Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 27
Fólk 19Miðvikudagur 12. desember 2012 Shandi flytur til Íslands n Fyrirsætan Shandi og Margrét Erla Maack eru vinkonur S handi Sullivan, sem gerði garðinn frægan í annarri þátta- röðinni af America‘s Next Top Model, hyggst flytja til Íslands á næstunni. Eftir að hún sló í gegn í þátt- unum hefur hún meðal annars unnið sem fyrirsæta og getið sér gott orð sem plötusnúður og karókídrottning. Shandi hefur tengingu við Ísland því hún og Margrét Erla Maack í Kastljósi eru góðar vinkonur. Margrét birti einmitt stöðuuppfærslu á Facebook- síðu sinni nýverið þar sem hún sagð- ist vera virkilega spennt að fá Shandi hingað til lands. Spennan virðist vera gagnkvæm ef marka má Facebook- síðu Shandi sjálfrar, en hún kom fyrst til Íslands árið 2006 og spilaði þá sem plötusnúður á skemmtistaðnum Gauki á Stöng. Shandi lenti í þriðja sæti í America‘s Next Top Model-þáttaröð- inni á sínum tíma en var í uppáhaldi hjá mörgum sem fylgdust með þátt- unum. Hún hafði ekki beint fyrir- sætuútlitið með sér í upphafi þátta- raðarinnar og þótti hafa klaufalegt göngulag. Dómarar þáttanna, þar á meðal stjórnandinn Tyra Banks, höfðu þó tröllatrú á stúlkunni. Enda kom hún til með að blómstra þegar leið á og sýndi það og sannaði að hún átti svo sannarlega heima á sýning- arpöllum og forsíðum tískutímarita. Á lokametrunum kom upp klaufalegt atvik þegar stúlkurnar fóru í ferð til Ítalíu en þar hélt Shandi framhjá þá- verandi kærasta sínum með ítalskri karlfyrirsætu. Hún sá mikið eftir at- vikinu og í kjölfarið virtist hún missa löngunina til að vera með í keppn- inni og það kom niður á áskorunun- um sem hún þurfti að takast á við til að eiga möguleika á sigri. n Litaði lokk- ana dökka Linda Pétursdóttir lét lita lokkana dökka fyrir myndatöku næstu auglýsingaherferðar Baðhússins. Linda var mynduð af vinkonu sinni, Ástu Kristjánsdóttur ljós- myndara. Myndir úr tökunni voru birtar á heimasíðu Bað- hússins í vikunni en herferðin hefst í janúar á nýju ári. Eins og sjá má á myndinni tengist þemað Austurlöndum fjær. Gifting á næsta ári Tónlistarkonan Svala Björgvins og Egill kærasti hennar, sem er eins og hún í hljómsveitinni og listahópnum Steed Lord, ætla að ganga í það heilaga á næsta ári. Þetta kom fram í viðtali við Svölu í Virkum morgnum, en Svala er komin til Íslands og mun dvelja hér á landi yfir jólin. Svala og Egill hafa verið saman í 18 ár, eða frá ár- inu 1994, og stefna á að láta pússa sig saman næsta sumar. „Við erum búin að vera svo lengi saman svo þetta verður ekkert mál. Við erum aðallega að þessu til að halda partí, hitta alla og fagna ástinni,“ sagði Svala í viðtalinu. Umbreyting Shandi þótti ekki hafa fyrirsætuútlitið með sér í fyrstu. Það breyttist svo sannarlega. Grét af gleði Sigurvegarar danskeppninnar Dans dans dans voru krýndir í beinni útsendingu um helgina en það var dansparið unga Helga Kristín Ingólfsdóttir og Birkir Örn Karlsson sem stóðu uppi sem sig- urvegarar. Glöggir áhorfendur tóku ef til vill eftir því að afreks- íþróttakonan og sterkasta kona veraldar, Annie Mist, var á með- al áhorfenda í salnum. Annie er frænka Birkis Arnar og Berglindar Ýrar systur hans, sem sigraði í fyrra. Íþróttakonan átti greinilega erfitt með að hemja tilfinningar sínar þegar úrslitin voru ljós og grét af gleði fyrir hönd frænda síns. n Útvarpsmaðurinn Óli Palli syngur jólalag á nýrri safnplötu n Annar hver tæknimaður hjá RÚV er rokkstjarna F yrsta orðið sem ég sagði var músík og það eru til myndir af mér innan við tveggja ára með stóru Pioneer-heyrnartólin á eyrunum,“ segir útvarpsmað- urinn Ólafur Páll Gunnarsson sem hefur gefið út