Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 53

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 53
51 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Höfundar stöðluðu endanlega útgáfu listans á fullorðnum (n=571), háskólastúdentum (n=595), framhaldsskólanemendum (n=396) og ráðþegum (n=376). Þáttabygging listans og gildi undirkvarða var staðfest í nýju úrtaki. Frekari rannsóknir á réttmæti CTI-listans hafa sýnt að svokallað samleitniréttmæti (e. convergent validity) hans er viðunandi. Hamlandi hugsanir listans höfðu neikvæða fylgni við matstæki sem meta jákvæða sálfræðilega þætti, svo sem vissu og ákveðni en jákvæða fylgni við kvíða og þunglyndi. Þá skoruðu háskólastúdentar sem leituðu ráðgjafar hærra á CTI-listanum í heild sinni og á öllum undirkvörðum en þeir sem leituðu ekki ráðgjafar, en það styður viðmiðsbundið réttmæti (e. criterion related validity) listans og bendir til að hann greini réttilega á milli almennra stúdenta og ráðþega (Sampson o.fl., 1996b). Eins og fram hefur komið liggur styrkur CIP- líkansins í því að lögð er áhersla á það hvernig ráðþegi ber sig að við ákvarðanatöku og því fylgir nákvæm útfærsla á þeirri ráðgjöf sem best hentar ólíkum ráðþegum. Gerðar hafa verið rannsóknir á árangri ráðgjafarleiða sem beitt hefur verið í anda CIP-líkansins. Þær hafa leitt í ljós að ráðgjöf byggð á kenningunni um hugræna úrvinnslu upplýsinga dregur úr hamlandi hugsunum tengdum ákvarðanatöku um nám og störf, en það styður réttmæti listans og gagnsemi líkansins í heild (Osborn, Howard og Leierer, 2007; Reed, Reardon, Lenz og Leierer, 2001). Flestar rannsóknir á réttmæti CTI-listans sem mats á hamlandi hugsunum tengdum ákvarðanatöku um nám og störf hafa farið fram í Bandaríkjunum (Osborn o.fl., 2007; Reed o.fl., 2001). Lerkkanen, Sampson og Peterson, (2007) gerðu þó rannsókn á CTI í Finnlandi en í ljós kom að þáttabygging finnsku útgáfunnar var mjög svipuð þeirri bandarísku. Sú rannsókn bendir til þess að menning, vinnumarkaður og skólakerfi hafi ekki afgerandi áhrif á þáttabyggingu mats á hamlandi hugsunum og formgerð þeirra hugsmíða sem hann metur. Mikilvægt er að meta hvort svo sé einnig hérlendis áður en ákveðið er að nota listann í náms- og starfsráðgjöf og skipuleggja starfsemi ráðgjafarseturs í anda CIP-líkansins. Áreiðanleiki og réttmæti CTI virðist hafa verið ágætlega staðfest og sýnt fram á gagnsemi hans í ráðgjöf þó að gagnrýna megi einstöku tæknilegar útfærslur við þróun listans og frekari rannsókna á gagnsemi líkansins sé þörf (Feller og Daly, 2002; Fountaine, 2001). Íslenska rannsóknin getur einnig gefið frekari innsýn í þvermenningarlegt gildi líkansins og matstækisins sérstaklega. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna próffræðilega eiginleika íslenskrar þýðingar CTI-spurningalistans. Réttmæti var metið með því að prófa hvort sama þáttabygging CTI-listans, sem undirkvarðar hans byggjast á, kæmi fram í svörum íslenskra stúdenta. Einnig var athugað hvort listinn greindi á milli stúdenta almennt og þeirra sem leita ráðgjafar vegna vanda við náms- og starfsval. Áreiðanleiki CTI var einnig skoðaður. Aðferð Þátttakendur Til að kanna þáttabyggingu listans og hvort hann greindi á milli þeirra sem leita ráðgjafar og annarra voru tvö úrtök valin. Annars vegar var úrtak almennra stúdenta sem endurspeglar skráða nemendur og hins vegar úrtak ráðþega sem leituðu ráðgjafar hjá Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands. Úrtak almennra stúdenta. Við val á stúdentum var fyrst fenginn listi frá Nemendaskrá Háskóla Íslands (2006) yfir öll skráð námskeið sem kennd voru við HÍ haustið 2006, alls 1.239 námskeið. Dregin voru af handahófi fjórtán námskeið af listanum og leyfi fengið hjá kennurum til að leggja CTI- listann fyrir í kennslustund. Námskeiðin voru kennd í sex af ellefu deildum skólans. Alls 314 stúdentar, 239 (76%) konur og 75 karlar (24%) tóku þátt í rannsókninni. Þeir voru á aldrinum 17 til 67 ára, meðalaldur 26,7 ár (sf = 7,6 ár). Svarhlutfall í hópi stúdenta sem mættir voru í kennslustundir þegar listinn var lagður fyrir Íslensk þýðing og þáttabygging CTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.