Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 16
4 Bækur 12. desember 2012 Miðvikudagur Stórvirki um Jón É g táraðist tvisvar við lesturinn á fyrstu fimmtíu blaðsíðunum í nýrri ævisögu um rithöfund- inn Jón Sveinsson, höfund barnabókanna um Nonna. Lýsingarnar í bókinni á dauða þriggja systkina Jóns, úr barnaveiki með þriggja mánaða millibili síðla árs 1859, eru svo tragískar að ég komst við – meira að segja þegar ég las þær aftur upphátt fyrir spúsu mína og þurfti að gera örstutt hlé á lestrinum. Jón var fæddur árið 1857, sonur amtmannsskrifarans á Möðruvöllum, Sveins Þórarinssonar. Sveinn var ritfær maður og hélt dag- bók þar sem hann lýsti líðan sinni þegar þessir hörmungar atburðir dundu yfir í lífi hans og styðst höf- undur ævisögunnar, Gunnar F. Guðmundsson, meðal annars við þessar dagbækur í bókinni. Eitt af börnum Sveins, stúlkan Ármann- ía, dó skömmu eftir að hafa komið í heiminn þetta dapurlega haust í lífi fjölskyldu Sveins, þá var einung- is liðin vika frá því að eldri börnin hans tvö voru jarðsett: „Hún var hið fríðasta og efnilegasta ungbarn er eg hefi séð, og hafði eg þegar gjört mér von um að hún mundi verða mér til huggunar eptir missi hinna eldri barna minna, hinn sami eingla svip- ur hvíldi yfir henni framliðinni …“ skrifaði Sveinn í dagbók sína. Þetta sama haust missti amtmað- urinn á Möðruvöllum, Pétur Haf- stein, son sinn úr barnaveikinni og hafði þá misst tvö af börnum sínum. Sorgin setti mark sitt á heimilishaldið á Möðruvöllum: Sveinn drekkti sorg- um sínum í víni, kona hans Sigríður lagðist í rúmið og amtmaðurinn „varð nær vitstola“. Þetta haust var Jón Sveinsson einungis tveggja ára gamall og var þá þegar búinn að missa þrjú af systkinum sínum – fimm af börnum þeirra Sveins og Sigríðar áttu eftir að komast á legg. Eftir þetta haust átti Pétur amtmaður alltaf erfitt með að umgangast Jón af því að hann minnti hann svo á son sinn sem hafði dáið frá honum, líkt og fjallað er í um ævisögu Guð- jóns Friðrikssonar sagnfræðings um Hannes Hafstein – meira að segja eftir að Hannes fæddist árið 1861 og þeir Jón fóru að leika sér saman átti Pétur erfitt með að umgangast Jón. Tragík, ógæfa, brottför Fyrstu hundrað síðurnar af magnaðri bók Gunnars um ævi rithöfundar- ins, Nonni – Pater Jón Sveinsson, eru markaðar af þessari tragísku fjöl- skyldusögu Jóns. Barnadauðinn, fá- tæktin, flutningur fjölskyldunnar til Akureyrar eftir áratugalanga þjón- ustu við amtmanninn í kjölfar mis- sættis, hark Sveins föður Jóns í bæn- um, gjaldþrot og andlát Sveins árið 1869 þegar hann var einungis 48 ára gamall, gera það að verkum að frásögnin á þessum síðum er afar dramatísk. Jón var einungis tólf ára þegar hann missti föður sinn og móðir hans stóð eftir ein og eignalaus með fjögur börn á aldrinum eins og upp í fimmtán ára. Móðir þeirra gat ekki alið önn fyrir börnunum og þurfti því að koma þeim til ættingja eða vandalausra: Jón fékk boð frá frönsk- um greifa um að setjast á skólabekk í Frakklandi og gerast jesúíti. Jón átti ekki margra kosta völ og yfirgaf því móður sína. Gunnar segir að þessi viðskilnað- ur Jóns við móður sína hafi sett mark sitt á sál hans fyrir lífstíð og að hann hafi lifað „alla sína ævi í heimi minn- inganna sem 12 ára drengur heima á Íslandi í öruggu skjóli móður sinnar“. Jón skrifaði svo um þessar minn- ingar og skáldaði út frá þeim í bókum sínum um Nonna. Gunnar segir að eitt