Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNl 2008 Ættfræði DV Birgir Haraldsson TÆKNISTJÓRI STEFNU Birgir fæddist á Ak- ureyri og ólst þar upp. Hann var í Barnaskóla Akureyrar, Gagnfræða- skóla Akureyrar, lauk stúdentsprófi frá VMA 1998, stundaði nám í tölvunarfræði við McNeese State Univer- sity í Louisiana og við HA og lauk þaðan BSc- prófi. Birgir var tölvu- kennari og kerfisstjóri við Brekkuskóla 1999 en hefur starfað hjá Stefnu frá 2003. FJÖLSKYLDA Eiginkona Birgis er aajaptew Benetyté, f. 10.4. 1977, starfsmaður hjá Kaupþingi í út- gjaldadreifingu. Dóttir Birgis og Ingu er Sigríð- ur Kristín, f. 26.11. 2005. Foreldrar Birgis eru Haraldur Gauti Sigurðsson Ringsted, f. 1950, múrari, og Sigríður Kristín Sig- tryggsdóttir, f. 13.12. 1957, húsmóðir. Fósturfaðir Birgis er Guðmundur Stefán Svan- laugsson, f. 28.1. 1958, yfir- Inga lögregluþjónn á Akureyri. Viðar Sýrusson, löggiltur rafverktaki, er fimmtugur í dag: Mikið afmælisbarn LEIFUR EIRÍKSS0N FYRRVERANDI KENNARI, YFIRKENNARI OG SKÓLASTJÓRI Leifur fæddist að Harðbak á Hraunhafn- artanga í Norður-Þingeyjarsýslu en flutti með foreldrum sínum að Rifi á Rifstanga og ólst þar upp. Hann naut farkennslu í nokkra mánuði á barnsaldri, las undir gagnfræða- próf utan skóla, sat í Gagnfræðadeild verð- andi Menntaskóla á Akureyri 1926-27, sat í Kennaraskólanum í tæpan vetur og útskrif- aðist með kennarapróf 1944. Þá hafði hann setið tíma í íslensku, bókmenntum, dönsku og stærðfræði við HÍ sama ár. Leifur var kennari í Núpasveit 1933-34, stofnaði þá unglingaskóla á Raufarhöfn og var skólastjóri hans 1934-43. Hann var kenn- ari við Barna- og unglingaskóla Raufarhafn- ar 1944-52, kenndi við barnaskóla á Akur- eyri 1953 en kenndi síðan aftur við Barna- og unglingaskóla Raufarhafnar til 1958. Hann flutti suður í Garðabæ 1958 og kenndi við Barnaskóla Garðahrepps 1958-66 og síðan við Gagnfræðaskóla Garðahrepps 1966-82. Þá var hann yfirkennari við báða skólana. Leifur gekkst fyrir byggingu sundlaugar á Raufarhöfn með skátadrengjum sínum 1946 og kenndi þar síðan sund á tólf sumarnám- skeiðum til 1958. Leifur var formaður ungmennafélagsins Austra á Raufarhöfn um skeið, sat í stjórn Verkalýðsfélags Raufarhafnar í nokkur ár, sat í stjórn hraðfrystihússins Frosta, var stjórn- arformaður Sparisjóðs Raufarhafnar 1950- 58, sýslunefndarmaður Raufarhafnarhrepps 1945-58, oddviti hreppsnefndar 1950-58, hafnarstjóri á Raufarhöfn 1950-58. Leifur var sæmdur hinni íslensku fálka- orðu fyrir félagsstörf 1995. FJÖLSKYLDA Leifur kvæntist 13.11. 1932 Sveinbjörgu Lúðvíku Lund, f. 8.6.1910, d. 15.8.1977, hús- móður og píanóleikara. Hún var dóttir Maríu- sar Jóhanns Lund, póstafgreiðslumanns á Raufarhöfn, og k.h., Rannveigar Guðrúnar Grímsdóttur Laxdal húsfreyju. Börn Leifs og Sveinbjargar Lúðvíku eru Eysteinn Völundur, f. 31.7. 1933, vélvirki og vélstjóri í Reykjavík, en kona hans er ína Sig- urlaug Guðmundsdóttir og eiga þau fjög- ur börn; Rannveig Lovísa, f. 8.8. 