Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 29
+ DV FólkiO KLOVN: FÆRDIOKKUR TRÚÐANA María Hjálmarsdóttir var svo hrifin af dönsku gaman- þáttunum Klovn að hún barðist fyrir því að RÚV tæki þá til sýninga. í ferlinu kynntist hún Casper, Frank, Iben og félögum sem heimsóttu hana nýlega til íslands. „Ég var í námi í Damörku í viðskipta- og markaðshagfræði og heillaðist af þessum þátt- um. Mig langaði að finna leið til að koma þeim á íslenskan markað og vann að því verkefni í námi mínu," segir María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Iceland Express, sem sá til þess að RÚV hóf sýningar á dönsku gamanþáttunum Klovn sem hafa vakið mikla lukku á Norðurlöndunum. „Ég hætti ekki fyrr en RÚV kveikti á því hvað þættirnir eru ótrúlega skemmtilegir og tók þá til sýninga. Og það gerði mikið fyrir Klaus, Casper, Iben og félaga því það að RÚV keypti sýningar- réttinn varð til þess að Svíar og Finnar sýndu þessu áhuga og markaðir opnuðust," segir María sem ber hópnum vel söguna. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt fólk og í raunveruleikan- um mikið eins og í þáttunum enda eru þeir að stórum hluta spuni." María seg- ir að erfitt hafi verið að fá viðtal við þá í fyrstu en þá voru þætt- irnir búnir að slá í gegn í Danmörku. „Ég var svo stressuð að ég skalf þegar ég hitti þá fýrst. Það er svo erfitt að fá viðtal við þá en ég fékk það vegna þess að þeim fannst svo skemmtilegt að íslensk námsstúlka vildi fá þættina til íslands. Þeir hlógu bara að mér þegar ég var rauð í framan af stressi og tóku mér bara vel." Nýlega heimsóttu Casper, Iben og félagar Maríu til Islands. „Það var svo gaman að fá þá heim til mín, þeir komu í pinkulitlu íbúðina mína í Nóatúni og horfðu með okkur á þættina. Þeir grenjuðu úr hlátri enda höfðu þeir ekki séð þætt- ina nokkuð lengi og fannst súrrealískt að sjá sig með íslenskum texta." . Eft- ir námið í Danmörku tók María við starfi verkefna- Klovn Þeir félagar eru sérlega lunknir við að koma sér í bobba. stjóra hjá Iceland Express og vinnur hún nú að því að kynna Klovn fýrir enn fleira fólki. „Eitt af verkefnum mínum er að sjá um „Ferðafélagann" sem er nýtt afþreyingarkerfi um borð í vélunum. Ég hef gengið frá því að þættirnir verði á boð- stólum þar," en María, sem hefur séð alla þætt- ina, segir að þeir verði bara fyndnari og fýndnari. „Eitt fyndnasta atriðið er að Frank fær Indiana Jo- nes-svipu í jólagjöf," en María segir Frank prófa gripinn þegar vinkona þeirra, sem er í hjólastól, situr fyrir aftan hann. ' Casper, Frank og María Eru góðlr vinir en þeir heimsóttu nýlega Maríu. | llWllS'SfiiSBBBHWWIIIHHflBI ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNf 2008 29 GUNNAR FÉKKGULL Gunnar Nelson bardaga- íþróttamaður gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna á Opna meistaramótinu í brasilísku jiu jitsu á Hawaii í fýrrinótt. Þátttak- v endur á mótinu voru í kringum hundrað og fimmtíu í þremur styrkleikaflokkum og tók Gunnar þátt í erfiðasta flokknum. Flokk- ur Gunnars var ekki mjög fjöl- mennur en hann sigraði þó tvo erfiða andstæðinga í úrslitum. Annar þeirra var talinn sigur- stranglegastur á mótinu sem var >j