helsta markmið bókarinnar sé að svara þeirri spurningu sem Hall- dór Laxness setti fram hvort „innra- líf“ Jóns hefði dáið þann dag sem móðir hans sendi hann frá sér áleiðis til Frakklands. Þau hittust aldrei aftur eftir þennan dag þó svo að þau hafi haldið nánu sambandi með bréfa- skiptum. „Óskaði þess að ég mætti deyja“ Á þessum tíma horfði Jesúíta- reglan til þess að snúa þyrfti íbúum Skandinavíu til kaþólskrar trúar með trúboði og átti Jón að gegna því hlut- verki á Íslandi. Þetta var erfitt verk þar sem aðeins ein kaþólsk fjölskylda var á Íslandi á þessum tíma og Gunn- ar talar um að talið hafi verið erfiðara að snúa Íslendingum til kaþólsku en öðrum þjóðum Evrópu. Jón hóf nám í skóla jesúíta, Skóla forsjónar- innar, í Amiens í Norður-Frakklandi, þar sem honum leið vel. Bróðir Jóns, Manni, kom svo einnig í skólann nokkrum árum síðar, 1873, og voru bræðurnir því sameinaðir á ný. Móð- ir þeirra fluttist hins vegar til Kanada, allslaus og eftir að komið börnum sínum fyrir hjá öðrum, árið 1876. Jón hafði það að markmiði sínu sem drengur og ungur maður að snúa aftur til Íslands að námi loknu og snúa Íslendingum til kaþólsku að loknu námi sínu í Frakklandi, Belgíu, Hollandi að lokum Englandi þar sem hann vígðist til prests. Hann gerð- ist hins vegar kennari við kaþólskan skóla í Ordrup í Danmörku og kenndi þar til ársins 1912. Ekkert varð af trú- boðinu á Íslandi. Í Danmörku, sam- hliða kennslunni, fór Jón hins vegar í trúboðsferðir um Sjáland á reiðhjóli og gekk þá nokkuð nærri sjálfum sér – Jón var þeirrar náttúru gæddur að hann gat ekki sagt nei þegar hann var beðinn um eitthvað og þetta nýttu yfir boðarar hans sér. Danmerkurár Jóns voru ekki góð- ur tími fyrir hann þar sem honum fannst á sér troðið, honum gafst ekki tími til að sinna köllun sinni, ritstörf- unum, vegna anna og fannst hann ekki metinn að verðleikum. Manni bróðir hans dó í Louvain í Belgíu árið 1885 og fékk Jón ekki leyfi frá yfir- mönnum sínum í Louvain til að vera við dánarbeð hans og lagðist þetta þungt á hann. Þegar Jón var orðinn gamall maður sagði hann eftir- farandi orð um Danmerkurárin: „Í meira en þrjátíu ár fannst mér stöð- ugt eins og ég hefði verið grafinn lif- andi og óskaði þess oft að ég mætti deyja“. Stífur aginn í kennslunni í kaþólska skólanum hentaði Jóni ekki og honum fannst meðkennarar sínir líta niður á sig af því hann var mennt- aður í Frakklandi en ekki í Þýska- landi eins og þeir flestir. Þá átti hann í tungumálaerfiðleikum til að byrja með – töluð var þýska í skólanum en hann hafði aldrei búið á þýskumæl- andi svæði. Eitt af einkennum Jóns, líkt og Gunnar rekur, var að hann var eiginlega móðurmálslaus mað- ur: Hann flutti svo snemma frá Ís- landi og talaði svo litla íslensku að hann glataði færni sinni í málinu – franskan var eiginlega hans móður- mál en samt auðvitað ekki bókstaf- lega því hann lærði hana tólf ára. Þá virðist Jón hafa verið þjakaður af minnimáttarkennd í garð annarra lærðra manna Í Ordrup og ekki fund- ist sem hann ætti mikla samleið með þeim. Jón var einnig gleðimaður og fannst gaman að spila á harmonikku og bregða á leik – í bókinni greinir Gunnar frá sögusögnum þess efnis að Jón hafi á Ordrup-árunum slegist í hóp fjöllistamanna um tíma og sýnt með þeim „töfrabrögð og aðr- ar kúnstir“ en ekki eru til staðfestar heimildir um þetta. Ljóst er hins vegar að Jóni leið ekki vel í Jesúíta- reglunni og sagði