1936, fýrrv. dagmóðir og húsmóðir í Kópavogi en mað- ur hennar er Haraldur Sigurjónsson, fyrrv. starfsmaður hjá fsal og eiga þau fimm börn; Ingibjörg Fríður, f. 16.6. 1938, læknaritari í Reykjavík en hennar maður er Jón Sveinsson, bókari hjá Landsvirkjun og á hún tvö börn; Erlingur Viðar, f. 9.1. 1942, tæknifræðingur á Seltjarnarnesi en kona hans er Arndís Jóna Gunnarsdóttir, kennari og húsmóðir og eiga þau fjögurbörn. Börn Leifs eru fjögur, barnabörnin eru fimmtán, en langafabörnin og langalangafa- börnin eru fimmtíu og eitt talsins og eitt á leið- inni. Leifur átti sex systkini sem öll eru látin. Þau voru Margrét, f. 1908, lengst af húsfreyja í Blika- lóni; Hildur, f. 1910, lengst af húsfreyja á Rifi og Raufarhöfn; Auðunn, f. 1912, lengi póstur á Raufarhöfn; óskírð stúlka, f. 1915; Jóhann Þor- steinn, f. 1919, sjómaður á Raufarhöfn; Stefán, f. 1925, sjómaður á Raufarhöfn. Foreldrar Leifs voru Eiríkur Stefánsson, f. 11.11.1883, d. 19.2.1956, vitavörður og bóndi á Rifi á Rifstanga, og k.h., Inbgibjörg Vigfríður Jóhannsdóttir, f. 18.11.1889, d. 24.7.1982, hús- freyja á Rifi og hin síðari ár sín á Raufarhöfn. ÆTT Eiríkur var sonur Stefáns, b. á Skinnalóni Jónssonar, og Kristínar Jónsdóttur frá Rifi. Ingibjörg var dóttir Jóhanns Þorsteins, b. að Rifi Baldvinssonar, og Margrétar Sigurrós- ar Sigfúsdóttur, frá Núpi í Öxafirði. Jóhann Páll Ingimarsson LÆKNIR í REYKJAVÍK „Ég ætla nú bara að hafa þetta rólegt og létt," segir Viðar Sýrusson, löggiltur rafverktaki, sem í dag fagnar þeim stóra áfanga að verða fimmtugur. „Eg ætla að bjóða vinum og vanda- mönnum heim í léttar veitingar í tilefni dagsins." Aðspurður hver muni sjá um veitingarnar segir hann O.J. & Kaaber ætla að sjá um þær í bland við fjölskyldumeð- limina. Viðar ætlar að vera í fríi út vikuna og njóta tímamótanna. Viðar viðurkennir að hann sé mikið af- mælisbarn í eðli sínu og eigi erfitt með að sleppa því að halda upp á daginn. Þegar hann lítur yfir farinn veg segir hann þrí- Dóttir Jóhanns Páls og Álfheiðar er óskírð dóttir, f. 14.5. 2008. Systkini Jóhanns Páls eru Kristinn Már, f. 19.11. 1981, nemi við HÍ; Valdís, f. 14.4. 1989, nemi við VÍ Foreldar Jóhanns Páls: Ingimar Valdi- marsson, f. 3.11. 1952, d. 17.11. 1995, hagfræðingur í Reykjavík, og Bjarn- veig Pálsdóttir, f. 6.6. 1954, hjúkrunarfræðingur í Reykja- vík. tugsafmælið standa upp úr þeim veislum sem hann hefur haldið. „Það árið gerði ég einhverja sprengju eins og margir gera þegar þeir verða þrítugir." Aðspurður hvers hann óski sér í afmæl- isgjöf í tilefni af hálfrar aldar afmælinu er svar hans einfalt. „Ég óska þess að vinir mínir og vandamenn fagni með mér deg- inum. Ég á allt sem ég þarfnast." Jóhann Páll fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Hvassa- leitisskóla, lauk stúd- entsprófi frá MR, stund- aði nám í læknisfræði við HÍ, lauk embættis- prófi í læknisfræði árið 2004. Jóhann hefur verið læknir við Landspítala - háskólasjúkrahús frá því hann útskrifaðist. FJÖLSKYLDA Eiginkona Jóhanns Páls er Álfheiður Haraldsdótt- ir, f. 25.4. 