Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 23
 „Þetta er afskap- lega einfalt mál“ „Það hefur ekkert komið til okkar“ Sigurður Líndal lagaprófessor segir Sigurþór Arnarsson eiga rétt á bótum. – DVGuðbjörg Jóhannesdóttir hjá Prestafélaginu þekkir ekki dæmi um andsetin börn. – DV Nammipólitík Spurningin „Ég held að þetta sé jákvætt og auki líkurnar á að börn fari reglulega til tannlæknis.“ Rakel Haraldsdóttir 23 nemi „Mér finnst ég ekki hafa nægar forsendur til að meta þetta.“ Jón Áskell Þorbjarnarson 19 ára nemi „Mér finnst það gott mál.“ Margrét Guðmundsdóttir 49 ára leikskólakennari „Ég er mjög ánægð með þetta. Löngu orðið tímabært!“ Unnur Tryggvadóttir Flóvenz 18 ára nemi „Mér skilst að við séum með verstu tannheilsu á Norður- löndunum, svo það er allavega meira vit í að niðurgreiða tann- lækningar en starfsemi græðara.“ Björg María Oddsdóttir 23 ára nemi Hvað finnst þér um að tannlækn- ingar barna verði niðurgreiddar til fulls? 1 Ásdís Halla græðir á Nuskin Sagði í sumar frá fjárhagslegum ávinn- ingi sem hún hafði af því að ganga til liðs við heilsuvöruframleiðandann. 2 „Það á bara að drepa mann lifandi“ Kúabóndi á Brúarreykjum ósáttur við að vera sviptur starfsleyfi. 3 Sýna skelfilegar afleiðingar metamfetamíns Deilt um forvarnagildi auglýsinganna sem birtar eru í Bandaríkjunum. 4 „Mikið langar hann nú að fara heim til sín“ Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir eiganda hunds. 5 „Vegna þessa er ég sorgmædd og hrædd“ Móðir langveiks barns áhyggjufull vegna stöðunnar á Landspítalanum. 6 Flögguðu íslenska fánanum hjá Jay Leno Of Monsters and Men spiluðu í spjallþætti Jay Leno. Mest lesið á DV.is F lestallar Evrópuþjóðir standa nú andspænis sama vanda- máli: Að hafa eytt um efni fram. Einkaframtakið hefur misst sýn á samfélagslega skyldu sína og opin- berir aðilar vanrækt sitt eftirlitshlut- verk. Þannig hafa þessar grunnstoðir fjarlægst upprunann og einu tengslin við móðurkartöfluna sýndarlýðræði á fjögurra ára fresti. Þá eru öllu lofað og innistæðan arfur komandi kyn- slóða. Sá arfur er víðast uppurinn. Ísland er líka í þessum sporum. Stjórnvöld umliðinna ára, stjórn- sýsla, fræðasamfélagið, fjölmiðlar og stærstu fjármagnseigendur spila á landsmenn eins og einnota verslun- armannahelgargítar. Okkur er sagt hvað við eigum að kaupa, hvernig við eigum að borga, hverju við eigum að trúa, hverju við eigum að una, hvenær við eigum að þegja og hvað við eigum að kjósa. Okkur er kerfis- bundið innprentað að öll dómgreind sé betri en okkar eigin og best að henni sé haldið í skefjum. Það er gert með múgsefjun. Birtingarmynd múgsefjunar er efnishyggja. Einir fá eitt ef aðrir fá annað. Þannig dreifa stjórnmála- menn nammipokum á öll landshorn, Vaðlaheiðarkaramellum fyrir norðan, Dýrafjarðarhlaupi fyrir vestan, Hörpubrjóstsykri í Reykjavík norður og sjúkrahúslakkrís í Reykjavík suður. Þessi múgsefjunarpólitík gengur út á að allir fái allt, alltaf, alls staðar. Misskilningurinn í þessu öllu er sá að enginn þessara nammipoka hef- ur neitt með velferð samfélagsins að gera. Þeir gætu átt rétt á sér í góðu árferði þar sem einkaframtakið legði sinn skerf til samfélagsins. Veigamik- ill hluti þess hefur hins vegar rænt samfélagið réttmætum arði sínum og komið honum í lóg annars staðar. Akurinn er þannig sviðinn og heimt- ur litlar. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til þings. Verður það undir merkjum stjórnmálahreyfingar sem heitir Dögun. Áðurnefnd nammipokapóli- tík verður klárlega ekki á mínu pall- borði. Ég lít á hana sem ógn við þá velferð sem við viljum þó halda. Augljóst dæmi er flótti heilbrigðis- starfsmanna af Landspítala sem ekki er vegna lélegra húsakynna heldur lélegra launa. Spyrjið þá bara sjálfa. Vernd velferðarkerfisins felst ekki í excel-skjölum. Hún felst í nýju gildis- mati. Starfsfólkið þarf að finna fyrir verðleikum og fjölbreytni í starfsvali sem og staðarvali. Og sé ætlunin að halda landinu í byggð er galið að stefna öllum á einn blett. Hér er því verk að vinna. Umræða 15Miðvikudagur 12. desember 2012 Kjallari Lýður Árnason „Okkur er kerfis­ bundið innprentað að öll dómgreind sé betri en okkar eigin og best að henni sé haldið í skefjum. „Feitt fólk fær lægri