Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 12. desember 2012 Miðvikudagur n United Reykjavík stofnar áfangaheimili n Úrræði skortir eftir meðferð Á Íslandi er að finna eina bestu meðferð í heimi við áfengis- og vímuefnafíkn en hún er lítils virði fyrir marga því það er svo margt fólk sem er heimilislaust þegar það kemur út og fer þá aftur í sama farið. Það vantar úrræði fyrir þetta fólk og við ákváðum að stíga skrefið, segir Ólaf- ur Ólafsson sem ásamt Elínu Örnu Arnardóttur Hannam, undir merkj- um hópsins United Reykjavík, vinna nú hörðum höndum að því að koma í stand húsi að Héðinsgötu 10. Ætl- unin er að reka þar áfangaheimili þar sem þau koma til með að hjálpa fíklum að komast aftur út í lífið. Mannlegi þátturinn Þau þekkja áfengisfíkn af eigin raun og segja tilgang þess að opna áfanga- heimilið vera að veita öðrum hjálp til að öðlast líf líkt og þau fengu sjálf. Fyrir þremur árum fékk Ólafur hjálp eftir að hafa verið í mikilli og harðri neyslu í 10 ár í Svíþjóð. „Þetta hefur síðan þá verið mitt hjartans mál. Við vitum hversu erfitt það var að reisa okkur sjálf við og eftir að það tókst höfum við reynt að hjálpa öðrum að öðlast það sama og við fengum. Við teljum okkur vita hvernig hægt sé að grípa inn í og teljum við fyrst og fremst mannlega og andlega þáttinn mikilvægan ásamt virðingu, kær- leika og að elska.“ Þau Elín Arna og Ólafur hafa starfað undanfarið ár undir merkj- um United Reykjavík sem hefur meðal annars verið með súpugjöf í miðbænum einu sinni í viku og þau segjast hafa hjálpað fólki á ýmsa vegu að komast út í lífið á ný. Ólafur segir þau hafa séð hversu viðamik- ið vandamál það var að fólk kæmi úr meðferð og leitaði beint aftur í sama far vegna þess hversu fá úrræði væru í boði. Aðstoða fólk „Við erum búin að aðstoða fólk í eitt ár og höfum hjálpað því að finna hús- næði þegar það kemur úr meðferð. Við höfum verið með fólk á heimilinu hjá okkur og verið með fólk í niður- tröppun því það er bara að deyja. Það kemst ekki í meðferð því það er svo löng bið. Svo hrynur fólk bara niður og við getum ekki horft á þetta leng- ur. Fyrst og fremst þráum við að sjá þetta fólk vakna til lífsins. Þetta er al- veg hrikalegt ástand og í raun miklu verra en nokkur vill gera sér grein fyrir. Við horfum upp á okkar vini og kunningja falla fyrir þessu í hverri ein- ustu viku. Þetta er bara ömurlegt. Og það þarf oft ekki einu sinni áfengi eða fíkniefni til enda er kvíði og ótti svo al- gengur í íslensku samfélagi. Við erum með samverustundir alla mánudaga að Háteigsvegi 7 í Reykjavík og þar koma milli 170–200 manns, alls staðar að og á öllum aldri sem sýnir vel þörf- ina. Það kostar hundruð þúsunda að senda mann eða konu inn á Vog eða í aðra meðferð. Síðan kemur fyrir að sú manneskja kemur út og er dottin í það eftir 2–3 daga. Þetta er eitthvað sem má ekki tala um. Við erum með árangur í þessum málum sem er al- gjörlega í lágmarki miðað við fyrri tíð og þar er ekki meðferðinni um að kenna heldur því sem tekur við þegar fólk kemur út. Við vorum með einn besta árangur sem þekktist í heimin- um fyrir nokkrum árum. Það vantar þessa eftirfylgni, að hjálpa fólki út í líf- ið á ný. Í dag eru mörg frábær úrræði í gangi eins og Neyðarskýlið, Smáhýs- in í Ör fisey og áfangaheimili sem eru rekin af Samhjálp og SÁÁ en hópurinn er stór og ólíkur, biðlistar eru langir en málefnið er dauðans alvara. Betur má ef duga skal,“ segir Ólafur. Húsið keypt fyrir starfið Þessa dagana vinna þau hörðum höndum að því ásamt hópi sjálfboða- liða að koma húsinu í lag en það er um 1.100 fermetrar og stendur eins og áður sagði við Héðinsgötu í Reykja- vík. „Það var hjartahlýr maður sem lætur sig þessi málefni varða sem keypti húsið. Það er líknarfélag sem heitir Spörvar sem síðan mun sjá um reksturinn. Við þiggjum málningu og bara allt sem við getum fengið enda nóg sem þarf að gera. Hér kemur fjöldi fólks að vinna án þess að þiggja greiðslu fyrir. Við höfum gaman af því að gera þetta alveg frá grunni, en þurf- um hjálp og stuðning bæði í vinnu og fjármagni. Við höfum ekki farið fram á neina styrki frá ríki eða borg hingað til og höfum algjörlega verið að gera þetta af hugsjón,“ segir Ólafur. Ekki geymslustaður Þau segja vera pláss fyrir um 45 manns í húsinu þegar það verður tilbúið. Einnig verður rekið kaffihús í kjallara hússins. „Þegar við fáum leyfi verðum við með 20 manns til að byrja með sem fjölgar svo í 41 en við erum með pláss fyrir 45. Staðsetningin er frá- bær, við erum beint á móti AA-húsinu. Síðan eigum við