Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNl 2008 Neytendur DV PLAYERS STENDUR UPP ÚR „Ég hef farið á marga bari um ævina og það eru tveir sem mérfinnst standa alveg upp úr í þjónustu," segir Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, eigandi fjarthjalfun.is.„Það eruThorvaldsen og Players, en þar horfi ég oft á fótboltaleiki. Ég þarf varla að standa upp þvi starfsfólkið dekrar við mig. Svo er líka réttur þarna á Players sem er nefndur eftir mér. Mér finnst mjög fallegt af þeim að gera það." Allt í kring er okrað á okkur. Verð eru sett fram á þann hátt að neytandinn áttar sig ekki á því hvað hann fær fyrir peninginn. DV sýnir hér dæmi um okur í íslenskri verslun og þjónustu. Sýklalyfið Síprox Sýklalyfið Síprox lækkaði (verði hjá heildsala fyrir stuttu. DV kannaði nýtt verð í nokkrum apótekum á höfuöborgarsvæðinu. Rimaapótek kemur best út en Lyf og heilsa og Árbæjarapótek selja sýklalyfið dýrast. SÝKLALYFIÐ SÍPROX Rimaapótek 1.992 Garðsapótek 2.149 Laugarnesapótek 2.192 Apótekarinn 2.232 Apótekið 2.380 Lyfja 2.462 Lyfogheilsa 2.491 Árbæjarapótek 2.491 176,30 IIIMI SllrhMo 160,70 11 ]. \ SI > O Bústotowgl 161,90 IHlNSlN Mikkibrout 160,60 ISKNSÍN ö £17 03 Snorrabraut 160,70 UKNNllV Salavegi 160,70 lll'NNlN f Skógathllð 160,50 IIKNNlN 176,20 níNi:i. 177.30 DÍSF.L 176,10 uIni:i. 176,20 lllNRL 176,20 Dl§EL 176.30 IIÍNEL PAPRIKUR í HAGKAUPUM Kílóverð á íslenskri, rauðri papriku er 729 krónur í Hag- kaupum. Grænar eru ódýrari, eða á 567 krónur kílóið. Gular eru á 799 krónur. Ef keypt er ein rauð paprika sem er 150 grömm borgar maður yfir 100 krónur fyrir stykkið. Hægt er að fá þrjár íslenskar saman í pakka í Bónus og er kílóverðið á þeim 498 krón- ur. 1 pakkanum eru mismunandi litir. Ef pakki með þremur papr- ikum er 450 grömm kostar hann tæpar 230 krónur á meðan mað- ur fær eina rauða á 110 krónur í Hagkaupum. Sparnaðarráð DV: Kauptu þínar paprikur í Bónus. Þú getur líka ákveðið að sniðganga papr- iku og keypt ódýrasta grænmetið sem í boði er. Allavega á tímum kreppunnar. Hagkaup Rauð Græn Gul Appelslnugul 729 krónur 567 krónur 799 krónur 799 krónur Erlend rauð 379 krónur Erlend græn 385 krónur Erlend gul 398 krónur íslenskar blandaðar 498 krónur í BLÁA LÓNIÐ FYRIR 2300KRÓNUR Það kostar 2.300 krónur fyrir einn að fara í Bláa lónið. Á vet- urna kostar það 1.800 krónur. Það er ótrúlega skrýtið og hátt verð fyrir eina baðferð í vatni sem sprettur upp úr jörðinni. Útlendingar sem koma hing- að til lands setja sig ekki upp á móti verðinu en hinum al- menna fslendingi blöskrar. Af hverju er ekki ódýrara fyrir fs- lendinga eða þá sem búa hér á fslandi í Bláa lónið? Banda- ríkjamenn og íbúar á Flórída- svæðinu fá til að mynda ódýr- ari aðgang að Universal Studios og Busch Gardens. Sparnaðarráð DV: Við fs- lendingar búum við þann kost að geta farið í sund og ættum að nýta okkur það. Það er meira að segja ódýrara að keyra alla leið til Hveragerðis og fara í sund þar. Bláa lónið er bara lúxusaf- þreying. VERÐ í BLÁA LÓNIÐ 1. júní - 31. ágúst 2.300 kr. I.sept. -31.maí 1.800 kr. ■ Lofið fær starfs- maður í Lyfjum og heilsu í JL húsinu. Viðskiptavinur keypti lyf þar sem kostaði helmlngi minna en hann er vanur að