Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 18
6 Bækur 12. desember 2012 Miðvikudagur R ansom Riggs er bandarískur rithöfundur og leikstjóri og Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn er fyrsta skáldsagan sem hann sendir frá sér. Það er útgáfan Quirk í Bandaríkjun- um sem gefur bókina út. Skemmti- legt útgáfufyrirtæki sem hefur frumleikann að vopni í útgáfubrans- anum. Frumleikinn margborgaði sig, Fröken Peregrine sat efst á metsölu- lista í nærri heilt ár. Framhald bókar- innar er væntanlegt og Tim Burton mun leikstýra kvikmynd byggðri á bókinni. Bókin er ævintýrasaga fyrir unglinga með drungalegu yfirbragði og segir af afdrifum munaðarlausra barna á heimili á afviknum stað á af- skekktri eyju við strönd Wales. Aðalsöguhetjan Jakob glímir við alvarlega áfallastreituröskun eft- ir sviplegt andlát afa síns. Minnug- ur sagna afa síns af dularfullu barna- heimili sem hann ólst upp á, fer hann í ferðalag til eyjunnar velsku í leit að svörum og hittir þar fyrir börnin sér- kennilegu sem öll búa yfir sérstakri náðargáfu. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda af sérkennilegum börnum sem gefa henni hrollvekjandi yfirbragð. Umbrot bókarinnar er eiginlega nauðsynlegur hluti af frásögninni en höfundurinn hefur sagt frá því að hann hafi ekki ætlað sér að skrifa skáldsögu. Upphaflega ætlaði hann einfaldlega að taka saman myndir í ljósmyndabók eftir að hann komst yfir safn gamalla mynda af börnum í undarlegum búningum. Þessi sjón- ræna frásögn er það sem gerir þessa bók jafn skemmtilega aflestrar og raun ber vitni. Ógnarmáni er sjálfstætt fram- hald af Meistara hinna blindu. Söguhetjan er Kody, sem var aukapersóna í Meistara hinna blindu, er hér í forgrunni og er einstaklega skemmtileg sögupersóna. Kody er harðjaxl. Hann er upp- gjafahermað- ur með sterka réttlætis- kennd, en býr í borg án laga á hjara veraldar þar sem frumskógarlögmálið er við lýði og hinir sterku níðast á hinum magnvana. Kody er skemmtilega skrifuð persóna, minnir á þá allra hörð- ustu, svo sem hinn fræga Jack Reacher. Eins og Reacher er hann málsvari þeirra saklausu og hreinu. Með hjartað á rétt- um stað. Í Ógnarmána mætir Kody tærri illsku. Hann tekur að sér að rannsaka mannshvarf og dregst inn í átök sem tengjast ill- um öflum sem hafa tortímingu að markmiði. Elí hefur afar góð tök á því að halda úti fjölmörgum þráðum sögunnar af mikilli nákvæmni og allar lýsingar á staðháttum og umhverfi sögupersóna eru veru- lega vandaðar. Þrátt fyrir það er á stundum erfitt að fylgja eftir þráðum sögunnar, og öllum klíkunum sem fyrir koma. Þá er lítið um tilfinningaátök í bókinni sem svo sannarlega hefðu gætt hana meira lífi. En fyrir áhugamenn um fantasíur skiptir líklegast máli að sagan sé þétt uppbyggð og bardagarnir sannfærandi. Aukapersónur sem koma við sögu í þessari bók eiga líklegast eftir að verða í forgrunni í næstu bók Elís, eða það gefur endir bókarinnar að minnsta kosti fyrir heit um. Baráttunni við hið illa er því seint lokið í heimi Elís. Sagan Ógnarmáni er vel uppbyggð saga og vandlega ofin. Stundum of þétt ofin og of mörgum þráðum. Þetta er bardagasaga um svik, illsku og spillingu og aðdáendur fantasíusagna ættu ekki að verða sviknir. kristjana@dv.is Harðjaxlar með hjartað á réttum stað Ógnarmáni Höfundur: Elí Freysson Útgefandi: Emma útgáfa 301 blaðsíður Þ jóðsöguna um