Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 3
Tap deCode 1997–2011 út frá ársreikningum félagsins 1997 576 milljónir kr. 1998 770 milljónir kr. 1999 1.750 milljónir kr. 2000 2.635 milljónir kr. 2001 5.356 milljónir kr. 2002 10.611 milljónir kr. 2003 2.485 milljónir kr. 2004 3.477 milljónir kr. 2005 3.969 milljónir kr. 2006 6.192 milljónir kr. 2007 5.952 milljónir kr. 2008 11.900 milljónir kr. 2009 3.277 milljónir kr. 2010 142 milljónir kr. 2011 1.712 milljónir kr. Samtals: 60.804 milljónir kr. Fréttir 3Miðvikudagur 12. desember 2012 Regína ráðin bæjarstjóri Regína Ástvaldsdóttir mun taka við starfi bæjarstjóra á Akranesi um miðjan janúar. Tekin var ein­ róma ákvörðun um þetta á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn og hyggst Regína flytja á Akranes ásamt eiginmanni sínum. Þetta markar ákveðin tímamót í sögu bæjarfélagsins enda hefur kona aldrei áður gegnt starfi bæjarstjóra þar. Hefur Regína áður komið að sveitarstjórnarmálum og meðal annars starfað hjá Reykjavíkur­ borg og þjónustumiðstöð í Graf­ arvogi. Þá hefur hún gegnt stöðu félagsmálastjóra á Sauðárkróki og sinnt stundakennslu við viðskipta­ fræðideild Háskólans á Bifröst. „Ekkert nema urð og grjót“ „Ef við förum í frekari virkjanir núna þá er það í þágu stór iðjunnar en ekki almennings,“ sagði Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Sam­ fylkingarinnar, í umræðum um rammaáætlun ríkisstjórnarinnar á þriðjudaginn. Hart hefur verið deilt um málið á þingi og stóðu umræð­ urnar enn yfir þegar blaðið fór í prentun. Þá hafði Illugi Gunnars­ son, þingmaður Sjálfstæðis­ flokksins, gefið í skyn að umræð­ urnar ættu eftir að standa fram á nótt. Þingmenn stjórnarflokk­ anna tóku ummælum hans illa og lét Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, eftirfarandi orð falla: „Hér á að verða málþóf í dag.“ Lögðu þingmenn stjórnar­ andstöðunnar áherslu á nýtingu náttúruauðlinda og sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokks­ formaður Framsóknarflokksins, að brýnt væri að auka verðmætasköp­ un enda væri sums staðar „ekkert undir nema urð og grjót“. Nágrannar í hár saman Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð út vegna nágrannaerja um helgina. Í tilkynningu kemur fram að um hafi verið að ræða tvo einstaklinga sem búa hvor á sinni hæð íbúðarhúss. Íbúi á neðri hæð tilkynnti lögreglu að íbúinn á efri hæðinni væri að henda rusli og öðru laus­ legu niður í garðinn sinn. Fyrir helgi hefði hann ógnað sér með hafnarboltakylfu. Fáeinum mínútum síðar til­ kynnti íbúi efri hæðarinnar lög­ reglu að íbúi á neðri hæð væri að grýta steinum, mjólkurfernum og matarafgöngum í útidyrahurð og á svalir sínar. Enn barst tilkynning á sunnudag og þá tilkynnti íbúi efri hæðar að sá á neðri hæðinni hefði verið að ota að sér eldhús­ hnífi sem hann væri búinn að binda á kústskaft. Hnífamað­ urinn tjáði lögreglu að búnað­ inn ætlaði hann sem vörn gegn hafnarboltakylfunni. Lögregla beindi því til mannanna að leysa ágreininginn friðsamlega. 60 milljarða tap deCode fjármuni til að fjármagna rekstur sinn. Þá komu nýir hluthafar að fé­ laginu líkt og nú. Sjálfur átti Kári lít­ inn hlut í fyrirtækinu sem hann fær greitt fyrir í söluferli félagsins, líkt og hann hefur greint frá í fjölmiðlum. Kári hefur ekki viljað greina frá því hversu stór hlutur hans í félaginu var. Svona hefur þetta gengið fyrir sig hjá deCode frá stofnun félagsins: Fé­ lagið er endurfjármagnað með sölu á hlutabréfum í því á markaði eða til tiltekinna fjárfesta. Þegar hlutaféð er uppurið í dýrum rekstri fer af stað ferli þar sem nýir hluthafar koma að félaginu með frekari fjármuni. Svo þegar það hlutafé er uppurið hefst þetta ferli aftur. Stofnað með 400 milljónum Kári Stefánsson stofnaði deCode í ágúst árið 1996 í Delaware­fylki í Bandaríkjunum. Bandarískir áhættufjárfestar höfðu þá lagt fram 400 milljónir króna sem voru hlutafé félagsins. Þremur árum seinna settu