Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Qupperneq 55

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Qupperneq 55
Lífsstíll 45Helgarblað 23.–26. maí 2014 Lamaður keppir á ný Þegar kappakstursökumaður- inn Sam Schmidt lenti í árekstri og lamaðist fyrir neðan háls fyrir rúmum 14 árum var hann viss um að hann myndi aldrei keppa aftur í íþróttinni. Það mun hins vegar breytast um helgina en Schmidt mun þá keppa á ný, með hjálp fyrirtækisins Arrow Electronics. Arrow þróaði bún- að sem gerir lömuðum kleift að stjórna bíl með því að hreyfa höfuðið fram og til hliðar. Til að bremsa er bitið í skynjara í munni ökumannsins. Schmidt sagði í viðtali við Wired að hann væri spenntur og að þetta væri bylting, ekki síst fyrir sig. Tekur GIF- hreyfimyndir Myndavélin Otto er frábær gjöf fyrir hipsterinn sem á allt. Otto er gerð til að taka hreyfimyndir, svokallaðar GIF-myndir, sem hafa verið gríðarlega vin- sælar allt frá því á tíunda áratugnum, en náðu svo enn meiri vinsældum síðustu ár með tilkomu vefsíðna á borð við Tumblr og Reddit. Myndavélin virkar þannig að þú tekur hreyfi- mynd sem vélin sendir í forrit á snjallsíma sem notandinn getur svo deilt. Áhugasamir geta lagt ver- kefninu lið á vefnum Kickstarter en vélin mun kosta um 200 dollara. Leitarvélar skikkaðar til að „gleyma“ Úrskurður Evrópudómstólsins talinn geta haft víðtæk áhrif á framtíð netsins I nternetið veit mikið um mörg okkar, jafnvel of mikið að margra mati, enda safnar það upplýsingum um notendur lát- laust gegnum hinar ýmsu þjón- ustur sem það býður upp á. Það hefur oft verið sagt að internetið gleymi aldrei, en það er spurning hvort það muni breytast í náinni framtíð. Um miðjan maí kvað Evrópu- dómstóllinn upp mikilvægan úr- skurð sem mun að öllum líkindum hafa mikil áhrif á internetið og hve auðvelt verði að finna upplýs- ingar um einstaklinga á netinu. Dómstóllinn viðurkenndi það sem nefnt hefur verið „réttur fólks til að gleymast.“ Það er að segja, rétt þess til að finnast ekki í leitarniðurstöð- um í leitarvélum, ef upplýsingarnar eru úreltar eða hafa ekki „sérstaka ástæðu“ til að birtast, eins loðið og það hljómar. Úrskurðurinn er sagð- ur marka tímamót í sögu internets- ins og er talinn geta haft djúpstæð áhrif á það. Lítil þúfa velti þungu hlassi Sögu málsins má rekja aftur til ársins 2009 þegar spænskur mað- ur, lögfræðingur að nafni Mario Gonzales, hélt því fram að leitar- niðurstöður sem birtust á vef Google brytu gegn friðhelgi einka- lífs hans. Maðurinn hafði misst hús sitt og með því að leita að nafni mannsins var hægt að finna upp- lýsingar um uppboð á eign manns- ins sem birtust í héraðsblaði. Þetta var maðurinn ekki sáttur við og því ákvað hann að taka málið lengra. Margir hafa einnig bent á kald- hæðnina í því að nú vita alveg ör- ugglega talsvert fleiri um skulda- vanda Gonzales en áður en málið hófst. En það er önnur saga, þetta var líklega meira „prinsipp“-mál fyrir Gonzales frekar en annað. Í úrskurðinum segir að réttindi einstaklingsins til friðhelgi einka- lífs vegi þyngra en „efnahagslegir hagsmunum rekstraraðila leitar- vélarinnar og einnig hagsmunir al- mennings“ af því að hafa aðgang að þessum upplýsingum. Þetta er auð- vitað slæmt fyrir fyrirtæki eins og Google, sem þrífst að stórum hluta til vegna þeirra upplýsinga sem það býr yfir og safnar um notendur. Ekki svo auðgleymt En gagnrýnendur hafa einnig bent á að þó svo að frasinn „réttur til að gleymast“ hafi farið hátt í umræðum eftir dóminn sé hann kannski ekki réttnefni. Þeir benda á að þó svo að Google eyði tengl- um sem vísa á persónuupplýsingar sé það ekki að gleyma neinu. Það er bara erfiðara að finna upplýs- ingarnar. „Að Google gleymi ein- hverju er ekki það sama og þegar að manneskja gleymir einhverju,“ segja til dæmis pistlahöfundar Wired um málið. Jonathan Zittrain, prófessor í lög- og tölvunarfræði við Harvard, sagði í viðtali við New York Times að úrskurðurinn væri í raun „slæm lausn á raunverulegu vandamáli.“ En þrátt fyrir það verða tæknifyrir- tæki að hlýða dómnum, sem ekki er hægt að áfrýja, og eru beiðnir um að fjarlægja leitarniðurstöður nú þegar byrjaðar að berast Google, að því er Daily Mail greinir frá. n Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is „Að Google gleymi einhverju er ekki það sama og þegar að manneskja gleymir einhverju. ford.is Ford F350 Super Duty 4x4 Crew Cab 6,7 Power Stroke V8 440 hö dísil, tog 1166 Nm, 6 þrepa sjálfskiptur TorqShift® SelectShift Automatic™. Verð inniheldur hraðatakmarkara. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Sérpantaðu F350 sérsniðinn að þínum þörfum NÝR FORD F350 Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 ÞÚ VILT HAFA HANN! PANTAÐU BÍLINN EINS OG FORD F350 SD 6,7 POWER STROKE V8 DÍSIL 7.990.000 KR.FRÁ 440 HÖ. 6 ÞREPA SJÁLFSKIPTUR 4X4 CREW CAB Google Leitarvélarisinn verður að hlýða úrskurðinum og taka út leitarniðurstöður ef einstaklingar krefjast. Mynd REutERS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.