Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 Fréttir DV DV jFRÉTTIR Skemmdarvargar á safni Skemmdarverk hafa verið unnin á húsnæði Víkingasafnsins við Víkingabraut í Innri-Njarð- vík tvær nætur í röð. Aðfaranótt sunnudags voru margar rúður í húsinu brotnar og aðfaranótt mánudags voru skemmdarvarg- ar aftur á ferðinni þegar fleiri rúður voru brotnar og málningu skvett á innanstokksmuni. Rann- sókn málsins stendur yftr og bið- ur lögreglan á Suðurnesjum þá sem hafa orðið mannaferða varir síðustu nætur að hafa samband við lögregluna. Níu stöðvaðir Níu ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur af lögregl- unni á Blönduósi um miðjan dag í gær. Sá ökumaður sem hraðast ók mældist á 125 kílómetra hraða. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni á Blönduósi var nokk- uð mikil umferð í Hrútafirði þar sem flestir ökumennirn- ir voru stöðvaðir. Þá valt bifreið á Skaga- strandarvegi um miðjan dag í gær. Minniháttar slys urðu á farþegum en bifreiðin er gjörónýt. Á sjötugsaldri á ofsahraða Lögreglan á Hvolsvelli stöðv- aði í gær 63 ára karlmann á 143 kílómetra hraða á Suðurlands- vegi austan við Hvolsvöll. Öku- maðúrinn mun þó halda öku- leyfinu, en á von á níutíu þúsund króna sekt og að auki íjóra punkta í ökuferilskrá. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli er það nærri daglegur atburður að ökumenn séu teknir á slíkum ofsahraða og gildir þar einu á hvaða aldri ökumennirn- ir eru og hvers konar bíla þeir keyra. Ökumaðurinn sem lög- reglan stöðvaði í gær var á nýleg- um Ford Focus-fólksbíl. Neitaralvalegri líkamsárás Héraðsdómur Reykjavíkur þingfesti í gær ákæru á hend- ur nítján ára konu úr Reykjavík. Konunni er gefið að sök að hafa ráðist með mjög fólskulegum hætti að manni í Mosfellsbæ í júlí á síðasta ári. Konan mun hafa slegið karlmann í höfuðið með glerflösku með þeim afleiðing- um að sauma þurfti átján spor í andlit hans. Maðurinn hlaut skurð á nef, efri vör og enni þegar flaskan brotnaði á höfði hans. Konan neitaði sök við þingfest- ingu málsins. ELJ A diisi i i i RUVOLOGLEGT Forsvarsmenn 365 hf. telja að Ríkisútvarp- ið ohf. fari á svig við lög og samkeppnis- reglur með margvíslegum hætti og eru þess fullvissir að um þriggja milljarða króna árlegur ríkisstyrkur til rekstrar RÚV ohf. sé ólögmætur og brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins. „Þannig telur 365 hf. að verulegar líkur séu á að að RÚV niður- greiði auglýsingaverð með fjárframlögum Ríkisútvarpið Stjórnsýslukærur 365 á hendur RÚV ohf. vegna meintra brota á samkeppnislögum og ólögmætra ríkisstyrkja verða afgreiddar á næstunni. JÓHANN HAUKSSON blaöamaður skrifar: johannh^dv.is .1 Að minnsta kosti þrjár kærur á hendur RÚV eru til athugunar, tvær stjórnsýslukærur frá 365 hf. hjá Samkeppniseftirlitinu og ein hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem upphaflega var lögð fram af hálfu Norðurljósa fýrir nokkrum miss- erum. Eftir því sem næst verður komist styttist í að kærurnar hljóti afgreiðslu. Páll Gunnar Pálsson for- stjóri Samkeppniseftirlitsins kveðst ekki geta sagt nákvæmlega hvenær niðurstaða verði ljós. f stjórnsýslukæru 365 hf. til Sam- keppniseftirlitsins er gerð sú krafa að stofnunin rannsaki og ákvarði hvort íjárframlög ríkisins til RÚV ohf. feli í sér ólögmæta ríkisað- stoð og brjóti þannig gegn ákvæð- um EES-samningsins. Jafnframt vill 365 hf. vita hvort samkeppnisstöðu keppinauta RÚV sé raskað með ívilnandi stuðningi við RÚV ohf. f stjórnsýslukæru 365 er vísað til þess að lagaskilgreining á hlut- verki RÚV ohf. sé afar rúm en það leiði til þess að RÚV geti aðhafst flest það sem fjölmiðlar í einkaeigu aðhafast um leið og það hafi forskot á keppinautana í krafti frjárfram- laga frá ríkinu. f kærunni er gefið til kynna að með víðtækri skilgrein- ingu á hlutverki RÚV sé nær óger- legt að segja fyrir um það hversu mikið fjármagn fari raunveru- lega í að veita útvarpsþjónustu * í almannaþágu. Þetta er talið auka líkur á því að RÚV mis- noti það fjármagn sem fæst frá ríkinu til að auka forskot sitt í samkeppni við 365 eða aðra ljósvakamiðla. Handvömm Alþingis? í þriðju grein laga um Ríkisútvarpið er kveðið fráríkinu" á um hlutverk RÚV ohf. í þrettán liðum. í kæru 365 til Samkeppn- iseftirlitsins er bent á að fram- kvæmdastjórn ESB ætlist til þess að skilgreiningar séu skýrar og fyrirsjá- anlegar þegar veittir eru ríkisstyrk- ir enda verði keppinautar að geta