laun“ Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur segir mismunun vegna holdafars vera staðreynd. – DV S amfara bankahruninu haustið 2008 féll gengi íslensku krónunn- ar eins og steinn. Á skömmum tíma hækkaði verð á innfluttum vörum um fjórðung og verðbólgan fór í lok ársins í 18,6 prósent, yfir öll rauð strik. Höfuðstóll verðtryggðra íbúða- lána hækkaði að sama skapi og setti greiðslugetu heimilanna í uppnám. Ör- yggisleysi og vonleysi fylgdi í kjölfarið. Talað var um forsendubrest og skulda- fjötra heimilanna enda raskaði gengis- hrunið jafnvæginu milli skuldanna og greiðslugetunnar. Það var því ekki að ófyrirsynju að hagfræðingur við Háskóla Íslands, dr. Ásgeir Jónsson, var fenginn af ráð- herrahópi um skulda- og greiðslu- vanda heimilanna til þess kanna kosti þess og galla að setja þak á verðbætur verðtryggðra fasteignalána eða raun- vexti slíkra lána. Skýrslan var kynnt op- inberlega í gær, en hún varpar ljósi á hvað mögulegt er að gera í þessum efn- um og getur lagt grunninn að málefna- legri umræðu um leiðir til þess að bæta öryggi lántakenda. Úttektin bendir þó til þess að þak á raunvexti sé ekki raun- hæfur kostur. Trygging gegn óvæntri hækkun Öðru máli gegnir um þak á verð- bætur verðtryggðra lána. Sú leið virðist raunhæf. Með því að setja þak á verð- tryggingu íbúðalána er heimilum veitt ákveðið skjól fyrir áföllum í efnahagslíf- inu. Fari verðbólgan yfir tiltekin mörk, segjum 4 prósent, færist öll verðbólga umfram það á reikning lánveitandans sem tryggir þannig lántakandann gegn verðbólgunni. Gert er ráð fyrir að um slíka tryggingu gegn verðbólgu verði samið í frjálsum samningum. Útreikn- ingar skýrsluhöfunda benda til þess að árlegt tryggingargjald vegna 40 ára íbúðaláns með 4 prósenta verðbóta- þaki verði að samsvara 1,5 prósenta vaxtaálagi við núverandi aðstæður. Þetta gjald hækkar eða lækkar í takt við verðbólguvæntingar, en verðbólga nú er nálægt 5 prósentum. Þetta þak á verðbætur ætti einnig að vera lánveit- endum hagstætt þar sem líkur á van- skilum og neikvæðu eigin fé heimil- anna minnka til muna. Jafnvel má færa fyrir því rök að lán með verðbótaþaki ættu að njóta betri vaxtakjara en al- menn verðtryggð lán. Þetta má útskýra betur. Skýrslu- höfundur tekur dæmi af 20 milljóna króna láni Íbúðalánasjóðs til 40 ára með uppgreiðsluheimild sem nú ber 4,7 prósenta raunvexti. Á upphafsdegi lánsins væri mánaðarleg greiðslubyrði um 93.000 krónur. Ef sett væri þak á verðbætur lánsins eins og útskýrt var hér að framan og bætt við 1,5 prósenta tryggingargjaldi myndi mánaðarleg greiðsla verða um 113.000 krónur eða um 20 prósentum hærri en ella. Með- an verðbólgan væri undir 4 prósent- um yrði greiðslubyrði lánsins ríflega 20 prósentum hærri á hverjum tíma en af venjulegu verðtryggðu húsnæð- isláni. Færi verðbólgan hins vegar yfir þessi mörk myndi lántakandinn strax njóta verulegs ávinnings. Árið 2008 fór verðbólgan hæst í 18,6 prósent eins og áður segir og miðað við þær aðstæð- ur hefði lántakandinn í dæminu hér að framan sparað sér nærri 15 prósent af höfuðstóli lánsins þar sem ekki hefðu lagst á lánin neinar verðbætur umfram 4 prósent. Getur komið í stað vaxtabóta Annar áhugaverður kostur er rædd- ur í umræddri skýrslu. Hann er sá að stjórnvöld kaupi verðbótatryggingu fyrir tiltekna hópa lántakenda. Slíkt gæti komið fram sem stuðningur við þá sem eru að kaupa sér íbúð í fyrsta skipti, tekjulága eða aðra sem eiga aug- ljóslega í erfiðleikum með að mæta verðbólguskotum og aukinni greiðslu- byrði. Slíkt þak myndi tryggja eigið fé slíkra hópa sem bundið er í húsnæði. Skýrsluhöfundur telur að þessir hópar gætu fyrir vikið notið betri fyrirgreiðslu lánastofnana og jafnvel betri vaxtakjara og bendir á að markviss stuðningur af þessum toga við tiltekna hópa gæti að einhverju leyti leyst af hólmi núverandi vaxtabótakerfi. Það er ástæða fyrir stjórnvöld að skoða betur þennan kost sem hér hef- ur verið ræddur. Þetta gæti verið liður í því að auka fjárhagslegt öryggi heim- ilanna gegn óstöðugleika á borð við þann sem fylgt hefur gjaldmiðli okkar og fylgir honum enn. „Öðru máli gegnir um þak á verðbæt- ur verðtryggðra lána. Sú leið virðist raunhæf Nýjar varnir fyrir heimilin Kjallari Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.