borga. Þegar hann bað starfsmanninn um skýringar sagðist hann hafa valið ódýrari útgáfu af lyfinu svo viðskiptavinurinn gæti sparað sér nokkur þúsund krónur. Þjónusta til fyrirmyndar. lof&last Lastið fær Kaupþing banki fyrir að rukka ársgjald af ,J kreditkorti sem ekki er til. Dyggurviðskiptavinur ; bankans lenti í því að fá rukkun um ársgjald af M kreditkorti sem hann kannast ekki við. Honum var sagt að hann þyrfti að koma sjálfur í bankann til að loka korti sem hann er ekki með og hefur aldrei verið með. JUST RIGHT FRÁ KELLOGG'S 10-11 679krónur Bónus 349 krónur SNAKKPOKIA700 KRONUR Poki af Sprö mix kostar 699 krón- ur í 10-11. Þess má geta að pokinn er 200 grömm sem þýðir að kflóverðið er 3.495 krónur. Kartöflur sem steikt- ar eru upp úr olíu fá þarna jafn mikla upphefð og gott nautakjöt. Sá sem ekki vill láta bjóða sér þetta verð get- ur fengið sama pokann á 247 krónur í Bónus. Maður getur meira að segja keypt tvo poka og átt afganginn. Sparnaðarráð DV: Verslaðu ávallt þar sem er ódýrara. Svo er líka hagstætt að kaupa sér poppmaís og poppa heima ef mann langar ofsalega mikið í nasl. Auk þess er það hollara. \i 1 ■ 1 ýlAARUD SPRÖ MIX 200 9r 10-11 Bónus 699 krónur 247 krónur CHEERIOS Á ÞRJÚ ÞÚSUND Skyndibitaútgáfa af Cheerios fæst í 10-11 fýrir heilar 179 krónur. Um er að ræða box með 30 grömmum og það eina sem þarf að gera er að setja mjólk út f. Þó að 179 krónur virð- ist ekki mikill peningur fyrir máltíð er þetta dýrasta Cheerios bæjarins. Maður þarf að kaupa 17 box tií að fá sama magn og stór Cheeriospakki inniheldur, 518 grömm. 17 box af þessu Cheeriosi kosta 3.043 krónur. í síðustu verðkönnun DV kostaði 518 gramma pakki í 10-11 499 krónur. Sparnaðarráð DV: Hér ætti mað- ur að kaupa Cheeriosið í Bónus og taka með í plastboxi að heiman vilji maður hollan og góðan skyndibita. KÍLÓVERÐ Á FISKISPJÓTI 2300KRÓNUR Okkur fslendingum finnst eðlilegt að fiskur eigi ekki að vera dýr afurð þar sem hún umkringir oklcur eyj- arskeggja. Maður á ekki að þurfa að tæma vasana til að fá góðan fiskrétt eða fisk á spjóti sem er tilbúinn beint á grillið. f Gallerý Fisk kostar kflóið af tilbúnu spjóti 2.338 krónur. í Hag- kaupum kostar kflóið af fiskispjóti 2.290 krónur. Gera má ráð fyrir að um 250 grömm af fiski séu á einu spjóti með nokkrum fisktegundum. Fiskur fýrir fjögurra manna fjölskyldu kostar því næstum 2.500 krónur og þá á eftir að kaupa meðlætið. Sparnaðarráð DV: Gerðu spjótið sjálf/ur. f Fiskisögu er til dæmis hægt að kaupa eins kflós blöndu af þess- um þremur fisktegundum fýrir rúm- ar 1.500 miðað við kflóverð á hverri fisktegund. Það er mun ódýrara en að kaupa tilbúið. Grænmetið getur mað- ur svo náð í í ísskápinn heima. Laxaflök 1.590 krónur Steinbítur 1.090 krónur Stórlúða: 1.990 krónur MORGUNKORNÁ TÆPAR700 KRÓNUR Maður ætti ekki að þurfa að eyða stórum hluta af laununum sín- um í morgunmat. Klukkuverslun- in 10-11 sefur kassann af Just Right frá Kellogg's á heilar 679 krónur. Sami kassi kostar aðeins 349 krón- ur í Bónus. Það er nánast hægt að kaupa tvo pakka þar á verði eins í 10-11. Sparnaöarráð DV: Drífðu þig í Bónus beint eftir vinnu og kauptu morgunkornið þittþar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.