Bjarna-Dísu þekkja margir Íslendingar. Hún er mögnuð drauga- saga og eins og þær bestu byggðar á harmi. Sagan segir af Bjarna Þorgeirssyni og systur hans Þórdísi sem eru á ferð yfir Austfirði á leið yfir Fjarðarheiði þegar á skellur fárviðri. Þórdís þreytist mjög á göngunni og bróðir hennar grefur hana í fönn og skilur eftir á miðri heiði. Hann kemst niður í Seyðisfjörð og fer svo aftur upp á heiðina nokkrum dögum seinna, þegar óveðrinu hefur slotað, að leita systur sinnar með bóndanum í Firði, Þorvaldi, og vinnumanni. Þeir heyra öskur og sjá Dísu sitja í fönninni. Klæðalitla og sturlaða og eftir baráttu við hana er búið um hana á börum. Hún lætur lífið og þeir halda heim. En samkvæmt þjóð- sögunni gengur Dísa aftur og varð þess valdandi að þrettán ung börn bróður hennar létu lífið á unga aldri. Þjóðsagnabrunnurinn nýttur Í þjóðsögunni er gert mikið úr klæða- burði, stöðu og atgervi Þórdísar. Hún þótti fín með sig, sem þótti ekki sæma stöðu hennar sem vinnukonu, og vildi ganga í erlendum tískufatn- aði. Þá þótti hún hafa sterkan vilja og ljóst er að þessir þættir skapgerðar hennar eru álitnir hafa orðið henni að falli. Kristín Steinsdóttir rithöfundur er alin upp fyrir austan og hefur oft nýtt sér þjóðsagnabrunninn í skrif- um sínum. Sagan um Bjarna-Dísu hefur lengi verið henni hugstæð og nú hefur hún skrifað um hana skáld- sögu þar sem hún fær uppreist æru. Draumar í íslenskri sveit Kristín bregður hér upp mynd af Dísu og lífi hennar. Lýsingar á Dísu eru eins og áður sagði fremur nei- kvæðar í þjóðsögunum. En Kristín sér aðra stúlku sem hún gefur orðið. Dísa í meðförum Kristínar er lífsglöð stúlka með auga fyrir hinu fagra, dugleg og samviskusöm. Náttúru- barn sem er elsk að fjölskyldu sinni. Lýsingar á lífinu í sveitinni eru skemmtilegar og það er unun að lesa slíkar lýsingar þegar vaninn er fremur að draga upp dimma og drungalega mynd af gömlum vosbúðartímum. Ég ímynda mér að framhaldsskólanem- ar hafi bæði gagn og gaman af því að lesa Bjarna-Dísu einmitt vegna þessa og muni ekki hrjóta mikið við lestur- inn! Bókin er stutt en hún er hnit- miðuð og spennandi og skemmtileg aflestrar. Kristín hefur sagt að hún hafi aldrei trúað því að Dísa hafi verið svo vitlaus og fara illa klædd upp á heiðina. Í þjóðsögunni er það þrá- in eftir einhverju öðru og betra sem verður Dísu að falli og að baki sögunni er stéttaskipting og kynja- misréttið sem var ríkjandi á Íslandi. Dísa Kristínar er fórnarlamb að- stæðna. Meinvættirnir eru hjátrúin, óttinn og staða kvenna. Dísa fær orðið Bjarna-Dísa Höfundur: Kristín Steinsdóttir Útgefandi: Vaka-Helgafell 158 blaðsíður Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Bækur „Ég ímynda mér að framhalds- skólanemar hafi bæði gagn og gaman af því að lesa Bjarna-Dísu. Skemmtileg frásögn Kristín Steinsdóttur bregður upp annarri og betri mynd af Bjarna-Dísu. MynD Sigtryggur ari Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn Höfundur: Ransom Riggs Þýðing: Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir Útgefandi: Salka 351 blaðsíður Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Bækur tvíburar Fallegar og hrollvekjandi ljósmyndir prýða bókina. Hið sjónræna í forgrunni Umbrot bókarinnar er bæði vandað og forvitnilegt og hluti af frásögninni. Sjónræn og hrollvekjandi Elí Freysson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.