Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 67

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 67
65 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 þrisvar í viku eða á bilinu 1,5–3,6% eftir árgöngum (Tónmenntakennsla í grunnskólum skólaárið 2002–2003, 2003; bls. 10). Þrátt fyrir vísbendingar um laka stöðu tónmennta hafa kannanir bent til þess að talsverð jákvæðni ríki í garð tónmennta og tónlistarmenntunar meðal foreldra grunnskóla- og leikskólabarna (Hildur Jóhannesdóttir, 2008; Margrét Ragna Bjarnadóttir og Sigrún Birna Magnúsdóttir, 2003) og einnig meðal ráðamanna (Hildur Jóhannesdóttir, 2008). Tónmenntakennararnir sjálfir virðast hins vegar ekki fá þessi skilaboð og jafnvel farsælustu tónmenntakennarar telja viðhorf samfélagsins til starfs þeirra vera neikvæð og það endurspeglist meðal annars í lökum kjörum þeirra (Kristín Valsdóttir, 2006). Í samantekt viðtala við farsæla tónmenntakennara kom fram svartsýni þeirra á að unnt yrði að manna stöður tónmenntakennara í grunnskólum í framtíðinni (Kristín Valsdóttir, 2006). Framangreind könnun Menntamálaráðu- neytisins á tónmenntakennslu var gerð með rafrænni spurningalistakönnun sem send var í grunnskóla landsins. Þar kom fram að rúm 80% grunnskóla landsins buðu kennslu í tónmennt (Tónmenntakennsla í grunnskólum skólaárið 2002–2003, 2003). Hins vegar gaf svarhlutfall skóla (74%) efasemdaröddum byr undir vængi. Þó að svarhlutfallið teljist gott frá tölfræðilegu sjónarmiði töldu margir fróðir líklegt að skólar sem ekki svöruðu könnuninni væru í hópi þeirra sem ekki kenndu tónmennt. Í ljósi þess mætti halda því fram að líklegt hlutfall skóla með tónmenntakennslu væri nær sextíu prósentum. Í eldri könnun á vegum Menntamálaráðuneytisins kom fram að tæp 60 af hundraði grunnskóla á landinu buðu upp á kennslu í námsgreininni tónmennt skólaárið 1981–1982 (Stefán Edelstein, Halldór Haraldsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Jón Nordal, Njáll Sigurðsson, 1983). Af þessum upplýsingum var því ekki ljóst hvort hlutfall tónmenntakennslu í skólum hefði hækkað eða staðið í stað á rúmum 20 árum. Þegar rannsóknin sem hér um ræðir var undirbúin var ákveðið að hafa samband við alla grunnskóla á landinu og kanna útbreiðslu námsgreinarinnar tónmenntar og hvernig aðstæður væru fyrir hendi til kennslu greinarinnar. Lagt var upp með að ná tali af skólastjóra í hverjum skóla og komast að því hvort tónmennt væri kennd og ef ekki, hvaða ástæður lægju að baki. Einnig var afráðið að hafa samband við starfandi tónmenntakennara til að grennslast fyrir um viðhorf þeirra til aðstöðu og aðbúnaðar til kennslu tónmenntar í skólum sínum og fá nánari upplýsingar um fyrirkomulag og tímafjölda. Markmið rannsóknarinnar var að fá sem gleggsta mynd af útbreiðslu tónmenntakennslu á landinu og hvernig búið væri að þeirri kennslu. Vonast var til að taka mætti af þau tvímæli sem einkennt hafa umræðuna um málefni tónmenntakennslu. Aðferð Gagnasöfnun og þátttakendur Gagna var aflað á tvo vegu. Símaviðtöl voru tekin við skólastjóra og spurningalistar sendir til tónmenntakennara. Vinnan hófst með því að tölvubréf var sent til allra skólastjóra grunnskóla á landinu þar sem tilgangur rannsóknarinnar var útskýrður. Tekið var fram að hringt yrði í þá og þeir beðnir um að svara nokkrum spurningum sem myndu tengjast námsgreininni tónmennt. Skólastjóraviðtölin voru tekin í lok skólaárs 2005. Hringt var í 179 skóla af 180. Ekki var hringt í grunnskólann að Kárahnjúkum þar sem aðstæður í slíkum skóla hlytu að vera töluvert frábrugðnar þeim aðstæðum sem rannsóknin beindist að. Símaviðtöl voru tekin við 159 skólastjóra. Ekki náðust viðtöl við skólastjóra í 19 skólum af mismunandi orsökum og einn baðst undan viðtali vegna óvenjulegra aðstæðna. Einungis skólar sem höfðu tónmennt sem námsgrein töldust til skóla með tónmenntakennslu. Skólar þar sem skólastjórar töluðu um mikla söng- eða tónlistariðkun, án þess að tónmennt væri kennd sérstaklega sem námsgrein, voru ekki taldir með skólum sem hefðu tónmenntakennslu. Einnig var haft samband við starfandi Útbreiðsla tónmenntakennslu, aðstæður og viðhorf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.