1976, hjúkrunarfræð- ingur. Viðar Sýrusson „Ég ætla að bjóða vinum og vandamönnum heim í léttar veitingar í tilefni dagsins." 30 ÁRA ■ Pawel Marciuk Háteigi 16f, Reykjanesbær ■ Lena Birgitta Kadmark SafamýriSl, Reykjavík ■ Robert Leszek Nowak Ljósvallagötu 12, Reykjavík ■Tomasz Grzybczyk Míkurási 1, Reykjavík ■ Karl Óttar Leifsson Guðrúnargötu 1, Reykjavík ■ Marcin Jaroslaw Pawlak Laufrima20, Reykjavik ■ Sandra Dögg PálsdóttirFMnc/9, Kópavogur ■ Gunnar Bergmann Jónsson Ho\tagerði72, Kópavogur ■ Símon Þór Gunnarsson leirubakka 10, Seyðisfjörður ■ Guðmundur Freyr Vigfússon Suðurhvammi 7, Hafnarfjörður 40 ÁRA ■ Lolita Orongan Potot Unufelli35, Reykjavik ■ Krzysztof Leszek Hronowski Auðbrekku28, Kópavogur ■ Steinunn Guðjónsdóttir Þrastartjörn 11, Njarðvik ■ Guðrún Halldóra Björnsdóttir Ketu, Sauðárkrókur ■ María Pétursdóttir Heiðarvegi20, Vestmannaeyjar 50 ÁRA ■ ÓlöfTryggvadóttir Kiettatúni5, Akureyri ■ Hafdís Erla Kristinsdóttir Lautasmára31, Kópavogur ■ Kristjana Rósa Birgisdóttir Sæborg, Grenivík ■ Guðrún Þórhildur ElfarsdóttirHe/ðarbæ2, Reykjavik ■ Hjörtur Númason Brunngötu 1, Hólmavik ■ Guðmundur Magnús Emilsson Suðurbrún 10, Flúðir ■ Þorsteinn Egilson Grund2, Akureyri ■ Margrét Einarsdóttir HörðukórS, Kópavogur ■ ÓlöfThorlacius Strandvegi 9, Garðabær ■ Svandís Ingibjörg SverrisdóttirSteWcjarfio/t/S, Húsavik ■ Gunnar Haukur Arnarson Þrastarási46, Hafnarfjörður ■ Eygló Sigurjónsdóttir Hátúni33, Reykjanesbær ■ Viðar Sýrusson Hja/labrekku 16, Kópavogur 60 ÁRA ■ Petra Jónsdóttir Dofraborgum 13, Reykjavík ■ Ragna Arnaldsdóttir Sunnu/jo/t/3, Isafjörður ■ Anna Auðbergsdóttir Rofabæ47, Reykjavik ■ Laufey Steingrímsdóttir Lágseylu 14, Njarðvík ■ Örn Jónsson Sólvallagötu 80, Reykjavik ■ GuðnýJóhannesdóttir Ölduslóð 13, Hafnarfjörður ■ Bjarni Bjarnason Barðaströnd43, Seltjarnarnes ■Vilborg Ingólfsdóttir Reynimel25, Reykjavik 70 ÁRA ■ Elín Karlsdóttir F/raunbrún 3, Hafnarfjörður ■ Álfhildur Jónsdóttir Viðifelli, Akureyri ■ Jón Kristófersson Fossi2b, Kirkjubæjarkl. ■Trausti Jóhannesson Kambsvegi26, Reykjavik ■ Arndís Jenny Stefánsdóttir Borgarbraut2, Borgarnes ■ Sigurður Guðmundsson Funafold 75, Reykjavik ■ ÓlafurThorarensen Aðalstræti 15, Isafjörður 75 ÁRA ■ María Rebekka Gunnarsdóttir Norðurbrú 1, Garðabær ■ Haukur Jóhannsson Hrismóum 1, Garðabær ■Vigfús Magnússon Sóltúni 10, Reykjavik ■ Gunnar Lúðvíksson Langholtsvegi 158, Reykjavik ■ Þórður Jóhannsson Sæbakka 8, Neskaupstaður ■ Ólafur Kristjánsson Vallarbraut2, Njarðvik 85 ÁRA ■ Kári Halldórsson Barðaströnd 6, Seltjarnarnes ■ Stefanía B Thors Lágafelli, Mosfellsbær 90 ÁRA ■TorfhildurJónsdóttir Hjallavegi 9, Reykjavík 101 Arsídag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.