Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 74

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 74
72 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 svipað horf og í nágrannasveitarfélögunum ef einkaskólarnir voru teknir út úr dæminu. Það vakti því athygli hversu fáir einkaskólar buðu upp á kennslu í tónmennt. Í skólum þar sem tónmennt var kennd var aðstaða til kennslunnar nokkuð misjöfn. Kennsla tónmenntar í bekkjarstofum er að jafnaði ekki talinn góður kostur þar sem erfitt getur verið að vinna með alla þætti í aðalnám- skrá án þess að hafa gólfrými og hljóðfæri sem tilheyra tónmenntastofum. Almennt er talið ákjósanlegt að kenna tónmennt í sérstakri kennslustofu sem er útbúin hljóðfærum og öðrum nauðsynlegum kennslugögnum. Þó að sérbúin tónmenntastofa tryggi ekki góða tónmenntakennslu gefur slík stofa til kynna hvaða sess námsgreinin hefur í skólanum. Það er því ekki eins og best verður á kosið að einungis 62% skóla með tónmennt sem námsgrein skuli hafa sérstaka tónmenntastofu. Hins vegar var staðan vænlegri þegar aðeins var horft á skóla á Stór-Reykjavíkursvæðinu þar sem lítið var um fámenna skóla. Þar höfðu tæp 80 af hundraði skóla með tónmennt sérstakar tónmenntastofur. Algengt var að skólar á landsbyggðinni bæru við að smæð þeirra kæmi í veg fyrir að unnt væri að hafa sérstaka stofu fyrir tónmennt. Skólastjórar landsbyggðarskóla nefndu að vísu gjarnan samstarf við tónlistarskóla staðarins og í sumum tilfellum var tónmennt kennd í húsnæði tónlistarskólans eða í samkomuhúsi staðarins. Af þessum sökum er hugsanlegt að tilvist tónmenntastofu í skólanum sé betri mælikvarði á sess námsgreinarinnar meðal skóla á Reykjavíkursvæðinu en á lands- byggðinni. Af skólastjóraviðtölunum mátti draga upp grófa mynd af tækjakosti og útbúnaði til tónmenntakennslu, en mjög nákvæm úttekt var ekki möguleg með símaviðtölum. Það er ljóst að aðbúnaður er misjafn en jafnframt er nokkuð algengt að skólar séu mjög vel búnir tækjum til tónmenntakennslu. Þörf er á framhaldsrannsókn sem gefur nákvæmari mynd af tækjakosti í tónmenntastofum landsins og hvernig hann er nýttur. Þar sem tónmennt er kennd eru tölvur taldar með búnaði til kennslunnar í tæplega helmingi tilfella. Það er athyglisvert þar sem fyrsta íslenska námsefnið fyrir tónmennt og tölvur var ekki komið út þegar rannsóknin var gerð. Það má því leiða líkum að því að tónmenntakennarar hafi verið farnir að nota tölvur í nokkrum mæli án þess að styðjast við námsefni. Þegar spurt var um aðbúnað og aðstöðu til tónmenntakennslu í skólum sem enga slíka kennslu höfðu kom í ljós að þeir skólar sem ekki kenna tónmennt hafa yfirleitt ekki góða aðstöðu til kennslunnar né þann búnað sem nauðsynlegur er. Samanburður við skóla með tónmenntakennslu leiddi í ljós að skólar án tónmenntakennslu hafa að jafnaði talsvert lakari búnað til slíkrar kennslu en skólar með tónmenntakennslu. Í viðtölum við skólastjóra í skólum án tónmenntakennslu kom í ljós að almennt þótti þeim það óviðunandi að vera án tónmenntakennara. Þegar skólastjórar þessara skóla voru síðan spurðir um ástæður þess að engin tónmennt væri kennd var langoftast vísað til skorts á tónmenntakennurum en aðeins tveir þeirra minntust á að aðstaða til kennslunnar þyrfti að vera betri. Það benti því fátt til þess að skólastjórar teldu að bætt aðstaða gæti verið forsenda fyrir því að fá tónmenntakennara til starfa. Aðstaða til kennslunnar var tónmennta- kennurunum hugleikin og var tækjakostur sá þáttur sem flestir töldu að brýnt væri að bæta í skóla þeirra. Þar á eftir komu óskir um minni hópa og almennt betri kennsluaðstöðu. Þegar tónmenntakennarar voru síðan beðnir að gefa aðstöðu og fyrirkomulagi tónmenntakennslu í sínum skóla einkunn virtust þeir almennt nokkuð sáttir við stöðuna þar. Þeir gáfu fyrirkomulagi hærri einkunn en aðstöðu, og reyndari kennararnir (með ellefu ára kennslureynslu eða meiri) gáfu fyrirkomulagi nokkuð hærri einkunn að meðaltali en þeir óreyndari. Þetta gæti endurspeglað þá staðreynd að tónmenntakennararnir hafi meiri áhrif á fyrirkomulag kennslunnar eftir því sem þeir kenna lengur. Í hópi tónmenntakennaranna höfðu sextán af Helga Rut Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.