Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Síða 44
Helgarblað 23.–26. maí 201436 Fólk Viðtal líta fram hjá ofbeldi og höfnun til lengdar og því hefur Jón eytt tíma í að garfa í minningum sínum og hitta aðra sem dvöldu með honum á Núpi og ræða við þá um reynslu þeirra þar. „Það er ekki hægt til lengdar að láta sem allt sé í lagi og í vetur er ég búinn að rifja upp það slæma og eiga fundi með fólki sem var með mér þarna. Það kemur manni á óvart hve margir sem voru þarna plumuðu sig vel. Hefur gengið vel í lífinu, ég er dæmi um það. En svo eru margir sem hefur ekki gengið mjög vel. Svo eru nokkrir sem hafa látið lífið, eins og strákurinn sem var með mér fyrsta árið á herbergi. Hann svipti sig lífi. Ég hef verið að garfa í þessu, hver sé þeirra saga. Saga krakkanna á Núpi. Ég hef spurt þau hvernig þau hafi upplifað vistina og hef komist að ýmsu í kjölfarið,“ segir Jón og seg- ir ekki tímabært að segja nákvæmar frá atburðarásinni. „Það var ákveðin rútína á daginn, svo átti maður að vera inni á her- bergi sínu frá tvö til fjögur, svo var frítími eftir það. Svo var kvöldmatur og svo eftir það frítími þar til vistinni var lokað, sem var að mig minnir klukkan 10. Þá byrjaði atburðarás sem minnti á Flugnahöfðingjann. Það var enginn þarna annar en við krakkarnir, við vorum læstir inni og þá gat allt gerst.“ Vill lifa í skáldskap Hann hefur viljað setja sögu sína fram sem skáldskap. „Skáldskaparformið hentar mér afskaplega vel. Ég vil lifa í skáldskap, eins og Laxness sagði: Sá sem lifir ekki í skáldskap, hann lifir ekki hér á jörð. Ég hugsa stundum um þetta, mér finnast þetta falleg orð. Ég vil líka setja fram mína sögu án þess að hún sé eitthvert manifesto eða endanlegur sannleikur. Heldur bara mín saga eins og ég skil hana. Algjör- lega út frá mér. Fólk hefur algjört frelsi til að upplifa frásögnina eins og það vill, leggja sinn dóm á hana.“ Svikinn um menntun Uppvöxtur Jóns er markaður af höfnun og einangrun. Hann hefur þurft að hafa töluvert mikið fyrir því að berjast fyrir tilverurétti sínum. Höfnunin er hluti af honum. Hann hefur tekið hana í sátt þótt hann hafi verið svikinn um skólagöngu og af kerfinu. Með reynslu sína í farteskinu gefst honum einstök innsýn í samfélagið og aðstæður annarra. „Ég hef upplifað það mjög vel að vera útsettur sem eitthvað sem ég er og ég get ekkert að því gert. Mér finnst ég hafa fullt fram að færa og hafa alls konar hugmyndir og pæl- ingar, það hafði hins vegar enginn áhuga á þeim af því að ég var ég. Ég var svikinn um þá menntun sem ég átti rétt á sem einstaklingur á Íslandi. Sú höfnun er veigameiri þröskuldur í lífi mínu en önnur í uppvextinum. Þú getur endalaust sagt að for- eldrar þínir skuldi þér hitt og þetta. Þú getur haldið því áfram út lífið,“ segir hann og brosir. „En ég meina, þau eru bara fólk, bara einstak- lingar. Það er annað með samfélag- ið og kerfið. Það hefði breytt miklu um líð- an mína hefði ég fengið menntun- ina. Ég hefði samt ekki viljað skipta, fá annað líf. Því einhvern veginn komst ég í gegnum þetta. En það var ekki sjálfsagt.