Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 118

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 118
116 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Már viljhálmsson á námskröfum og námsmati. Hættan á þeirri þróun er þó til staðar og því er ábyrgð skóla á gerð vandaðrar skólanámskrár afar mikil. Jafnframt má fullyrða að nýtt fyrirkomulag kallar á mun skilvirkara eftirlit með skólastarfi. Með nýju kerfi er boðað virkara gæðaeftirlit og styrking ráðgjafar í framhaldsskólum. Fjölmargir hafa viðrað þá skoðun sína að möguleg stytting framhaldsskólans muni leiða til þess að nemendur fái lakari menntun og verði því ekki eins hæfir til að takast á við lífið. Atli færir nokkur rök fyrir mikilvægi almennrar menntunar sem öll eru góð og gild. Hitt nefnir hann ekki, að sýnt hefur verið fram á að lítið samhengi er á milli lengdar skólagöngu til stúdentsprófs og árangurs. Nýting tíma, uppbygging náms, stuðningur, virkt eftirlit og síðast en ekki síst góðir kennarar skipta þar meira máli en lengd náms ein og sér. Atli bendir á að samkeppni á milli skóla hafi farið vaxandi undanfarin ár. Þetta er rétt, samkeppnin hefur aukist, en það er mikil einföldun að halda því fram að hún sé fyrst og fremst keppni um fjármuni úr ríkissjóði. Eftirlit með skólastarfi hefur aukist mikið undanfarin ár. Þetta hefur orðið til þess að starf kennarans og skólanna er mun sýnilegra en áður. Við það hefur skipulag batnað, námsmat og námskröfur eru betur samræmdar og nemendur hafa í flestum skólum tækifæri til að láta í ljós álit sitt á kennslunni auk þess sem starfsfólki skóla gefst nú kostur á að lýsa áliti sínu á skipulagi skólans og stjórnun hans. Að mínu mati hefur þetta leitt til þess að samkeppni skóla nær orðið til mun fleiri sviða. Skólar keppa um gott starfsfólk og þeir keppast um að vera með skilvirkt kerfi og bjóða upp á sem bestar aðstæður til náms þannig að ólíkir nemendur geti sem flestir gert sitt besta. Keppni um fjármagn úr ríkissjóði er léttvæg í þessu samhengi því um fjölda ársnemenda er samið fyrirfram við ráðuneytið. Það sem helst er gagnrýnisvert við þær reglur sem reiknilíkanið styðst við er að þar er ekki tryggt að greitt sé fyrir alla nemendur sem samkomulag er um að hefji nám við skólann og ætlaður innbyggður hvati í reiknilíkaninu, til að draga úr brotthvarfi frá námi, hefur engan veginn skilað sínu hlutverki. Ný lög um framhaldsskóla færa stærstan hluta ákvörðunarvalds um nám og náms- framboð til skólanna. Í undirbúningi laganna var lögð ofuráhersla á að auka veg iðn- og starfsnáms en lítið fór fyrir markmiðum um hvert stefna skyldi á sviði bóknáms. Önnur grein nýrra framhaldsskólalaga, sem fjallar um hlutverk framhaldsskóla, stendur ein og óstudd án tengingar við markmið. Það verður því hlutverk skólanna sjálfra að móta stefnuna og vonandi munu þeir fá stuðning Menntamálaráðuneytisins í þeirri vinnu. Grein Atla er þarft innlegg og mikilvæg ábending um það að enn er fjölmörgum spurningum ósvarað sem gott hefði verið að hafa svör við þegar lögin voru samþykkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.