Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 68

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 68
66 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 tónmenntakennara sem fengu staðlaðar spurningar sem þeir svöruðu annaðhvort í gegnum síma eða með tölvupósti. Tilgangurinn var að fá nánari svör við spurningum sem skólastjórar væru ekki líklegir til að hafa á reiðum höndum og að grennslast fyrir um viðhorf starfandi tónmenntakennara. Könnunin var lögð fyrir 19 tónmenntakennara sem gáfu sig fram eftir að óskað var eftir þátttakendum í gegnum póstlista tónmenntakennarafélagsins. Hópurinn hafði vel dreifða starfsreynslu, á bilinu 1–34 ár og fyrirkomulag tónmenntakennslu í skólunum dreifðist eftir sama mynstri og það gerði í eldri könnun á landsvísu (Tónmenntakennsla í grunnskólum skólaárið 2002–2003, 2003). Svör tónmenntakennaranna gáfu mynd af dæmigerðu fyrirkomulagi tónmenntakennslu í íslenskum skólum og viðhorfum starfandi tónmenntakennara. Yfirstandandi framhaldsrannsókn á aðstæðum og inntaki tónmenntakennslu í slembivöldu úrtaki skóla á síðan eftir að bæta við þessar upplýsingar. Útbúnaður Aðstoðarmaður rannsakanda tók viðtölin og var búinn handfrjálsum búnaði tengdum venjulegum síma á meðan á viðtölunum stóð. Upplýsingar úr viðtölunum voru tölvuskráðar jafnóðum. Spurt var spurninga af fyrirfram gerðum lista. Spurningar til skólastjóra voru breytilegar eftir því hvort tónmenntakennsla var í skóla þeirra eða ekki. Niðurstöður Af þeim 159 skólum þar sem viðtöl náðust við skólastjóra voru 125 með tónmenntakennslu og 34 án tónmenntakennslu. Haft var samband síðar við þá 19 skóla þar sem ekki höfðu náðst viðtöl við skólastjóra á tilsettum tíma. Það var gert í þeim tilgangi að kanna hlutfall tónmenntakennslu meðal skólanna 19 sem eftir voru. Í ljós kom að í þremur af þessum skólum var ekki kennd tónmennt. Heildarniðurstaðan fyrir landið allt var sú að 21% skóla kenndi ekki tónmennt skólaárið 2004–2005. 1. tafla. Spurningar lagðar fyrir skólastjóra Hefur tónmennt verið kennd í vetur í þínum skóla? Ef svar: Já 1) Hvernig húsnæði er fyrir tónmenntakennsluna? 2) Hver er stærð aðstöðunnar? 3) Hvernig tækjakostur er til kennslu tónmennta? -Píanó? -Hljómflutningstæki? -Tölvur/hugbúnaður? -Trommur? -Smáhljóðfæri? -Annað Ef svar: Nei 1) Hvers vegna? 2) Hversu lengi hefur tónmenntakennsla legið niðri? 3) Er aðstaða til tónmenntakennslu í skólanum? 4) Er píanó í skólanum? 5) Á skólinn skólahljóðfæri eða önnur hljóðfæri? 1. mynd. Hlutfall grunnskóla með tónmennta- kennslu skólaárið 2004-2005. Helga Rut Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.