Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 41

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 41
39 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 er hins vegar ekki að finna fyrr en nú í lögum um framhaldsskóla frá 2008, en í 20. grein er kveðið á um heimild til framhaldsskólanna að starfrækja viðbótarnám að loknu framhalds- skólanámi. Ekki er nánar tiltekið hvaða tegund prófgráðu viðbótarnámið tengist en samkvæmt 16., 17. og 18. gr. laganna eru prófin þrjú; framhaldsskólapróf, próf til starfsréttinda og stúdentspróf. Nánari útfærsla þessara viðbótarnámsbrauta er því opin og ekki skýrt kveðið á um hvert hún leiðir7. Ekki þarf að fara í grafgötur um að hér sé að þróast nýtt grátt svæði á milli framhalds skóla og háskóla. Miðað við þá þróun sem hér hefur verið rakin mun að öllum líkindum annað af tvennu gerast: Framhaldsdeildir framhaldsskólanna 1. munu fara á sérstakt fagháskólastig, en tillögur um slíkt stig er að finna í skýrslu Iðnskólans í Reykjavík (Iðnskólinn í Reykjavík, 2005). Í skýrslu starfsnámsnefndar um nýjan framhaldsskóla er tekið undir hugmyndir Iðnskólans um faghá- skólastig og m.a. lagt til að veita framhaldsskólum heimild til þess að setja á stofn eins til þriggja ára nám í starfstengdum greinum og að það nám verði á sjálfstæðu skólastigi, svokölluðu fagháskólastigi sem á að vera „...í framhaldi af Nýja framhaldsskólanum og með áherslu á þarfir atvinnulífsins. Námið verði opið öllum nemendum sem ljúka framhaldsskóla að upp- fylltum skilyrðum um undanfara.“ (Starfsnámsnefnd, 2006, bls.18). Ef þetta gengur eftir verður íslensk þróun lík þróun finnska háskólastigsins en þar voru háskólarnir stækkaðir einhliða á miðjum áttunda áratugnum og síðar var sérstakt starfstengt nám flutt í stofnanir til hliðar við háskólana. Rétt er að taka fram að nær engin, hvorki opinber né almenn, umræða hefur verið um þetta nýja skólastig. Hinn möguleikinn er að halda áfram 2. á sömu braut og við erum þegar á, þ.e.a.s. að halda starfsnámi áfram innan framhaldsskóla og háskóla. Ef sá möguleiki verður ofan á er líklegt að viðbótarnám framhaldsskólanna færist inn í háskólana, a.m.k. það nám sem krefst stúdentsprófs og er byggt á fræðilegasta grunninum. Þar munu nemendur geta lokið námi til diplómu eins og margir háskólar bjóða nú þegar í nokkrum greinum. Ályktanir og umræða Þegar litið er á þá þróun háskólastigsins sem hér hefur verið rakin má segja að það sé einkum tvennt sem einkennir hana og skiptir máli. Í fyrsta lagi er bóknámsrekið mjög skýrt, einkum kerfis- og stofnanarekið, og það er mest áberandi í stofnunum sem eru á lægra skólastigi eða á mörkum skólastiga, svo sem á milli framhaldsskólastigs og millistigs eða millistigs og háskólastigs. Í öðru lagi virðist þetta rek að talsverðu leyti óháð því hvort um starfsemina eru sett lög eða ekki. Lagasetning breytir því ekki öllu en hún hjálpar öllum þeim sem starfa við kerfið að átta sig á stöðunni og hún ýtir til hliðar ýmiss konar kerfisflækjum. Þess vegna er því haldið fram hér að farsælla yrði að stofna fagháskólastig en að láta reka á reiðanum með þróunina. Meginkosturinn er sá að umrætt viðbótarnám í starfsgreinum fengi þá að þróast á eigin forsendum. Þar væri hægt að ráða kennara eftir þörfum og til verkefna sem í raun væri unnið að, þ.e. þá sem starfa í greininni auk þeirra sem búa yfir rannsóknarfærni og geta leiðbeint nemendum í starfendarannsóknum og við gerð einfaldra kannana. Ég tel að framhaldsskólar hafi bæði aðstöðu og kennara til að starfrækja slíkt 7 Miðað við það sem áður er sagt breytir það furðu litlu um þróunina sjálfa. Löggjafinn getur þó verulega liðkað fyrir henni með ákvörðunum sínum. Leiðin liggur í háskólana – eða hvað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.