jólasafnplötuna Rokk og jól – Jól í Rokklandi en þetta er önnur jólasafnplatan sem hann setur saman. Á plötunni er meðal annars að finna lagið Leppalúða eftir Ladda sem Óli Palli syngur sjálfur. Þrátt fyrir að vinna við að spila tónlist í útvarpinu hefur hann lítið spilað sjálfur, fyrir utan að vera með- limur rokkkórsins Fjallabræðra. „Ég var í hljómsveitum sem unglingur en þegar ég fór að vinna hjá RÚV, innan um þessar stjörnur sem koma reglulega í heimsókn, fannst mér ekki passa að tæknimaðurinn ég væri eitthvað að vesenast í tónlist. Ég henti þessu því öllu til hliðar. Svona er maður mikill api. Í dag er svo ann- ar hver tæknimaður hjá RÚV rokk- stjarna. Hér er einn úr Valdimar, annar úr Kiriyama Family og hér hafa unnið sem hljóðmenn strákar sem hafa spilað stór hlutverk hjá sveitum eins og Of Monsters and Men og Sig- ur Rós. Þetta eru allt meira og minna einhvers konar stjörnur, og sjálfur Berndsen var hljóðmaður á Rás 2 þar til í fyrra.“ Óli Palli segist alltaf hafa verið hrifinn af þessu gamla lagi hans Ladda. „Ég hugsaði þetta fyrst fyr- ir Fjallabræður. Það hefði hentað þeim ótrúlega vel en það gekk ekki upp. Við syngjum þetta kannski saman seinna. Í staðinn ákvað ég að gera þetta bara sjálfur og hr- ingdi í Edda vin minn og gamla gít- arkennara og við höfðum með okk- ur tvo mikla meistara. Annars vegar trommarann Karl Pétur Smith, sem er nýfluttur heim frá Kaliforníu eftir að hafa búið þar frá barnsaldri eða í rúm 30 ár, og svo vin hans, bassaleik- arann Todd O‘Keefe, en þeir eru báð- ir vinir og spilafélagar Rusty Ander- son, gítarleikara hljómsveitar Pauls McCartney. Todd kom með Rusty til Íslands núna í október og allir spil- uðu þeir þrír, Eddi, Todd og Kalli með honum í Austurbæ, Á Græna hattinum og á Rósenberg. Við vorum rúman klukkutíma að spila lagið inn og þetta var auðvitað bara gaman,“ segir Óli Palli sem vill þó ekkert endi- lega meina að von sé á fleiri lögum frá honum. „En það er aldrei að vita. Það er bara svo gaman að fá svona flugu í hausinn og framkvæma; að fá að vera örlítið með.“ Óli Palli segist ekki skilja þá sem halda því fram að þeir þoli ekki jóla- lög. „Maður heyrir þetta oft, að þessi eða hinn þoli ekki jólalög. Það er nú bara eins og maður sem segist hafa gaman af músík en hati Bítl- ana; það er bara eitthvað að honum. Hann hefur ekkert gaman af músík, hann heldur það bara. Af hverju ætti maður ekki að hafa gaman af jóla- lögum? Það er eins og að þola ekki lög sem fjalla um heyvagna eða lög þar sem er minnst á bláan lit. Jólalög eru alls konar. Sum eru sálmar sem er búið að setja í nútímajólabúning, svo er það allt poppið, rokkið, kántrí, blús, djass og þungarokk. Jólalaga- haugurinn er orðinn svo rosalega stór. Það er ekkert alltaf verið að syngja um hvað það verður gaman á jólunum þegar við verðum saman og allir fá rosalega stóra jólapakka. Sumir syngja um hvernig er að vera í fangelsi á jólunum, sumir um dauð- ann, svo eru til heiðin jólalög og alls konar“. Óli Palli viðurkennir að vera mikið jólabarn. „Hver er það ekki? Ég fíla þetta allt saman. Ég er svo mikill Íslendingur og finnst svo gott að búa hérna. Ég elska öll tilbrigðin í veðr- inu, finnst frábært þegar það er sól og elska rigninguna. Þetta fer allt í hring eftir hring og við þurfum á jólunum að halda. Þau eru ákveðinn hápunkt- ur ársins og svo fylgir strax í kjölfarið nýtt upphaf með nýjum ævin týrum og tækifærum. Ég er alveg afskaplega ánægður með þetta fyrirkomulag til- verunnar.“ n indiana@dv.is Gaman að fá að vera með Jólabarn Óli Palli skilur ekki þá sem segjast ekki þola jólatónlist. Mynd: Eyþór ÁrnaSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.