Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 38

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 38
meirihluti kennslunnar var metinn sem nám á háskólastigi og sumar greinar voru hliðstæðar greinum í líffræðiskor og sömu kennslubækur notaðar. Að auki var um sömu kennara að ræða í mörgum tilvikum. Af flutningnum varð þó ekki (Hildur Rögnvaldsdóttir, 2004). Tækniskólinn varð Tækniháskóli Íslands árið 2002 og sameinaðist Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Tækniskólinn er sennilega skýrasta dæmið um það hve staða skóla í kerfinu gat verið óljós. Svipuð þróun átti sér stað á níunda og tíunda áratugnum hvað snerti Fósturskóla Íslands, Þroskaþjálfaskóla Íslands, Íþróttakennaraskóla Íslands og listaskólana (Myndlista og handíðaskóla Íslands, Tónlistarskóla Íslands og Leiklistarskóla Íslands). Þessir skólar störfuðu allir á grundvelli sérlaga en voru að talsverðu leyti starfræktir innan lagaramma og regluverks framhaldsskólastigsins. Fjármögnun þessara skóla var ákvörðuð samkvæmt reiknireglu framhaldsskólans og vinnuskylda kennara var samkvæmt samningum við framhaldsskólakennara. Inntökuskilyrði skól- anna voru breytileg; stundum stúdentspróf en í sumum tilvikum nægðu tvö til þrjú ár í framhaldsskóla. Í daglegu tali var oft vitnað til þessara skóla sem skólanna á gráa svæðinu, vegna þess að á þessu tímabili þróuðust þeir smám saman í átt að háskóla og gengu eins langt og lagaleg staða þeirra á framhaldsskóla stigi leyfði. Fóstur skólinn var gott dæmi um þetta. Nemendum með stúdentspróf fjölgaði við skólann,6 og frá 1983 var rekið eins árs breytilegt framhaldsnám sem var síðar metið sambærilegt við hluta af framhaldsnámi leikskólakennara í tveim højskoler í Noregi og við framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands. Fóstur skólinn var einnig þátttakandi í samstarfsneti háskóla á Norðurlöndum og í Evrópu (Gyða Jóhannsdóttir, 1998). Þróun allra hinna skólanna var einnig í átt að háskóla en þó hvers með sínu sniði. Stjórnvöld tóku ekki formlega á stöðu neinna skólanna á gráa svæðinu fyrr en 1995 (Lög um listmenntun á háskóla stigi nr. 43/1995). Hinir skólarnir sem nefndir voru hér að framan sameinuðust Kennaraháskóla Íslands árið 1997 (Lög um Kennaraháskóla Íslands nr. 137/1997). Þróun allra þessara skóla er því um margt lík þróun norrænna stofnana í tvíhliðakerfi, þ.e.a.s. þar var starfrækt nám að loknum framhaldsskóla. Flokkunarkerfi Scotts reyndist gagnlegt við greininguna og sýnir vel grófu línurnar í norrænu þróuninni. Síðari og tiltölulega nákvæm greining á skipulagi og þróun íslenska háskólastigsins leiddi í ljós hve gagnlegt það er að líta á kerfið sem tveggja þrepa kerfi, þ.e.a.s. formlegt kerfi og óformlegt kerfi. Með því að rýna einnig í þróunina út frá óformlega þrepinu kemur í ljós að stofnun getur þróast í átt að háskóla innan þessa óformlega þreps. Ég tel að hægt sé að nýta þennan sveigjanleika til að nálgast menningarlegan og pólitískan mun sem liggur að baki þróun háskólastigsins í ólíkum löndum. Ef ég hefði einungis stuðst við greiningu samkvæmt formlega þrepinu hefði niðurstaðan orðið sú að Ísland hefði horfið frá háskólaráðandi kerfi og tekið upp sameinað kerfi. Með því að taka mið af þessari tvískiptingu kerfisins varð niðurstaðan hins vegar önnur og trúverðugri. Svo virðist sem dulið tvíhliða kerfi hafi þróast hér í nokkurn tíma þó að það hafi ekki verið lögfest. Að sumu leyti má segja að lagasetningin 1997 hafi verið staðfesting þessarar þróunar, en í raun e.t.v. breytt minna en virðist við fyrstu sýn. Upphaf sameinaðs kerfis Lög um Háskóla nr.136/1997 marka formlegt upphaf sameinaðs kerfis þar sem þau tóku til átta stofnana sem þar með voru skilgreindar með stöðu háskóla. Um allar þessar stofnanir giltu sérlög. Staða þessara háskóla var þó um margt ólík. Sumar þeirra höfðu lengi haft stöðu háskóla en einnig voru þarna stofnanir sem ekki höfðu verið háskólar en fengu fyrst þarna stöðu háskóla og að auki höfðu verið stofnaðir nýir háskólar. Kröfur um starfsemi háskólanna voru ólíkar, til dæmis var ekki kveðið á um að 36 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 6 Jón Torfi Jónasson (1998, bls. 287) telur að þessi fjölgun stúdenta hafi út af fyrir sig dugað til þess að álykta sem svo að skólinn hafi flust af framhaldsskólastigi í átt til háskólastigsins. Gyða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.