móður sinni með annars að hann hefði „tapað öllu fjöri og ungdómskrafti“. „Lífshugsjón mín“ Móðir Jóns dó árið 1905, þegar hann var tæplega fimmtugur, og byrj- aði hann fljótlega að skrifa fyrstu Nonnabókina eftir það. Gunnar segir að hann hafi með bókinni vilj- að skrifa sig frá sorginni og breyta söknuði sínum í fallegar minn- ingar um móður sína „og landið fagra í norðri“. Hann vildi helga líf sitt ritstörfum og gerði það að stóru leyti eftir að hann hætti að kenna í Ordrup. Eitt af því sem er haft eftir Jóni í bókinni er eftirfarandi setn- ing: „Lífshugsjón mín: Að skrifa.“ Jón byrjaði seint að skrifa skáld- skapinn sem hann varð þekktur fyrir vegna þess að störf hans fyrir Jesúítaregluna íþyngdu honum fram eftir ævi. Í bók Gunnars er ýmislegt sem bendir til að Jón hafi ekki verið guðsmaður af heil- um hug í þeim skilningi að þegar hann kenndi og hélt fyrirlestra vildi hann frekar segja sögur en að tala um guðsorð: Jón var sögumaður og sennilega meiri gleðimaður en hann þorði að vera á yfirborðinu – honum fannst gott að bergja hóf- lega á góðu rauðvíni og spila á nikk- una sína – en starf hans hefti hann og barnslega og einlæga sköpunar- gáfu hans. Jón ferðaðist um og flutti fyrir- lestra eftir að hann byrjaði að gefa út Nonnabækurnar. Hann varð þekktur á alþjóðavettvangi og seldi mikið af bókum. Gunnar telur of- sögum sagt að segja að bækur Jóns hafi selst í milljónum eintaka á al- þjóðvettvangi en telur að salan hafi hlaupið á hundruðum þúsunda. Jón kynnti bækur sínar víða um lönd, fór umhverfis jörðina á árun- um 1937 og 1938, og stoppaði með- al annars í Bandaríkjunum í vestri og Japan og Kína í austri. Í Japan var Jóni hampað sem einhvers konar arftaka H.C. Andersen og kom hann víða fram – um 3.000 manns komu til hafnar í borginni Kobe til að kveðja hann þegar hann fór frá landinu. Á þessum tíma var Jón þekktasti íslenski rithöfundur sam- tímans á alþjóðvettvangi en þetta átti eftir að breytast með velgengni Halldórs Laxness og Nóbelsverð- launum hans röskum áratug síðar. Andlát í byrgi Síðustu æviár Jóns eru nokkuð tragísk, líkt eins og bernska hans hafði verið, en þó á grátbroslegri hátt. Jón var búsetur á prestaheimili fyrir jesúíta í Valkenburg í Hollandi þegar þýski herinn gerði innrás í landið og hertók það í maí 1940 eftir að seinni heimsstyrjöldin var skollin á. Þá var Jón orðinn 83 ára gamall og orðinn lúinn og slitinn. Af Jóni er sögð sú saga í bók- inni að þegar þýski herinn nálgaðist prestaheimilið eftir innrásina hafi hann opnað gluggann á herberginu sínu og byrjað að spila franska þjóð- sönginn á harmonikkuna sína. Þjóðverjarnir munu hafa svarað nikkuspili Jóns með því að hefja vélbyssuskothríð á húsið. Gunnar segir reyndar að ólíklegt sé að har- monikkuleikurinn hafi verið ögrun heldur hafi líklega verið um tilvilj- un að ræða. Þýsku hermennirn- ir komu sér fyrir á prestaheimilinu, negldu svartan pappír fyrir glugg- ana á heimilinu, meðal annars í her- bergi Jóns, og fluttu belgíska stríðs- fanga í garðinn við húsið og girtu hann af. Jón mun hafa blandað geði við fangana. Þá var Jón móðgaður yfir því að þurfa að slökkva ljósið í herbergi sínu klukkan tíu á kvöldin að skipun þýska innrásarliðsins. Jón var því nánast eins og fangi á presta- heimilinu undir það síðasta, ófrjáls öldungur í skugga styrjaldarinnar. Um sumarið 1942 voru Jón og jesúítarnir fluttir nauðungarflutn- ingum yfir