leirkeraverksmiðju líka. Þetta er ekki áfangaheimili sem er einhver geymslustaður heldur kemur fólk til með að vinna eftir prógrammi hérna. Og við hjálpum því að komast út á vinnumarkaðinn. Margir eru á ör- orku og viljum við hjálpa fólki skref fyrir skref. Við erum að hjálpa fólki að komast út á vinnumarkað eða í skóla og er leirkeraverksmiðjan einn hluti þess að virkja fólk. Síðan munum við vera í samstarfi við Vinnumálastofnun og Félagsmálastofnun og aðrar stofn- anir og félagasamtök,“ segir Ólafur en þessa dagana bíða þau eftir heimild til starfseminnar. Horfa lengra Þau segjast gera þetta af hugsjón og að það sé þeim mikilvægt að hjálpa fólki. Ráðgjafar muni starfa í húsinu og hjálpa þeim sem þar búa. „Þú verður að hafa þetta í hjarta þínu að vilja sjá einstaklinginn ná bata. Við verðum með ráðgjafa líka inni í húsinu, bæði lærða og aðra. Þetta heitir bara að styðja annan alkóhólista. Þegar ég sé útigangsmann niðri í bæ þá sé ég ekki skítugu fötin, slagsmálin og allt það. Maður verður að horfa lengra. Þetta er manneskja eins og ég og þú; af holdi og blóði, með tilfinningar, væntingar, vonir og þrár en hún er komin á þenn- an stað. Það er hægt að snúa þessu við og það þekkjum við sjálf.“ n Magnús enn ákærður Hæstiréttur ákvað á mánudag að ákæra gegn Magnúsi Guðmunds- syni, fyrrverandi forstjóra Kaup- þings í Lúxemborg, í Al Thani- málinu sé gild. Ákæran verður því tekin til efnislegrar meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur ásamt öðrum kærum í málinu. Héraðs- dómur hafði áður vísað ákærunni frá. Héraðsdómur taldi ákæru sér- staks saksóknara óskýra og van- reifaða og því ekki annað hægt að mati dómsins en vísa henni frá. Ríkinu var auk þess gert að greiða honum níu milljónir króna í málskostnað. Magnús er ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Ólafi Ólafssyni ákærður í Al Thani-málinu svo- kallaða sem snýr að markaðs- misnotkun og umboðssvikum. Ásmundur og Páll ósammála um VG „Þá vitum við það: Heimssýn styður alla stjórnmálaflokka jafnt og gerir ekki upp á milli þeirra. Ætli Heimssýn komi til greina til friðarverðlauna Nóbels á næsta ári?“ skrifaði Páll Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Heimssýnar á bloggsíðu samtakanna á mánu- dag. Ljóst er að sjónarmið for- manns Heimssýnar og fram- kvæmdastjóra hennar fara ekki saman, en í dag sagði Ásmundur Einar Daðason, formaður Heims- sýnar: „Heimssýn hefur og mun aldrei hafa það að markmiði að berjast gegn ákveðnum stjórn- málaflokkum.“ Þar með svaraði Ásmundur fyrir stutt blogg sem Páll birti á heimasíðu Heimssýn- ar á laugardag þar sem Páll sagði að markmið Heimssýnar væri að koma fylgi Vinstri-grænna niður fyrir fimm prósent. Á hálfan millj- arð í Vodafone Félagið Úrsus ehf., sem er í eigu Heiðars Más Guðjónssonar fjár- festis, á tæplega 15,9 milljónir hluta í Fjarskiptum, rekstraraðila Vodafone á Íslandi. Þetta jafn- gildir 4,7 prósenta hlut í félaginu. Þetta er þriðji stærsti hluturinn í Fjarskiptum, en listi yfir 20 helstu hluthafana var birtur var á mánu- dag í kjölfar hlutafjárútboðs fyr- ir skráningu þess á hlutabréfa- markað. Úrsus er eina félagið sem er í eigu einstaklings á téðum lista en stærsti hluthafi Fjarskipta er Framtakssjóður Íslands með 19,7 prósenta hlut og svo Lífeyrissjóður verslunarmanna sem á rúmlega 12 prósenta hlut. Félagið Arctica Finance hf. á litlu minna en félag Heiðars Más eða 15,6 milljónir hluta, jafnvirði um 4,7 prósenta. „Þetta er alveg hrikalegt ástand“ Unnið hörðum höndum Þau Ólafur og Elín Arna vinna hörðum höndum að því að breyta húsnæði í áfangaheimili. Þau þekkja bæði baráttuna við fíknina og vilja hjálpa öðrum fíklum að öðlast betra líf. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Fengu synjun Áður hefur verið reynt að reisa áfangaheimili í húsinu. DV sagði frá því í október í fyrra að Þór Ölversson, sem áður hét Þórhallur Ölver Gunnlaugsson stundum kallaður Vatnsber- inn, ræki eins konar gistiheimili eða áfangaheimili fyrir fyrr- verandi fanga í húsinu undir merkjum líknarfélagsins Stoða, og væri þar að leigja út herbergi. Sjálfur afplánaði hann dóm á Litla-Hrauni. Félagið fékk ekki leyfi til að halda þar úti gisti- eða meðferðarheimili og var ástæða synjunarinnar sögð vera sú að svæðið væri skilgreint sem athafnasvæði. „Þegar ég sé útigangsmann niðri í bæ þá sé ég ekki skítugu fötin, slagsmálin og allt það Draumasetrið Stefnt er að því að breyta þessu húsi í áfangaheimili sem á að bera nafnið Draumasetrið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.