skipulagt rekstur sinn með hliðsjón af skyldum sem sá hefur sem veitir þjónustu í almannaþágu. f kærunni segir að þetta sé ógerlegt sökum þess hversu óskýr ákvæðin um hlutverk RÚV séu í lögunum. í kærunni er einnig á það bent að enga útreikninga sé að finna sem grund- vallamegi rík- isstyrkinn á. Ákvörðun um fjárhæð / \ J Páll Magnússon Með nefskatti, sem tekur gildi um næstu áramót, fær RÚV ohf. um þrjá milljarða króna i fastar tekjur frá skattgreiðend- um. Þar að auki gætu árlegar auglýsingatekjur nálgast 1,4 milljarða króna að auki sé tekið mið af árshlutareikningum RÚV á síðasta ári. sé ekki byggð á neinum forsendum um rekstrarkostnað RÚV ohf. við að fullnægja skyldum sínum um útvarpsþjónustu í almannaþágu. „Við útreikning á ríkisstyrk til RÚV virðist einvörðungu tekið mið af því hversu mikil skattbyrðin verð- ur á greiðendum nefskattsins þegar hann tekur gildi." Bent er á þá nið- urstöðu ffamkvæmdastjórnar ESB að danska ríkið hafi ekld hugað að þessum sjónarmiðum við ákvörðun á ríkisstyrk til TV2 á sínum tíma. TV2 var gert að endurgreiða danska ríkinu sem svarar 10 milljörðum króna. Niðurgreidd samkeppni RÚV ohf. í kæru 365 er einnig á það bent að ríkið hafi enga hug- mynd um hvort ríkisaðstoð- in við RÚV ohf. sé veitt inn- an meðalhófsmarka eða ekki og því sé ekki unnt að vita hvort hluti framlags- ins sé notað- ur til að grafa undan sam- keppni. Þar að auki hafi RÚV leyfst að skila tap- rekstri árum saman sem skekki myndina enn meir. Furðu sæti að >1 við slíkar aðstæður hafi RÚV stað- ið í harðri samkeppni við miðla í einkaeign um kaup á eftirsóttu sjónvarpsefni. Fullyrt er að RÚV ohf. sæki mjög hart inn á auglýsingamarkað og bjóði auglýsendum margs kon- ar gylliboð þar sem dæmi séu um allt að 50 prósenta afslætti af upp- gefnu verði auglýsinga. Þannig tel- ur 365 hf. að verulegar líkur séu á að að RÚV niðurgreiði auglýsingaverð með fjárframlögum frá ríkinu með tilheyrarndi röskun á samkeppni. 365 hf. er það sérstakur þyrnir í augum að Sjónvarpið skuli með vinsælli afþreyingardagskrá gera sig að aðlaðandi kosti fyrir auglýs- endur. Þetta sé dæmi um að rík- isaðstoð sé notuð til að vega að rekstrargrundvelli einkamiðla. „Ríkisaðstoð er notuð til að kaupa vinsælt sjónvarpsefni, sem síðan er ætlað að auka áhorf sem aftur er ætlað að auka auglýsingatekjur í rekstri RÚV" segir í kærunni. f umsögn Samkeppniseftirlits- ins til Alþingis við samningu lag- anna um RÚV ohf. segir að ljóst sé að RÚV muni geta nýtt ríkisaðstoð til framleiðslu eða kaupa á vinsælu dagskrárefni. Það skapi eða auki áhorf og hlustun hjá RÚV og styrki þar með stöðu félagsins á markaði fyrir auglýsingar. „Af þessu leiðir óhjákvæmilega að umrædd sam- keppnisstarfsemi RÚV á sviði aug- lýsinga verður niðurgreidd með þeirri ríkisaðstoð sem félagið mun njóta." Tveir tollveröir sagðir hafa þuklað á konum undir fölsku yfirskini: Tollvörður játar vegna minnisleysis Aðalmeðferð í máli Ingvars Lýðs- sonar og Sigurðar Más Ólafssonar var í Héraðsdómi Reykjavíkur gær. Ákæran felst í því að 19. janúar síð- astliðinn áttu þeir að hafa misnotað aðstöðu sína sem tollverðir og leit- að á tveimur konum, ásamt því að hafa stolið veski frá annarri þeirra. Sigurður segist ekki muna eftir at- burðinum, þannig að hann játaði á sig kærurnar á grundvelli þess að kortaveski sem hafði verið í tösku annarrar konunnar fannst í fórum hans. Ingvar neitar öllum ásökunum og segist ekki hafa komið nálægt þessu. Þeir höfðu verið í starfs- mannagleðskap fyrr um daginn og svo seinna um kvöldið hafi þeir farið á skemmtistaðinn Hressó til að halda gleðinni áfram. Ingvar er sagður hafa farið heim og skipt um föt en Sigurður var enn í tollvarðar- fötunum. Þeir hittust á Thorvald- sen bar og voru síðan samferða á Hressó. Ingvar segist ekki hafa ver- ið mikið með Sigurði eftir að þeir komu þar inn, en hann hafi séð hann með tveimur konum. Kon- urnar segja að tveir dökkklæddir menn hafi komið til þeirra og sagt að þeir væru frá tollinum að leita að dópi. Þær muna ekki hvort báðir hafi sýnt tollvarðarskilríki, en báðar eru vissar um að annar aðilinn hafi gert það. Konurnar sögðust ekki hafa mikið vit á þessu og því leyft þeim að leita á sér og í veski annarr- ar konunnar, sem annar maðurinn hljóp á brott með. Ingvari var sagt upp störíúm tímabundið en Sigurð- ur sagði sjálfur upp undir þrýstingi frá tollstjóra. olivalur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.