Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 12. desember 2012 Miðvikudagur Vilja betri lýsingu á Austurvöll n Lýsing lykilatriði í öryggi þingmanna G óð lýsing á Austurvelli og á svæðinu frá Aðalstræti að þinghúsinu er eitt mikilvæg­ asta atriðið í því að tryggja öryggi þingmanna í för sinni til og frá þinghúsinu. Þetta kemur fram í svari Ástu Ragnheiðar Jóhannes­ dóttur, forseta Alþingis, við fyrir­ spurn Vigdísar Hauksdóttur, þing­ konu Framsóknarflokksins. Vigdís spurði hvort úttekt hefði verið gerð á öryggismálum er snúa að ferðum alþingismanna til og frá skrifstof­ um sínum í þinghúsið. „Öryggismál Alþingis eru í sí­ felldri athugun hjá skrifstofu þingsins, þar á meðal þeir þættir er snúa að ferðum alþingismanna til og frá skrifstofum sínum í þing­ húsið,“ sagði Ásta Ragnheiður meðal annars í svari sínu við fyrir­ spurninni. Í svarinu kemur fram að lýsingin snúist ekki eingöngu um að alþingismennirnir sjái vel hvað sé að gerast á því svæði sem þeir ætla að ganga yfir heldur líka fyrir öryggismyndavélar þings­ ins. Lýsingin á svæðinu er þó ekki á ábyrgð þingsins heldur Reykja­ víkurborgar. Í svarinu segir Ásta Ragnheiður að ekki hafi tekist að fá Reykja­ víkurborg til að bæta úr lýsingunni við Austurvöll þrátt fyrir að þrýst hafi verið á það. „Fundir, sem for­ seti og starfsmenn hafa haldið með fulltrúum Reykjavíkurborgar til að þrýsta á um viðunandi lýsingu á Austurvelli og í nágrenni Austur­ vallar, hafa ekki borið árangur enn sem komið er,“ segir hún. n adalsteinn@dv.is S téttarfélagið VR hefur áhuga á að eignast eignir hjúkr­ unarheimilisins Eirar, sem stendur frammi fyrir rekstrar­ erfiðleikum um þessar mund­ ir, samkvæmt heimildum DV. VR er einn af stofnaðilum sjálfseignarstofn­ unarinnar sem rekur Eir en félagið var stofnað árið 1990. Í síðasta mánuði var greint frá því í fjölmiðlum að Eir væri tæknilega gjaldþrota vegna mik­ illar skuldsetningar félagsins og hefur verið unnið að því síðan að koma lagi á reksturinn og tryggja framtíð hjúkr­ unarheimilisins. Eir skuldar átta millj­ arða króna og tapaði rúmum sex­ hundruð milljónum í fyrra. VR er einn af óbeinum kröf­ uhöfum Eirar í gegnum verðbréfa­ fyrirtækið Virðingu og Lífeyrissjóð verslunarmanna. Lífeyrissjóður verslunarmanna á tæplega tíu pró­ senta hlut í Virðingu og er stærsti hluthafinn á eftir framkvæmdastjóra Virðingar, Friðjóni Rúnari Sigurðs­ syni. Aðrir eigendur Virðingar eru líf­ eyrissjóðir eins og Sameinaði lífeyris­ sjóðurinn, Stafir og Lífeyrissjóður verkfræðinga. Virðing lánaði Eir þrjá milljarða króna árið 2010 og kom um milljarður af því frá VR. Lífeyrissjóður verslunarmanna er því í ágætri samn­ ingsstöðu gagnvart Eir. Rætt í stjórn VR DV hefur heimildir fyrir því að mál­ efni Eirar hafi verið rædd innan stjórnar VR. Þær heimildir herma að formaður VR, Stefán Einar Stefáns­ son, hafi sagt við aðra stjórnarmenn að hann skyldi sjá um málefni VR fyrir hönd VR. Stéttarfélagið á veru­ legra hagsmuna að gæta í Eirarmál­ inu í gegnum Lífeyrissjóð verslun­ armanna. Erfitt gæti reynst að finna lausn á Eirarmálinu án aðkomu eða stuðnings Lífeyrissjóðs verslunar­ manna vegna þeirra hagmuna sem þessi aðili á að gæta í málinu. VR hefur hingað til haft nokkra að­ komu að þeirri umræðu um Eir sem upp hefur komið um hjúkrunarheim­ ilið. Meðal annars boðaði Stefán Einar helstu stjórnendur Eirar á fund í húsakynnum VR í Kringlunni þann 22. nóvember síðastliðinn þar sem rætt var um framtíð félagsins. Í sam­ tali við RÚV sagði Stefán Einar um málið að hann vildi skapa samstöðu um að nýtt 37 manna fulltrúaráð hjá Eir yrði skipað og í kjölfarið ný stjórn. Hafa fengið fyrirspurnir um Eir Helgi Jóhannesson, lögmaður á Lex sem vinnur að því að tryggja rekstrar­ grundvöll Eirar ásamt stjórnendum hjúkrunarheimilisins og KPMG, segir að fátt nýtt sé að frétta af málefnum Eirar. Hann segir að nokkrir aðilar hafi haft samband varðandi möguleg kaup á eignum félagsins. „Við höfum verið að vinna að lausnum á rekstrar­ vandanum og það gengur þannig séð ágætlega þó við séum ekki tilbún­ ir með neinar lausnir sem við get­ um greint frá á þessari stundu. […] Það hafa einhverjir aðilar komið að máli við okkur og spurt um hvað mál­ ið snýst. En þegar menn sjá að það fylgir eignunum kvöð við íbúðaréttar­ hafana þá er nú ekki alveg auðvelt að finna kaupanda,“ segir Helgi. Helgi segist ekki kannast við þenn­ an áhuga VR á eignum Eirar. „Ég hef ekki heyrt það. Virðing er einn af veð­ höfunum og þeir koma fram fyrir hönd nokkurra lífeyrissjóða, meðal annars VR. En það er ekki þannig að VR hafi komið til okkar og beðið um að fá að kaupa þetta. Það er mikilvægt að því sé til haga haldið að þessir tveir aðilar, spekúlantar á fasteignamark­ aða, hafa komið til okkar en við erum ekki að vinna með neina lausn frá VR á málefnum Eirar.“ DV hefur hins vegar traustar heim­ ildir fyrir því að þessi áhugi á Eir sé fyrir hendi hjá VR. n VR áhugasamt um EIR n Formaður VR hefur sagt stjórninni að hann sjái um málefni Eirar„Virðing er einn af veðhöfunum og þeir koma fram fyrir hönd nokkurra lífeyrissjóða, meðal annars VR. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Hefur haft sig í frammi Stefán Einar Stef- ánsson, formaður VR, hefur tjáð sig nokkuð um Eir í fjölmiðlum. Hann hefur sagt stjórn VR að hann muni sjá um Eirarmálið fyrir hönd VR. Óvissa um framtíð Eirar Óvissa ríkir um framtíð hjúkrunarheimilisins Eirar eftir fram- kvæmdastjóratíð Sigurðar Helga Guðmunds- sonar. VR er áhugasamt um eignir félagsins. Rannsókn lýkur senn „Þetta er í vinnslu en þessu kemur til með að ljúka fljótlega,“ segir Ómar Smári Ármannsson að­ stoðaryfirlögregluþjónn aðspurð­ ur um stöðu rannsóknar á kyn­ þáttaníðsmálinu sem kom upp í Smáralind í síðustu viku. Þar veitt­ ist miðaldra hvítur karlmaður með kynþáttaníði gegn ungmennum af asískum uppruna og vakti atvikið vakti mikla athygli. Þar sagði mað­ urinn meðal annars: „Þið eruð öll sama draslið maður“ og reyndi að espa ungmennin til slagsmála. Í hegðun hans og framkomu birt­ ust skýrir fordómar. Ómar Smári segir rannsókn málsins vera á lokametrunum. „Við gefum ekkert upp, en þetta er í vinnslu og við stefnum á að ljúka því fljótlega,“ segir hann aðspurður hvort búið sé að yfirheyra manninn. Kári dæmdur til greiðslu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagrein­ ingar, þarf að greiða rafverktak­ anum Elmax 1,1 milljón króna samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll á mánudag. Málavextir eru þeir að Kári fól Elmax að athuga hvort allar lagna­ leiðir fyrir rafmagn væru opnar og óskemmdar í nýbyggingu við Fagraþing 5 í Kópavogi í fyrra. Þegar verkinu var lokið gaf Elmax út tvo reikninga vegna vinnunnar og mótmælti Kári þeim því honum fannst Elmax rukka of mikið fyrir vinnuna. Kári hafði látið mats­ tækni leggja mat á vinnuna sem starfsmenn Elmax unnu og var niðurstaða þess mats að heildar­ kostnaður vinnunnar væri 310 þúsund krónur, sem Kári greiddi Elmax í apríl á þessu ári, og taldi hann það vera fullnaðargreiðslu fyrir vinnunna. Féllst Elmax ekki á þetta og stefndi því Kára. Kára var einnig gert að greiða fjögur hund­ ruð þúsund krónur í málskostnað. Alþingi Alþingismenn þurfa að ganga yfir Austurvöll til að komast af skrifstofum sínum inn í þinghúsið. Mynd SigtRygguR ARi Áhugi á Eir Hjúkrunarheimilið hefur verið í umræðunni að undanförnu vegna fjárhagserfiðleika. VR hefur áhuga á að eignast eigur þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.