Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 19
Bækur 7Miðvikudagur 12. desember 2012 Frábærar og einfaldar greiðslur H árið inniheldur yfir 70 greiðslur fyrir sítt og millisítt hár. Fyrir hverja greiðslu eru ítarlegar útskýringamynd- ir fyrir hvert skref. Greiðslurnar eru frekar einfaldar en þarf þó að reyna nokkrum sinnum til að ná sumum þeirra. Efst á síðunni hjá hverri greiðslu stendur hvað þarf að nota í hana, til dæmis hárteygj- ur, gúmmíteygjur eða spennur. Í bókinni er líka að finna mikið af upplýsingum um hvernig sjampó og næringu á að nota fyrir mis- munandi gerðir hárs, hvernig á að ná upplyftingu og svo er fjallað um pH-gildi. Hárið er frábær bók fyrir allar konur og stelpur með millisítt eða sítt hár. Frábærar og einfald- ar greiðslur sem taka lítinn tíma. Hárið fær fjórar stjörnur Hörpa Mjöll Reynisdóttir Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is „Satt að segja reyndi ég að stúdera þennan mann meiren minn er siður um flesta vini mína – kannski ekki síst fyrir þá sök að mér þótti hann næstum of ótrúlegur til að vera sannur; og of sannur til þess að vera trúlegur.“ – Halldór Laxness um Jón Sveinsson Hann var auðmjúkur prestur, rithöfundur, kennari, sagnamaður, fyrirlesari, tónlistarmaður, heims- borgari. Pater Jón Sveinsson lifði alla ævi í heimi bernskunnar, þrátt fyrir að vera einn víðförlasti og þekktasti Íslendingur síns tíma. Ævi hans er töfrum slungin. „Hann var heimsmaður án föðurlands, talaði mörg tungumál en sjaldnast sitt eigið móðurmál, rótslitinn einstæðingur með kjölfestu í voninni, alla sína ævi á leiðinni heim.“ – Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur ...of ótrúlegur til að vera sannur; og of sannur til þess að vera trúlegur NONNI S tuð vors lands er ein af stærstu bókunum í að- draganda jólanna. Bókin er gríðarmikil að umfangi og þrungin af innihaldi sem er hvorki meira né minna en saga dægur tónlistar á Íslandi. Margt af því sem lýst er í bókinni kannast maður við eftir að hafa fylgst með rokki og poppi á langri lífsleið. En svo er þarna annað sem varpar nýju ljósi á söguna. Dr. Gunni er sá Íslendingur, að öðrum ólöstuðum, sem þekkir hvað mest til sögu rokks og popps á okkar tímum. Hann hefur enda hrærst í tónlistinni svo lengi sem margur man. Það er engin til- viljun að hann er þekktur sem doktor þeirra fræða. Sagan er rakin allt frá því stuðið hófst á 19. öld. Fyrirferðarmesta efnið er frá gullaldarárunum þegar Hljómar, Trúbrot, Náttúra og fleiri hljómsveitir fóru á kostum með frumsamið eðalpopp. Þessi tími er líklega sá frjóasti í poppsögunni. Sagt er frá þeim hræringum sem áttu sér stað í bransanum. Maður fékk að gægjast að tjaldabaki og sagan er beint í æð. Lesturinn var á köflum beinlínis stórkostlegur. Endalaust rifjuðust upp gamlir slagarar og bönd sem höfðu komið og farið. Þarna voru Roof Tops sem um tíma voru að mínu mati besta band Íslands. Svo dúkka upp Pops og Pétur Kristjáns- son sem átti eftir að setja svip sinn á tónlistarlífið þar til hann féll frá, alltof snemma. Eitt af undrum íslenskrar popptónlistar eru Stuðmenn og all- ir þeirra fylgifiskar sem mokuðu frá sér frumsömdu efni. Doktorinn gerir þeim kafla sögunnar vandlega skil. Þetta var band sem skaust á topp- inn án þess að almenn vitneskja lægi fyrir um hverjir væru meðlimir þess. Sem sagt leyniband og um tíma var það mesta ráðgáta samfélagsins hverjir þeir væru. Hulunni var síðar svipt af Stuðmönnum sem hafa stað- ið á sviðinu síðan og glatt bæði hal og sprund. Hliðarsveitir þeirra eru Þursaflokkurinn, Spilverk þjóðanna og fleiri hljómsveitir sem hafa heill- að þrjár kynslóðir Íslendinga. Þessu gerir doktorinn full skil. Og það er sama hvar borið er niður. Doktor Gunni gerir skil öllu því sem skiptir máli í íslenskri tónlist. Þarna fræðist maður um stórstjörn- una Björk, Bubba og alla þá sem hafa glatt og göfgað þjóðina með söng og tónlist. Þetta er bók sem maður grípur aftur og aftur til að fræðast um liðna tíma. Þarna er að finna endalausan fróðleik. Poppinu er gerð nánast tæmandi skil. Helsti vandinn við bókina er sá að hún er of þung til að maður geti lesið hana uppi í rúmi. Maður fer varla ómarinn frá þeirri glímu. En þá er ráðið að hafa gripinn á traustu borði. Bókin er þess virði að grípa reglulega í og ná sér í fróð- leiksmola úr fortíðinni. Mikið er lagt í bókina hvað útlit varðar. Metnaðurinn er mikill. Það er ljóst að kostnaðurinn hefur verið gríðarlegur. Aðstandendur bókar- innar eiga það svo sannarlega skilið að hagnast á verkinu. Stuð vors lands er bók fyrir alla þá sem vilja fræðast um dægurtónlist og hún á erindi við alla þá sem hafa gaman af dægurtón- list. Þetta er harðasti jólapakkinn í ár. Það verður enginn svikinn af slíkri gjöf. Til hamingju Doktor Gunni. Stuðið fær fjórar stjörnur. Stuð vors lands Höfundur: Doktor Gunni Útgefandi: Sögur útgáfa 443 blaðsíður Reynir Traustason rt@dv.is Bækur Harðasti jólapakkinn M y n d H ö r ð u r s v ei n ss o n Hárið Höfundur: Theodóra Mjöll Útgefandi: Salka 177 blaðsíður Frekar einfaldar greiðslur Sumar greiðslur þarf þó að reyna nokkrum sinnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.