Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 38
Helgarblað 23.–26. maí 20146 Sumarsport „Þetta er ótrúlega skemmtilegt“ n Valdís stundar strandblak á sumrin n Sandur, stemming og fjör Þ etta er bara alveg ótrúlega skemmtilegt sport,“ segir Valdís Lilja Andrésdóttir um strandblak. Hún hefur stund- að íþróttina á sumrin síðan árið 2010 en æfir blak allt árið. Stunda strandblakið á sumrin Valdís segir marga sem stunda inni- blak spila strandblak yfir sumartím- ann. „Það eru alveg ótrúlega margir sem eru í inniblaki sem fara að leika sér í strandblakinu á sumrin,“ segir hún. Vinsældir strandblaks hérlend- is hafa aukist mikið undanfarin ár en aðallega er spilað yfir sumartímann. Þó er líka hægt að iðka íþróttina yfir vetrarmánuðina þar sem í Sporthús- inu er sérstakur strandblakvöllur sem hægt er að nota allan ársins hring. Yfir sumartímann er þó farið á fullt í íþróttina og nokkur mót haldin enda þónokkrir strandblakvellir á landinu. Minni lið „Hjá mér er þetta meira svona áhuga- mál yfir sumartímann og ég er ekki beint að æfa þetta. Ég fer svona einu sinni til tvisvar í viku og þá oft með stelpunum sem ég æfi blak með,“ seg- ir Valdís. Strandblak er ólíkt venjulegu blaki að því leyti að aðeins er gert ráð fyrir að spilað sé í tveggja manna liðum þó að sumir hafi liðin stærri. Í venjulegu blaki eru liðin hins vegar sex manna. Vellirnir eru hins vegar jafn stórir og innivellir þannig að hreyfingin er töluverð. „Þetta er kannski aðeins erf- iðara af því að það eru bara tveir í liði. En þegar maður er bara að leika sér í þessu þá er um að gera að vera með stærri lið. Síðan eru tímasetningar aðrar í sandinum en inni og engin mótstaða.“ Sól, stemming og ferskt loft Hún segir þetta vera skemmtilega íþrótt sem sé gaman að stunda í góðra vina hóp. En hvað er svona skemmti- legt við strandblakið? „Það er sólin, stemmingin, að vera úti að leika sér og fá ferskt loft. Síðan er vel haldið utan um þetta hjá Kalla [Karli Sig- urðssyni, innsk. blm.] sem heldur úti síðunni strandblak.is. Það eru haldin paramót og skemmtimót á sumrin þannig að ég get dregið manninn minn með þó hann sé ekkert í blaki.“ Valdís segir lítið mál fyrir þá sem ekki hafa stundað blak áður að byrja. „Það er lítið mál og um að gera að prófa,“ segir hún. Á síðunni strandblak.is er að finna ýmsar upplýsingar um íþróttina. n Strandblaksvellir á landinu n Garður x 1 n Keflavík (Paddys sportbar) x 1 n Kópavogur - Fagrilundur x 2 n Kópavogur - Sporthúsið x 2 n Reykjavík - Gufunesi x 3 n Reykjavík - Nauthólsvík x 1 n Reykjavík - Miklatún x 1 n Reykjavík - Heiðmörk x 1 n Reykjavík - Norðlingaskóli x 1 n Mosfellsbær x 1 n Akranes x 1 n Húsafell x 1 n Hellissandur x 1 n Búðardalur x 1 n Þingeyri x 2 n Tálknafjörður x 1 n Sauðárkrókur x 1 n Siglufjörður x 1 n Akureyri x 1 n Seyðisfjörður x 1 n Egilsstaðir x 2 n Neskaupstaður x 2 n Höfn í Hornafirði x 2 n Flúðir x 2 n Laugarvatn x 1 n Úlfljótsvatn x 1 n Hveragerði x 2 n Selfoss x 1 (Upplýsingar frá síðunni strandblak.is) Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Brjálað fjör Hér sést Valdís í hita leiksins. Sól og sumar Valdís segir skemmtilegt að breyta til og spila blak úti á sumrin. Mynd kalli Sig „Það er sólin, stemm- ingin, að vera úti að leika sér og fá ferskt loft. Mynd kalli Sig Þ etta byrjaði allt í gegnum útlendinga sem bjuggu í her- stöðinni, þeir byrjuðu að „surfa“ aðeins á Reykjanes- inu. Síðan hefur þetta bara verið lítil klíka, hópur af fólki sem hefur stund- að það allan ársins hring síðustu ár,“ segir Ingólfur Olsen, brimbretta- kappi og leiðsögumaður aðspurð- ur hvernig sportið byrjaði