljónir punda Kaup West Ham á Savio Nsereko er gott dæmi um að umboðsmenn geta gert kraftaverk. Nsereko var af einhverjum ástæðum lýst sem einum allra efnilegasta framherja heims og var talið að West Ham væri að gera góð kaup þegar tilkynnt var um komu leikmannsins. Nsereko náði einungis að spila 10 leiki fyrir West Ham og var seldur til Fiorentina sumarið 2009. Hann var í kjölfarið lánaður til fjölda félaga þar sem hann náði sér aldrei á strik. Savio Nsereko er án félags í dag. Mikel Arteta Real Sociedad til Everton árið 2005 Verð: Lán Það eru líklega orð að sönnu að Spánverjinn Mikel Arteta sé besti leikmaður heims sem aldrei hefur spilað landsleik. Arteta var lánaður til Everton í janúar 2005 og sýndi strax hvað í honum býr. Hann átti þátt í að liðið tryggði sér fjórða sæti deildarinnar vorið 2005 og svo fór að Everton keypti leikmanninn um sumarið á aðeins tvær milljónir punda. Allir þekkja sögu Arteta eftir það en hann hélt áfram að blómstra í röðum Everton áður en hann gekk í raðir Arsenal fyrir síðasta tímabil þar sem hann er einn af máttarstólpum liðsins. Patrice Evra Monaco til Manchester United árið 2007 Verð: 5,5 milljónir punda Þó að Evra sé farinn að eldast var hann á hátindi ferils síns árið 2007 þegar Sir Alex Ferguson bankaði upp á. Evra kom úr sigursælu liði Monaco og greiddi United aðeins 5,5 milljón- ir punda fyrir hann. Evra þótti ekki byrja neitt sérstaklega vel með United og var honum skipt út í hálfleik í sínum fyrsta leik. Hann lét það ekki á sig fá og varð fljótlega einn allra besti vinstri bakvörður ensku úrvalsdeildarinnar. Frá árinu 2007 hefur hann spilað yfir 300 leiki með Manchester United og unnið fjölda titla. Luis Suarez Ajax til Liverpool árið 2011 Verð: 22,8 milljónir punda Það þarf hæfileikaríkan einstakling til að koma inn í Liverpool-liðið og fá stuðningsmenn til að gleyma leikmanni á borð við Fernando Torres. Luis Suarez hefur komið eins og stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina og er, að mörgum öðrum ólöstuðum, einn allra besti sóknarmaður deildarinnar. Liverpool-liðið væri væntanlega neðar í deildinni ef Suarez nyti ekki við. Brede Hangeland FC Kaupmannahöfn til Fulham árið 2008 Verð: 2,5 milljónir punda Norðmaðurinn stóri og stæðilegi er einn af máttarstólpum Fulham-liðsins og getur liðið illa verið án hans eins og sást þegar hann fór í þriggja leikja bann á dögunum. Norðmaðurinn er ógnandi í föstum leikatriðum og skorar reglulega þó hann hafi vissulega ekki verið á skotskónum upp á síðkastið. Nemanja Vidic Spartak Moskva til Manchester United árið 2007 Verð: 7 milljónir punda Sir Alex Ferguson ákvað að veðja á tiltölulega óþekktan Serba þegar hann vantaði miðvörð í lið sitt í ársbyrjun 2007. Nemanja Vidic var ekki stórt nafn í boltanum á þeim tíma en þrátt fyrir það greiddi United 7 milljónir punda fyrir leikmanninn. Vidic hefur á undanförnum árum verið einn allra besti miðvörður heims en undanfarin misseri hafa meiðsli þó sett strik í reikninginn. Hann er 31 árs í dag og mun án efa láta meira til sín taka á vellinum. Fleiri slæm félagaskipti í janúar Afonso Alves, Hereenveen til Middlesbrough, árið 2008 Georgios Samaras, Heerenveen til Manchester City, árið 2006 Fernando Morientes, Real Madrid til Liverpool, árið 2005 Jean-Alain Boumsong, Rangers til Newcastle, árið 2005 Scott Parker, Charlton til Chelsea, árið 2004Fleiri góð félagaskipti í janúar Gary Cahill, Bolton til Chelsea, árið 2012 Papiss Cisse, Freiburg til Newcastle, árið 2012 Younes Kaboul, Portsmouth til Tottenham, árið 2010 Matthew Etherington, West Ham til Stoke, árið 2009 Chris Samba, Hertha Berlin til Blackburn, árið 2007 Nikica Jelavic, Rangers til Everton, árið 2012

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.