Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 13
DV Fréttír ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 13 Þeirsem voruí haldi um borð í skipinu sættu ívið harkalegri bar- smíðum en tíðkuð- ust í Gvantanamo að sögn fangans. sem voru í haldi um borð í skip- inu sættu ívið harkalegri barsmíð- um en tíðkuðust í Gvantanamo að sögn fangans. Clive Stafford Smith hjá Reprieve-samtökunum sagði í viðtali við Guardian að banda- rísk stjórnvöld kysu að nota skip tii að forðast forvitin augu, en þegar upp yrði staði myndi samtökunum takast að sameina „draugafang- ana". Bandaríkjastjórn hefur við- urkennt, að sögn Smiths, að hafa í haldi um tuttugu og sex þúsund fanga í leynifangelsum. „Upplýs- ingar leiða líkur að því að allt að áttatíu þúsund manns hafi farið „í gegnum kerfið" síðan 2001," sagði Clive Stafford Smith. Skip til að hýsa refsifanga Notkun skipa sem fangelsa er ekki ný af nálinni þó hingað til hafi verið um að ræða venjulega refsi- fonrro T TTnrcQt ó ÍJnrrlonrli xrar lonfrl rekið fangaskipið Weare. Skipið var upphaflega smíðað sem híbýli fýrir hermenn á tíma Falklands- eyjastríðsins, en var síðar sent til Bandaríkjanna þar sem það var notað sem fangelsi og síðan sent aftur til Englands. Weare var not- að sem fangelsi frá 1997 til 2005 og gat hýst fjögur hundruð fanga, en skiptar skoðanir voru um ágæti fangelsis af þessari tegund. Algengt var að Bretar notuðu skip sem fangelsi á átjándu og nítjándu öld. Þegar Bretar herj- uðu á Danmörku í upphafi nítj- ándu aldar notuðu þeir skip til að hýsa fanga sína, voru skipin kölluð „svörtu skipin". I sjálfstæðisstríð- inu í Bandaríkjunum 1775-1783, þar sem tókust á breska krúnan og breskar nýlendur í Norður-Amer- íku, létu fleiri lífið um borð í bresk- um fangaskipum en öllum orrust- Börnin send á búgarðinn Réttur í Bandaríkjunum hefur úr- skurðað að fleiri en fjögur hundruð börn sem fjarlægð voru af búgarði sértrúarsafnaðar í Texas skuli send til síns heima á ný. Börnin höfðu verið fjarlægð af búgarðinum því talin var hætta á að þau sættu kynferðislegri misnotkun á þeim bæ. Helmingur barnanna er undir fimm ára aldri. í apríl úrskurðaði Barbara Walth- er, dómari í Texas að börnunum skyldi komið fyrir á fósturheim- ilum, en var skipað af hæstarétti fýlkisins að breyta úrskurði sínum. Með ákvörðun réttarins er lokið einu viðamesta forræðismáli í sögu Bandaríkjanna. Lukkudýrið Fritzl Þýska tímaritið Titanic fer að margra mati offari í nýjasta tölu- blaði sínu. Á forsíðu blaðsins er mynd af Jósef Fritzl sem hélt dóttur sinni fanginni í aldarfjórð- ung og eignaðist með henni sjö börn. Búið er að mála austurríska fánann á kinnar Fritzl og inni í blaðinu er grein þar sem gert er grín að Elísabetu, dóttur Fritzl, börnum hennar úr kjallaranum og íbúum Amstetten. Tímaritið segir Jósef Fritzl lukkudýr Aust- urrílcis í Evrópumóti landsliða í knattspymu sem hefst eftir noldaa daga, en Þýskaland er í riðli með Austurríkismönnum en þeir eru einnig gestgjafar mótsins. Lík í fermingarveislu Ekki fór allt sem skyldi í ferm- ingarveislu á veitingastað í Nor- egi. Búið var að dekka borðin og veitingarnar til reiðu, en rétt í þann mund sem veislan átti að hefjast fann eigandi Skogly Café, þar sem veislan skyldi hald- in, lík í eldhúsinu. Anne Kar- in Randen, eigandi staðarins, hafði strax samband við lögregl- una. Lögreglan telur ekki milcinn vafa leika á að um sé að ræða afleiðingar ofbeldis enda er lík- ið þannig útleikið. Uppákoman kom þó ekki í veg fyrir að ferm- ingarveislan yrði haldin, en hún var færð á annan stað þar sem allt var með eðlilegum hætti. HÚSEIGENDUR - HÚSBYGGJENDUR Við getum bætt við okkur verkefnum. Bjóðum upp á alhliða þjónustu í byggingariðnaði nýsmíði og viðhaldsverkefni. Má þar nefna uppslátt, uppsteypu húsa og annara mannvirkja, endurnýjun þaka, viðgerðir utanhúss og klæðningar, endurnýjun glugga og hurða, smíði innveggja, uppsetning lofta, smíði sólpalla og fl. Gerum föst verðtilboð. Áratuga reynsla meistara og fagmanna. Sími: Gunnar Þór 891 6591 og 891 6590 Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið alhlida@yahoo.com AHtfyrif jepP amanninn á einum stað Drifhlutföll Mismunadrif Skriðgirar Mælar Lækkun í lág drif ár Afar vönduð pallhús í úrvali Loftdælur Jarðvegsþjappa á „þjöppuðu" verði PC 1442 Shatal jarðvegsþjappa Stærð plötu: 400 x 550 mm Þyngd: 80 kg Mótor: Honda bensín 5,5 hö Miöflóttaafl á plötu: 1400 kg Mesti hraði áfrarn: 26 m/mín Víbratíðni: 93 Hz K,149.90a-*lt / " Ginnig á Klettháls: Opið virka daga kl.8-18, laugardaga 9-16 Suðurnes: Opið virka daga kl.8-18, laugardaga 9-14 Suðurnesjum) MÚRBÚÐIN - Afslátt eða gott verð ? 'etthálsi 7 Rvk - Fuglavik 18 Reykjanesbæ ni 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.