Fjárfestingarbanki atvinnulífsins, Landsbankinn og Búnaðarbankinn sex milljarða króna inn í fyrirtækið. Um var að ræða 17 prósenta hlut sem þessir aðilar keyptu. Á sama tíma keyptu Kári og Hannes Smára­ son, sem þá var aðstoðarforstjóri deCode, hlut í Fjárfestingarbanka at­ vinnulífsins Eftir að bankarnir höfðu keypt hlutabréf í deCode byrjuðu þeir að selja Íslendingum hlutabréf sín í fyrirtækinu á svokölluðum „gráum markaði“. Um var að ræða svonefnd B­bréf. Það eru hlutabréf sem ekki eru skráð á skipulegan hátt. Upplýs­ ingaskylda vegna þeirra er mjög tak­ mörkuð og því þurftu forsvarsmenn fyrirtækisins ekki að upplýsa mikið hvorki um fjárhagsstöðu félagsins né um áætlað fjárflæði til langs tíma. Bréfin seld til almennings Um aldamótin, eftir kaup bank­ anna í deCode, greip um sig hluta­ bréfaæði á Íslandi. Bankarnir þrír sem keypt höfðu sex milljarða hlut í deCode hófu að selja hlutabréf í miklum mæli og veittu einnig lán til þeirra kaupa. Þótti Búnaðarbankinn ganga hvað harðast fram. Frægt er þegar Árni Oddur Þórðarson, þáverandi forstöðu­ maður markaðsviðskipta Búnað­ arbankans, lét þau orð falla árið 1999 að það væri „meiri áhætta“ að „kaupa ekki“ hlutabréf í deCODE en að kaupa þau. Saga fyrirtækisins hefur sýnt fram á hvað þessi ummæli eru galin. Íslensku bankarnir seldu þessi bréf til einstaklinga og lögaðila í miklum mæli. Ómögulegt átti að vera að tapa á hlutabréfunum. Bréf deCode voru sett á markað af Nasdag í Bandaríkjunum 18. júlí árið 2000. Upphafsgengi bréfanna var þá 18 dollarar en eins og áður var sagt fór gengið á „gráa markað­ inum“ hæst í 65 dali. Netbólan svo­ kallaða var að springa á svipuðum tíma en Nasdaq­vísitalan hafði náð hæstu gildum 10. mars árið 2000 um fimm mánuðum áður en deCode fór á markað. Við lok fyrsta viðskipta­ dags á Nasdaq­hlutabréfamarkað­ inum var verðið komið upp í 25,44 dali. Næstu vikur á eftir sveiflaðist gengi bréfanna töluvert en hæst náði lokagildið 28,75 dölum 11. septem­ ber árið 2002. Bandaríkjamenn virð­ ast ekki hafa gleypt við deCode­æv­ intýrinu líkt og Íslendingar. Morgan Stanley kom félaginu á markað og átti um tíma í því. Þegar greinargerð var gerð um félagið kom loks í ljós að framtíðarsjóðsstreymi fyrir tækisins á næstu árum gæti ekki staðið undir þáverandi verðlagningu hlutabréfa félagsins. Sveinn Andri og Siv töpuðu Margir Íslendingar fóru illa út úr þessum fjárfestingum í deCode­ bréfunum. Til dæmis Raufar­ hafnarhreppur og Siv Friðleifsdóttir alþingismaður sem sagt er að hafi fengið 75 milljóna króna lán hjá Landsbankanum til kaupa á bréf­ um í deCode – Siv hefur reyndar alltaf neitað þessu í fjölmiðlum. Þá tók Sveinn Andri Sveins­ son lögmaður tugmilljóna króna lán í Búnaðarbankanum til að kaupa bréf í deCode. Sveinn Andri var á þeim tíma einn af eigendum forvera innheimtufyrirtækisins Modus, áður Intrum, og mun bank­ inn meðal annars hafa endað á því að leysa til sín hlut hans í fyrirtæk­ inu upp í skuldina eftir að bréfin í deCode höfðu fallið í verði. Sveinn Andri mun svo hafa verið mörg ár að greiða bankanum lánið til baka. Einnig sagði breska blaðið The Guardian frá því árið 2002 að Hinrik Jónsson öryrki hefði fengið greiddar út öryrkjabætur og fjárfest fimm milljónir af þeim í deCode. Hafði hann keypt bréfin af verð­ bréfamiðlara í Landsbankanum á genginu 56. Árið 2002 var það kom­ ið niður í 6 og því hafði hann tapað nánast öllu fénu sem hann lagði í félagið. Margir Íslendingar fóru því flatt á fjárfestingunni í deCode eftir hlutabréfaæðið í kringum alda­ mótin. Fyrirtækið sjálft heldur hins vegar alltaf sjó og nær alltaf í nýtt og nýtt hlutafé til að fjármagna rekstur sinn. Þrátt fyrir þessa ótrú­ legu rekstrarsögu með tilheyrandi tapi er framtíð deCode því líklega ennþá björt – alltaf kemur einhver að félaginu með fullar hendur fjár og býðst til að fjármagna rekstur líf­ tæknifyrirtækisins. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.