Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNf 2008 Fókus DV DV-mynd Siguröur REYNIR TRAUSTASON fór áSægreifann við Tryggvagötu: HRAÐI: ★★ VEITINGAR: VIÐMÓT: UMHVERFI: ★ VERÐ: ann og panta súpu í frauðmáli. Silfurskeiðin er aukaatriði. Við- mót starfsfólksins er hrjúft, án yf- irborðsmennsku. Hraðinn á af- greiðslunni er eins og hann á að vera. Sægreifinn er tær snilld. StMNGARLOK í SKOTINU Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningu JIRKA ERNEST, Brot, í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem lýkur í dag. Myndirnar eru teknar á heimaslóðum Ernest í Moravíu og eru hugleiðingar um líf hans og æsku og þær breytingar sem átt hafa sér stað frá þeim tíma, litaðar af hruni kommúnismans. Jirka hefur sýnt víða í Evrópu en þetta er fyrsta sýning hans á (slandi. VONAST EFTIR FRAMFÖRUM Er ég góð manneskja? Myndlistarsýningin Am I a Good Person? verður opnuð í DaLí Gall- ery á Akureyri í kvöld klukkan 20. bað er myndlistarmaðurinn Seby Ciurcina frá Sikiley sem er höfund- ur sýningarinnar en hann býr og starfar í Berlín. Hann hefur komið víða við í listgreinum og er einnig tónlistarmaður og hefur fengist við leiklist. Seby verður á landinu fyrri hluta júnímánaðar og ákvað að nota tækifærið og sýna verk sín á meðan á dvölinni stendur. Sýningin stend- ur til 14. júní og eru allir velkomnir. „Við förum á sunnudaginn til Austin í Texas í síðustu tökur með sólskinsdrengnum. Ætli við dvelj- um ekki með honum í viku þar. Vonandi hafa orðið framfarir hjá honum," segir Friðrik Þór Friðriks- son kvikmyndagerðarmaður um myndina Sólskinsdreng sem hann leggur nú lokahönd á. Eins og greint hefur verið frá fjallar mynd- in um leit móður á nánari skilningi á einhverfu tíu ára gamals sonar síns, Þorkeli Skúla Þorsteinssyni. Kraftaverk indversku konunnar Friðrik og samstarfsfólk hans fór síðast út til Austin með Þor- keli og móður hans, Margréti Ei- ríksdóttur, í janúar síðastliðnum. Þar var Þorkell meðhöndlaður af indverskri konu sem hjálpað hef- ur fjölda fólks með einhverfu. „Það kom í ljós að Þorkell getur reiknað og skilur ensku. Það var kraftaverk að fylgjast með þessu," segir Frið- rik. Indverska konan mun reyna að hjálpa Þorkeli enn frekar í þess- ari heimsókn sem nú er fyrirhug- uð. „Ilún er að opna hann smátt og smátt. Vonir standa til að hann geti jafnvel farið að stafa og fleira á næstu tveimur árum," segir leik- stjórinn en einhverfa Þorkels lýsir sér meðal annars í því að hann tjáir sig afar lítið með orðum. Auk þess að fylgjast með framförum Þorkels í meðferðinni fylgir Friðrik Margréti um heiminn þar sem hún kynn- ir sér ólíkar aðstæður einhverfra barna og meðferðarúrræði. Mamma Gógó í tökur í haust Stefnt er að því að frumsýna Sólskinsdreng í september. Næsta verkefni Friðriks er svo hin sjálfs- ævisögulega mynd Mamma Gógó en tökur hefjast í haust. Hún fjall- ar um kvikmyndaleikstjóra, eða „leikstjóra Barna náttúrunnar" eins og Friðrik orðar það, og bygg- ir á samskiptum Friðriks við móð- ur sína sem glímir við Alzheimer- sjúkdóminn. „Ég blanda saman dramatík og gamansemi. Vonandi verður þetta meira í átt að gam- anmynd af því að það er búið að gera svo margar svartar myndir um Alzheimer. Það er kannski kominn <* . Tökum á Sólkinsdreng Fríð- ríks Þórs Friðrikssonar lýkur væntanlega í næstu viku. tími til að horfa á spaugilegu hlut- ina.