Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 84

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 84
82 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Reykjavíkurborgar og var þriðji hver leikskóli á listanum valinn. Haustið 2006 var spurningalistinn sendur til úrtaks 84 leikskólakennara af landsbyggðinni. Valdir voru af handahófi 1–3 leikskólar í hverjum landsfjórðungi. Var farin sú leið að velja einn leikskóla úr 1–3 þéttbýliskjörnum í hverjum fjórðungi og var hending látin ráða hvaða leikskóli varð fyrir valinu ef um var að ræða fleiri en einn leikskóla í þéttbýliskjarna. Niðurstöður Umfang og tegund ráðgjafar Byrjað var á því að kanna hvort þátttakendur teldu ráðgjöf við foreldra vera hluta af starfi leikskólakennara. Alls sögðu 93,1% ráðgjöf vera hluta af starfinu. Í framhaldi af því var kannað hversu oft leikskólakennarar töldu foreldra leita eftir stuðningi og ráðgjöf. Samkvæmt greiningu á viðtölum skiptist ráðgjöf til foreldra í þrjár eftirfarandi megintegundir: 1) ráðgjöf sem felst í almennum ráðleggingum viðvíkjandi uppeldi/ umönnun, svo sem um mataræði og svefn, 2) ráðgjöf um aga og 3) ráðgjöf varðandi þroska. Leikskólakennararnir voru spurðir hversu oft þeir teldu foreldrana leita eftir ráðgjöf á hverju þessara þriggja sviða. Helstu niðurstöður má sjá á 1. mynd. Eins og sjá má er lítill munur á hversu oft foreldrar leita ráða á þessum þremur sviðum. Nálægt þátttakenda sögðu foreldrana leita oft eftir öllum þremur tegundum ráðgjafar en um þriðjungur sagði það gerast sjaldan eða aldrei. Leikskólakennararnir voru því næst spurðir hvort þeir teldu ráðgjöf hafa aukist á síðustu árum. Þessu svöruðu 58,5% játandi og 29,6% neitandi en 10,8% sögðust ekki hafa samanburð. Þeir sem töldu ráðgjöf hafa aukist voru svo beðnir að taka afstöðu til hugsanlegra ástæðna fyrir þeirri aukningu. Það vekur athygli að 83% þeirra sem höfðu svarað spurningunni játandi töldu ástæðuna vera aukið traust foreldra til fagþekkingar leikskólakennara og 46,6% völdu möguleikann „aukið sjálfstraust og öryggi leikskólakennara í starfi“. Mun færri merktu við svarmöguleikana „meira óöryggi foreldra varðandi uppeldi“ (32%) og „minni ráðgjöf frá stórfjölskyldu“ (23,9%). Þátttakendur gátu merkt við fleiri en einn svarmöguleika. Að lokum var spurt hvort þeir teldu einhvern hóp foreldra leita ráðgjafar umfram aðra. Þessu svöruðu 34 (26,2%) játandi og voru þeir beðnir að merkja við nokkra valmöguleika um hver þessi hópur foreldra væri og var oftast merkt við unga foreldra með fyrsta barn. Í öðru sæti voru foreldrar sem bjuggu við erfiðar aðstæður og í þriðja lagi foreldrar af erlendum uppruna. Það verður þó að fara varlega í að draga miklar ályktanir af svörum svo lítils hluta úrtaksins. 1. mynd. Ráðgjöf sem foreldrar leita eftir. Jónína Sæmundsdóttir og Sólveig Karvelsdóttir Aldrei Sjaldan Nokku oft Mjög oft Tegund rá gjafa sem foreldrar sækjast eftir Uppeldi 3.1 33.6 51.6 11.7 roski 0.8 33.1 57.5 8.7 Agi 1.6 33.9 52 12.6 N uppeldi =128 N roski 127 N= Agi 127 Uppeldi N= roski N=12Agi N=127 Aldrei 3.1 0.8 1.6 Sjaldan 33.6 33 1 33.9 Nokku oft 51.6 57.5 52 11.7 8.7 12.6 3.1 33.6 51.6 11.7 0.8 33.1 57.5 8.7 1.6 33.9 52 12.6 0 10 20 30 40 50 60 70 Aldrei Sjaldan Nokku oft Hlutfall (%) Uppeldi N=128 roski N=127 Agi N=127 Mjög oft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.