hérlendis. Hann segir aðstöðuna á Íslandi frá- bæra og að þetta sé í raun vel geymt leyndarmál. „Við höfum lítið látið á okkur bera, við vitum hvað við höf- um það gott. Þetta er svona „well kept secret“,“ segir Ingólfur og hlær. Ingólfur hefur stundað íþróttina í rúm fimmtán ár og vinnur í dag sem leiðsögumaður í surf-ferðum. „Það er alveg magnað að flakka um landið og „surfa“ á góðum dögum og fá að upplifa Ísland á sama tíma,“ segir Ingólfur. Hann segir að sportið sé í mikilli sókn hérlendis og að ferðamenn komi í sífellt meira mæli til landsins til þess að stunda íþróttina, enda er landslagið og andrúmsloftið mun ólíkara því sem þekkist í öðrum heims- hlutum þar sem sportið er vin- sælt. Ingólfur segist ekki geta nefnt neinn einn stað sem sé bestur að brimbrettaiðkunar. „Það fer bara eftir því hverju þú ert að sækjast eftir, hvernig öldu og annað. Við erum ekkert voðalega mikið að gefa upp hvaða staðir þetta eru, þetta snýst bara um að gera heimavinnuna og fara í bíltúra,“ segir Ingólfur. Ingólfur segir að fyrir þá sem hafi áhuga á að prófa þetta sé sniðugast að fara á námskeið. „Það hjálpar mikið að fá smá leiðsögn, það eru punktar sem þarf að pæla í og lesa í sjóinn. Síðan snýst þetta bara mikið um að komast í búnað og vera dugleg- ur að fara. Þó maður verði enginn kóngur í þessu á einni helgi er þetta alltaf rosalega gaman.“ n jonsteinar@dv.is Íslenska brimið vel geymt leyndarmál Aðsókn útlendinga í brimbrettaiðkun á Íslandi eykst stöðugt ingólfur Olsen Ingólfur segir það magnaða upplifun að flakka um landið og „surfa“ á góðum dögum. Mynd ErlEndur Þór MagnúSSOn Körfubolti Það er fátt skemmtilegra en að spila körfubolta við vinina á fal- legu sumar- kvöldi. Hvort sem einn á einn, tveir á tvo eða bara gamli góði asninn. Hægt er að fara í fleiri skemmtilega leiki eins og 21. Fótbolti Um allt land er að finna sparkvelli eða knattspyrnuvelli. Fótbolti er einföld íþrótt sem allir geta tekið þátt í. Æfingin skapar meistarann. Vatnsstríð Ekki svo vinsælt hjá mömmu og pabba en það er fátt skemmti- legra en vatnsblöðrur og vatnsbyssur í sólinni. En vatnsbyssurnar geta orðið ansi öflugar og því er ráð- legt að vera með hlífðargleraugu. Folf Frisbígolf er að ryðja sér rækilega til rúms í sum- ar. Vellir á landsvísu tvö- faldast í fjölda og gott betur. Ódýrt og aðgengi- legt sport. Hjólaferðir Hjólið getur borið mann á ævin- týralega staði. Þangað sem bíll- inn kemst ekki. Frábær farkostur að sumri til. Ekki gleyma að nota hjálm. Sund Einn helsti kosturinn við að búa á Íslandi er ótrúlegur fjöldi sundlauga. Stórar rennibraut- ir, boltaleikir eða afslöppun. Allir finna eitthvað við sitt hæfi. Hafnabolti Hafnabolti er ekki beint vinsæl íþrótt hér á landi. En ef stór vina- hópur kemur sér saman um að kaupa kylfu, bolta og nokkra hanska er mikið fjör fyrir hönd- um. Strandblak Strandblakvöllum hefur fjölgað undanfarin ár. Hér í blaðinu er fjallað um strandblak en aðeins þarf fjóra leikmenn til að spila. Fjallganga Ef einhvern tíma er stund til að ganga á fjall þá er það að sumri til á Ís- landi. Nóg er af þeim. Stór- um og litlum. Allir geta fund- ið fjall við hæfi sem fjölskyldan í heild sinni getur gengið á. Stangveiði Ísland er gjöfult land og að- gengi að ám og vötnum er gott. Stangveiði getur verið einstak- lings- og fjölskyldusport. Veiði- kortið tryggir fólki aðgang að tæplega 40 vötnum fyrir lítinn pening. Topp 10 Sumarsport Sumarið er tíminn fyrir fjölskyld- ur og börn til að bregða á leik. DV tók sama lista yfir tíu skemmti- lega leiki eða afþreyingu sem henta vel yfir sumarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.