landamærin til Aachen í Þýskalandi. Þeir höfðu gagn- rýnt meðferð nasista á Gyðingum í landinu og það líkaði innrásarhern- um ekki. Þeim var þess í stað komið upp á kaþólsku kirkjuna í Þýskalandi. Heilsa Jóns var orðin slæm þegar þetta gerðist og var hann fluttur á spítala í Aachen þar sem hann fékk kransæðastíflu og var ekki hugað líf. Spítalinn var svo lagður í rúst í loft- árás og tóku við hrakningar þar sem Jón var fluttur í klaustur, á annað sjúkrahús og loks á kaþólskan spít- ala í Köln. Vegna loftárása Banda- manna á Köln um haustið 1944 var Jóni komið fyrir í neðanjarðarbyrgi í borginni sem hristist og skalf út af sprengjuregninu; rúm Jóns „bærðist til og frá“ í veltingnum. Ein af síðustu setningunum sem Jón á að hafa sagt áður en hann dó var: „Er ég kominn um borð í skip?“. Stórvirki Þessi ævisaga Gunnars F. Guð- mundssonar um Jón Sveinsson er stórvirki. Hún er fróðleg, skemmti- leg aflestrar, ítarleg, vönduð og lýsir áhugaverðu lífshlaupi eins af þekkt- ari rithöfundum Íslands á alþjóð- vettvangi: Ég gat ekki lagt bókina frá mér, svo góð er hún. Þá er hún líka viss aldarspegill á íslenskt sam félag um miðbik nítjándu aldarinnar, allt þar til Jón kveður móður sína og heldur til Frakklands, 1870. Gunnari tekst það ætlunarverk sitt að bregða upp mynd af „innralífi“ Jóns sem var alla tíð eins og stórt barn, ein- lægur og óöruggur með fallega sál og sennilega á rangri hillu í Jesúíta- reglunni – hann fann sig þó á miðj- um aldri. Á bak við bókina liggur þrot- laus heimildavinna. Stuðst er við óprentaðar heimildir úr skjalasöfn- um á Íslandi, Danmörku, Þýskalandi og Ítalíu auk prentaðra heimilda – bóka, greina, vefsíðna – á mörgum tungumálum. Í eftirmála bókarinnar kemur líka fram í máli Gunnars að hann hefur unnið að bókinni síð- an árið 2006. Á umfangi hennar og gæðum sést að hann hefur lagt mik- ið í verkið og vandað sig. Þá hef- ur forlagið Opna einnig lagt mikið í bókina og er hún eigulegur grip- ur: Pappír góður og umbrot fallegt. Fjöldi ljósmynda er í henni og er notuð sú aðferð að dreifa myndun- um um alla bókina frekar en að vera með margrar, sérstakar myndasíður í röð. Þannig verða myndirnar hluti af ævisögunni sem er sögð í bókinni. Einn lesandi um sextugt, sem byrj- aður er á bókinni, benti reyndar á að letrið í henni væri of smátt fyrir fólk á hans aldri en líklega mun þetta ekki plaga þá sem yngri eru – sjálfur tók ég ekki eftir þessu. Bók Gunnars stenst saman- burð við margar af eftirminni- legri ævisögum sem hafa komið út hér á landi síðastliðinn áratug. Meðal annars bók Halldórs Guð- mundssonar um Laxness, ævisögu Guðjóns Friðrikssonar um Hann- es Hafstein og verk Þórunnar Erlu- Valdimarsdóttur um Matt- hías Jochumsson – ég skyldi aldrei hvernig sú bók gat ekki fengið Ís- lensku bókmenntaverðlaunin. Bók Gunnars er ein af fáum „stóru“ ævisögunum – kannski sú eina – í anda áðurnefndra bóka sem kem- ur út um þessi jól. Að mínu mati er þetta bók ársins. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Bækur „Að mínu mati er þetta bók ársins Sex ára vinna Á bak við bók Gunnars liggur sex ára vinna og sjást þess merki á gæðum verksins. Hann sést hér á vinnustað sínum, Bókasafni kaþólska safnaðarins við Hofsvallagötu í Reykjavík. Mynd SigTryggur Ari Nonni – Pater Jón Sveinsson Höfundur: Gunnar F. Guðmundsson Útgefandi: Opna 526 blaðsíður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.