afar sterkt. Gunnar er á hraðri uppleið í bardagaíþróttaheim- inum og sigraði meðal annars á Opna írska meistaramótinu í brasilísku jiu jitsu síðastliðið haust, bæði í sínum þyngdar- flokki og í opnum floldd. Ekki var keppt í opnum flokki á mótinu á Hawaii. ROKKAÐ í VIÐEYJAR- KIRKJU Hljómsveitin For a Minor Reflect- ion ædar að slá upp rokktónleikum með bandarísku sveitinni Northern Valentine á heldur óvenjulegum stað nú á sunnudagskvöldið. Nánar tiltekið í Viðeyjarkirkju en þetta er í fýrsta skipti sem haldnir eru rokk- tónleikar f Viðeyjarkirkju svo vitað sé til. Viðeyjarkirkja er í smærri kantinum og því einungis fimmtíu manns sem komast að á tónleik- unum. Tónleikarnir hefjast upp úr klukkan 18.30 en Viðeyjarferjan leggur tímanlega af stað klukkan 18.15 frá Sundahöfn. Til að komast á tónleikana þurfa áhugasamir að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið foraminorreflection@- > gmail.com. Þóra Sigurðardóttir leikkona á von á sínu fyrsta barni eftir rúma viku: VONAR AÐ KRÓGISÉ LÍKUR SÉR „Ég hlakka náttúrlega bara mest til að sjá krógann og hvort hann sé ekki ör- ugglega líkur mér" segir Þóra Sigurðar- dóttir leikkona hlæjandi en hún á von á sínu fýrsta bami eftír átta daga með eiginmanni sínum Völundi Snæ Völ- undarsyni kokki. „Við vitum ekki hvort kynið það er. Ég er að hemja mig í fýrsta skiptí á ævinni," segir Þóra og er orðin heldur óþolin- móð að bíða eftir frumburðinum. Hún segir meðgönguna hafa gengið ótrú- lega vel. „Satt best að segja hef ég aldrei verið skárri né þolanlegri. Er haldin stóískri ró og er algjörlega til friðs." Hjónin hafa verið búsett á Bahama-eyj- um undanfarin misseri en nú eru þau skötuhjú stödd hér á landi og æda að dvelja í óákveðinn tíma. „Ég á svo mikið bakland hérna, móður mína og systur. Svo er ég lánsamlega síðust í vinkonu- hópnum og get .sótt í viskubrunninn í hringnum," útskýrir Þóra. Hún segist líka treysta íslenska heilbrigðiskerfinu betur. „Hér er maður með ljósmóður en ekki bara lækni eins og úti. Þetta er ekki nærri jafnpersónulegt útí. Kerfið héma heima er æðislegt." Þóra og Völundur, sem þekktur er sem Völli Snæ, giftu sig fyrir tveimur ámm og segir Þóra þau fara óhefðbundna leið miðað við íslenska normið. „Þetta er svolítíð spes. Við erum búin að gifta okkur. Síðan kemur barnið. Þetta er fýrsta barn okkar beggja. Við eigum ekki fullt af stjúpbörnum. Þetta er mjög óíslenskt," segir Þóra sem segist vera óvenju hress þrátt fýrir að það sé rúm vika í barnið. Hún skellti sér á Sex and the City-myndina í fýrradag þrátt fýrir að vera komin á steypirinn. „Þetta er rosalega gaman, en maður er að þvælast einhverjar vegalengd- ir og fattar ekki hvar takmörkin liggja. Ég er búin að krossleggja fingurna, trúðu mér, að barnið komi á réttum tíma," segir Þóra. Hún segist vera kom- in með langan lista yfir ráð til að flýta fýrir komu bamsins. „Ég á að sippa og drekka laxerolíu þess á milli," segir Þóra og skellir upp úr. hanna@dv.is f Kjarnafjölskylda Þóra Sigurðardóttir og VölundurSnær Völundarson eru stödd á fslandi og telja niður dagana þangað til frumburður þeirra kemurlheiminn. -4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.