Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 114

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 114
112 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 kaupi í heilu lagi kennslu til sveinsprófs eða stúdentsprófs eða annars lokaprófs. Ef reglan að allir meti allt frá öllum gildir, og nemanda sýnist áfangi í skólanum sínum helst til erfiður, þá getur hann keypt þann áfanga annars staðar. (Og vel að merkja, kröfur sem eru líklegar til að þoka nemendum fram á við hljóta að vaxa sumum þeirra í augum.) Sú regla að skólar eigi að meta allt hver frá öðrum gerir samkeppni þeirra að óttalegum skrípaleik svo ekki sé fastar að orði kveðið. Raunar er ekki ótvírætt hvaða lög og reglur gilda um þetta efni. Heppilegast er að ný aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla taki af tvímæli um þetta og kveði skýrt á um að hverjum skóla sé frjálst að setja sínar eigin reglur um mat á námi við aðrar stofnanir. Til að skýra þennan vanda betur þarf ef til vill að gera ögn nánari grein fyrir því hvernig fjárveitingum til skóla er háttað. Framhaldsskólar mega ekki taka gjald af nemendum fyrir hefðbundna kennslu. Fyrir hana greiðir ríkið og sú greiðsla er í hlutfalli við fjölda eininga sem nemendur gangast undir námsmat í. Til að skýra hvað þetta þýðir skulum við hugsa okkur tvo nemendur, Finn og Dísu, sem nema við sama skóla eina önn. Finnur byrjar í 24 einingum, gengst undir námsmat í þeim öllum, nær lágmarkseinkunn í 9 einingum og fellur í 15. Dísa byrjar hins vegar í 18 einingum (sem er venjulegur skammtur) skráir sig úr tveim 3ja eininga áföngum fyrir annarlok og lýkur prófi í 12 einingum með ágætiseinkunn. Á alla venjulega mælikvarða lærði Dísa meira en Finnur. Hún náði ágætiseinkunn í 12 einingum en Finnur rétt skreið yfir lágmarkið í 9 einingum. En þar sem Finnur gekkst undir námsmat í 24 einingum en Dísa aðeins í 12 einingum fær skólinn tvöfalt meira borgað fyrir að kenna Finni en Dísu. Það er sem sagt borgað fyrir einingar en ekki hausa og aðeins fyrir magn en ekki gæði. Þetta þýðir meðal annars að það er jafnmikið á því að græða fyrir skóla að hafa 5 nemendur sem taka 3 einingar hver og að hafa 1 nemanda í 15 eininga námi. Þótt framhaldsskólar megi ekki taka gjald af nemendum fyrir venjulega kennslu mega þeir rukka fyrir fjarkennslu (sem og kennslu í öldungadeildum og sumarskólum). Um hefðbundna kennslu, sem skóli fær ekki annað greitt fyrir en framlag frá ríkinu, gilda ýmsar reglur sem sumar eru í lögum, sumar í reglugerðum og námskrám og sumar í kjarasamningum kennara. Fjöldi kennslustunda í viku og fjöldi kennsludaga á ári er í föstum skorðum og Menntamálaráðuneytið fylgist með að nemendur fái alla þá kennslu sem þeim ber. Um kennsluna sem skólarnir mega láta nemendur greiða fyrir gilda hins vegar engar reglur að því er virðist. Í sumarskóla má til dæmis kenna þriggja eininga áfanga á þrem til fjórum vikum og hafa kennslustundir færri en þegar sami áfangi er kenndur á veturna. Fjarkennsluönnin má líka vera styttri en venjuleg önn og þegar fjarkennsla er annars vegar gilda engar reglur um hvað kennari á að sinna nemendum mikið. Samt borgar ríkið skólunum fyrir fjarkennslu og það sem skólarnir rukka nemendur um er hrein viðbót. Staðan er sem sagt í stuttu máli þannig að þegar um er að ræða hefðbundna kennslu gerir ríkið kröfur um að nemendum sé sinnt og þeim veitt dýr þjónusta en bannar skólunum jafnframt að hafa aðrar tekjur af kennslunni en peningana sem ríkið greiðir fyrir þá sem mæta í próf. En þegar um er að ræða aðra kennslu (fjarnám, sumarskóla) gilda engar reglur um þjónustu við nemendur og að því er virðist ekki heldur um gjaldtöku af þeim. Þarna hafa skólarnir því bæði tækifæri til að draga úr kostnaði við kennsluna og til að afla viðbótartekna sem til dæmis má nota til að hækka laun eða greiða niður halla á hefðbundnu kennslunni. Í mínum augum er undarlegt að ríkið greiði skólum fullt verð fyrir fjarkennslu sem þeir rukka nemendur líka fyrir. Mér þykir líka skrýtið að ríkið skuli greiða fyrir kennslu án þess að skilgreint sé hvaða leiðsögn og aðstoð nemendur eiga að fá. Í sumum tilvikum sýnist mér að nemendur í fjarnámi séu sviknir um eðlilega leiðsögn. Mér þykir til dæmis ótrúlegt Atli Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.