“ Brennandi þörf Hann segir meðvitund um sam- félagið og uppbyggingu þess nauðsynlega. Það sé karllægt og byggt á gamaldags viðhorfum. Þá sé hætt við að samfélagið bregðist og hafni þeim einstaklingum sem rúm- ast ekki í þröngum rammanum. Það er kannski þess vegna sem Jón hefur verið svo ötull við að ljá minnihluta- hópum máls og minna á þá sem eru utangarðs. Það gerir hann með ýms- um hætti. Oftast eru ráð hans ansi litrík. Hann klæðist dragi á baráttu- degi samkynhneigðra, Jedi-búningi til að minna á baráttuna fyrir hinu góða í veröldinni og þá er minnis- stætt þegar hann mætti með geim- verugrímu til að taka á móti viður- kenningu á Stöð 2 sem maður ársins og stimplaði sig þar inn sem al- mennilega utangarðs. „Geimvera í stjórnmálum landsins Íslenskt samfélag er alveg gríðar- lega karllægt og byggir á gamaldags, karllægum viðhorfum. Það er fullt af þversögnum. Ég hugsa stundum til Wittgensteins sem leið fyrir það að vera samkynhneigður. Það var hans krump. Samfélagið hafnaði honum. Fyrir það eitt að vera hann. Á sama tíma hafði hann eitthvað mikilvægt að segja. Ég finn svo mikla samsvörun við þetta. Að hafa þessa brennandi þörf fyrir að leggja eitthvað fram til samfé- lags sem var alltaf að hafna mér,“ segir Jón sem hefur þrátt fyrir allt komist sína leið og markað braut- ina fyrir aðra. Ekki búið! Jón kveður borgarstjórnmálin um stund og þar sem hann situr við legstein í Hólavallakirkjugarði segist hann nú samt ekki alfar- inn. Baráttueðlið er svo sterkt að blaðamanni dettur í hug að Jón hætti ekki að pönkast í samfé- laginu fyrr en hann er komin und- ir grænu torfuna sem hann situr á. „Þetta er sko ekki búið,“ segir hann og hlær og nefnir að hann sé að fara í mál við íslenska ríkið. Ástæðan er sú að hann hefur í fjöl- mörg ár staðið í stappi við Þjóð- skrá og mannanafnanefnd. Hann fær ekki að heita Jón Gnarr. Jón breytti nafni sínu í Jón Gnarr á unglingsaldri. Hann var skírð- ur Jón Gunnar Kristinsson og það er hans lögbundna nafn. Ný ætt- arnöfn eru ekki samþykkt hér á landi. „Ég vil fá að heita Jón Gnarr og skil ekki að íslenska ríkið neiti mér um þann sjálfsagða rétt. Íslenskir for- eldrar mega ekki nefna börn sín nöfnum sem eru erlend að upp- runa. Það mega innflytjendur hins vegar. Pawel Bartosek vinur minn má hins vegar heita Pawel,“ segir Jón og skellir upp úr. „Vilhjálmur Vilhjálmsson heitinn, einn okk- ar þekktasti dægurlagasöngvari, vildi heita Þrídrangar, vissir þú það? spyr hann. „Það hefði verið ósköp fallegt ef hann hefði feng- ið það. Þetta er bara algjört rugl og loks hef ég tíma og ráð til að fara í mál við íslenska ríkið og ætla að sækja þetta mál af fullum krafti.“ n „Það sem virkar í Reykjavík virkar líka í New York Í hart við íslenska ríkið „Loks hef ég tíma og ráð til að fara í mál við íslenska ríkið.“ mynd SiGtryGGur ari Landakotsskóli LÍTILL SKÓLI Í VESTURBÆNUM MEÐ TRAUSTA OG METNAÐARFULLA NÁMSKRÁ: Lestrarkennsla frá 5 ára bekk og upp úr. Enska og franska frá 5 ára bekk og upp úr. Fleiri tímar í íslensku og stærðfræði en námskrá kveður á um. Ríkulegt framboð list- og verkgreina; dans, leiklist, myndmennt, smíði, textílmennt, tónmennt. Heimspekikennsla og þjálfun í gagnrýninni hugsun. Litlir bekkir og öflugt foreldrasamstarf. Hollur og góður matur frá Krúsku. BOÐIÐ ER UPP Á MJÖG ÖFLUGT FRÍSTUNDASTARF AÐ LOKINNI KENNSLU: Skipulagt tónlistarnám (fiðla, kór og tónspuni). Myndlist í samstarfi við Myndlistaskólann í Reykjavík. Jóga. Forritun, hreyfimyndagerð, þrívíddarhönnun/prentun. Skák og leiklist. Listasmiðjur undir stjórn ýmissa listamanna. Hollur og góður síðdegisbiti. Útivist og öflug hreyfing. Tenging við íþróttastarf. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu skólans www.landakotsskoli.is. Nokkur pláss eru laus í 5 ára bekk og 2. bekk næsta skólaár. Umsóknareyðublað á heimasíðu. Hafið samband í síma 510 8200 eða með tölvupósti á landakotsskoli@landakotsskoli.is og komið og skoðið skólann þegar ykkur hentar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.