“ Hilmir Snær Guðnason leik- ur leikstjórann og Kristbjörg Kjeld móðurina. Stefnt er að frumsýn- ingu Mömmu Gógó á næsta ári. kristjanh&dv.is Hilmir Snær Guðnason Ef öll plön ganga eftir hefjast tökur á næstu mynd Friðriks, Mömmu Gógó, [ haust. Myndin byggir á samskiptum Friðriks við móður sína, sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn, og mun Hilmir Snær leika leikstjórann. Kraftaverk „Það kom í Ijós að Þorkell getur reiknað og skilur ensku. Það var kraftaverk að fylgjast með þessu," segir Friðrik um síðustu ferð með Þorkeli tilTexas. Til heiðurs Þorkeli Tónleikar til heiðurs Þorkeli Sigurbjörnssyni verða haldnir í fslensku óperunni á morgun og aftur í Laugarborg við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit á fimmtudag- inn. Þorkell er eitt ástsælasta og áhrifamesta tónskáld íslendinga en hann fagnar sjötugsafmæli sínu í ár. Höfundarverkhans er afar fjölbreytilegt, inniheldur meðal annars fjölda hljómsveit- arverka, einleikskonserta, raf- og tölvutónlist og kammeróperur, en sálmalög Þorkels eru meðal þekktustu verka hans. Hljóðfæra- leikarar á tónleikunum, sem eru hluti afListahátíð, eruþau Sigur- björn Bernharðsson, fiðluleikari og frændi tónskáldsins, og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó- ^leikari._____________ Leiðrétting Hluti síðustu málsgreinarinnar í dómi um bókina Myrkur vetur eft- ir Andy McNab í DV í gær féll niður vegna mistaka. Niðurlagið er því birt hér aftur: „Engu að síður nær höfundur að byggja upp spennu í at- burðarásinni, én eins og oft vill verða hafði ég meiri áhuga á örlögum aukapersóna í bók- ínni, en örlögum heimsbyggðarinn- ar. En Myrkur vetur er fyrst og síð- ast spennubók og skal lesast sem slík og metast sem slík og fyrir mitt leyti hefði engu skipt þó Andy McNab væri næturvörður á hóteli í Soho." SÆGREIFI. SVIÐ OG SÚPA Veitingastaðurinn Sægreifinn við Tryggvagötu er einn sérstæðasti veitingastaður landsins. Staðurinn er rekinn í gamalli verbúð við smá- bátahöfnina. Utan frá séð mætti ætla að þar væri enn verið að stokka upp lóðir eða snurfusa veiðarfæri. En það er öðru nær. Inni fyrir er að finna fyrirtaks veitingastað af þeim toga sem maður finnur helst á af- viknum stöðum í útlöndum. Það orðspor sem fer af staðnum hefur leitt til þess að túristar mæta þang- að gjarnan. Þegar mig bar að garði var staðurinn þéttsetinn; þýskir túristar í bland við Islendinga sem fengu sér humarsúpu á botnverði í hádeginu. Alþingismaður í þing- pásu sat við borð og snæddi sviða- kjamma á þessum stað sem ann- ars sérhæfir sig í sjávarfangi. Sjálfur Sægreifinn, Kjartan Halldórsson, tók á móti gestum með frystihúsav- untu framan á sér og sícaut fram bröndurum og talaði fingramál við túristana. Aðspurður um svið þing- mannsins varð hann vandræðaleg- ur en sagði að viðskiptavinir gætu fengið slíka þjónustu ef þeir pönt- uðu með dagsfyrirvara. Langflestir gestanna voru með hina rómuðu humarsúpu Sægreifans sem er bor- in fram í einnota frauðboxi og gest- ir snæða með plastskeið. Aðrir voru með grilluð spjót með laxi, ýsu, hrefnukjöti eða öðru sjávarfangi. Ég pantaði humarsúpuna og gerði strax athugasemd við plast- skeiðina. Sægreifinn bauðst til að vera tilbúinn með silfurskeið næst. Á meðan á borðhaldinu stóð geisuðu líflegar umræður um kvóta- kerfi og eftirlaunalög. Þingmaður- inn og Sægreifinn voru sammála í öllum meginatriðum. Þeir voru líka sammála upi að Frjálslyndi flokk- urinn ætti ekki í innri ófriði. Ein- hver spurði þá um afstöðu „Magga múslí" til útlendinga en Sægreif- inn neitaði að tjá sig um þau mál og þingmaðurinn stóð upp og fór. Hann borðaði ekki augað úr sviða- kjammanum. Engu er logið um dásemdir súpu Sægreifans. Og umhverfið er frá- bært með hinni skrautlegu flóru mannlífsins. Ég fer aftur á Sægreif-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.