Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 30

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 30
28 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Gyða Jóhannsdóttir slíka skóla eru bresku tækniskólarnir (e. polytechnics) sem voru stofnaðir á miðjum sjöunda áratugnum og fengu heitið háskóli í byrjun tíunda áratugarins. Almennt hefur háskólastigið því tekið miklum breytingum síðastliðna áratugi en löndin fara oft ólíkar leiðir. Margir fræðimenn telja þá tilhneigingu millistofnana að færast smám saman nær hefðbundnum háskólum vera sameiginlegt einkenni þróunar þessa skólastigs í fjölmörgum löndum en það var ekki ætlunin í byrjun. Þessi tilhneiging hefur verið nefnd academic drift (Jón Torfi Jónasson, 2004a; Morphew, 2000; Neave, 1979), á íslensku þýtt sem bóknámsrek (Jón Torfi Jónasson, 2006). Þessi tilhneiging felst meðal annars í því að millistofnanir sækjast í auknum mæli eftir því að öðlast ýmis sérkenni háskólanna, svo sem að námi ljúki með háskólagráðu og að kennarar stundi akademískar rannsóknir (Neave, 1979). Þróun íslenska háskólastigsins hefur einnig verið ör undanfarna fjóra áratugi. Fyrir 1971 var einungis einn háskóli starfræktur á Íslandi en árið 1971 var Kennaraskóli Íslands færður á háskólastig undir heitinu Kennaraháskóli Íslands og varð þar með annar háskóli Íslend- inga. Síðan hefur háskólum fjölgað ört og nú eru þeir sjö.1 Breytingar á íslenska háskólastiginu hafa verið miklar og örar og því er þróunartímabilið stutt miðað við önnur lönd, til dæmis hin Norðurlöndin. Árið 1847 var stofnaður prestaskóli hér á landi, læknaskóli 1876 og lagadeild var starfrækt frá 1908. Háskóli Íslands var ekki formlega stofnaður fyrr en árið 1911 (Guðni Jónsson, 1961). Háskólinn í Uppsölum er elsti háskóli Norðurlanda, settur á stofn árið 1477, á eftir fylgir Kaupmannahafnarháskóli, stofnaður 1479, Háskólinn í Turku sem var fyrrum höfuðborg Finnlands, stofnaður 1640, og Háskólinn í Ósló sem var settur á stofn árið 1811. Vöntun á háskóla hér á landi hindraði Íslendinga þó ekki í að leggja stund á háskóla- nám. Frá fornu fari stunduðu þeir háskólanám í Evrópu, en þegar kemur fram á 19. öld er það næstum alfarið bundið við Kaupmannahöfn (Guðni Jónsson, 1961). Þar sem íslenska háskólastigið hefur þróast á svo stuttum tíma er forvitnilegt að bera þróun þess saman við þróun annars staðar á Norðurlöndum, þar sem háskólarnir standa á gömlum merg. Vegna þess hve náið samstarf hefur verið á milli stjórnvalda á Norðurlöndum, en einnig vegna þess hversu margt íslenskt háskólafólk hefur numið þar, mætti ætla að íslenska þróunin bæri keim af annarri norrænni þróun hvað varðar skipulag skólastiganna. Niðurstöður rannsóknar þar sem ég bar saman þróun háskólastigsins á Norðurlöndum sýna þó að svo er ekki. Ísland sker sig úr hvað snertir þróun millistigs á milli framhaldsskóla og háskóla, sem hefur þróast annars staðar á Norðurlöndum en hvorki var né er að finna á Íslandi. Meginmarkmið þessarar greinar er að varpa nánara ljósi á þróun íslenska háskólastigsins í samanburði við framvinduna annars staðar á Norðurlöndum og freista þess að segja fyrir um hvert stefnir í nánustu framtíð. Umfjöllunin er byggð á tveim stoðum. Í fyrsta lagi er byggt á meginniðurstöðum norrænu samanburðarrannsóknarinnar sem gerð var á árunum 2001–2006. Þar kannaði ég hvort til væri norrænt líkan sem lýsti skipulagi og þróun háskólastigsins, og sérstaklega hvort þróunin endurspeglaði bóknámsrek (Gyða Jóhannsdóttir, 2006). Í öðru lagi er byggt á nánari rannsókn á þróun íslenska háskólastigsins, sem fór fram á árunum 2007 og 2008, þar sem þróun norrænu háskólakerfanna hefur verið fylgt eftir fram á þennan dag. Lykilhugtök umræðunnar um þróun háskóla Í rúmlega fjörutíu ár hafa rannsóknir á bóknámsreki yfirleitt beinst að vexti og þróun menntakerfa ólíkra þjóða og stofnana innan þessara kerfa, svo sem háskóla og stofnana sem ekki eru háskólar, hér eftir kallaðar millistofnanir (Birnbaum, 1983; Huisman og 1 1. júlí 2008 urðu háskólarnir sjö þar sem Kennaraháskólinn sameinaðist Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.