Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 17
HK hefur loks fengið stig og það þrjú í Landsbankadeild karla eftir 4-2 sigur á íslands- meisturum Vals í gærkvöld. HK er þó enn á botninum með þrjú stig en íslandsmeistar- arnir sjálfir eru ekki langt undan. Þetta var þriðja tap Vals sem situr í 8. sæti með sex stig. Daninn Iddi Alkhag skoraði þrennu fyrir HK. Markaieikur Leikurinn TOMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamadur skrifar: toma DV Sport______________________________________ ÞRIÐJUDAGUR 3.JÚN( 2008 17 ERIKSSON LOKS FORMLEGA HÆTTUR Manchester City og Sven-Göran Eriksson eru loks búin að ganga frá starfslokum Erikssons en þau hafa verið yfirvofandi síðan undir lokensku úrvalsdeildarinnar. Svíinn var hjá Manchester Cityfrá upphafi síðustu leiktíðaren liðið endaði í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að félagið hafði lengi vel verið í toppbaráttu. Nokkur eft- irsjá er í leikmannahópnum þar sem Eriksson sá meðal annars til þess að City vann erkiféndurna í Manchester United tvívegis í fyrsta skipti síðan tímabilið 1969-1970. Boston Celtics og LA Lakers mætast í úrslitum NBA deildarinnar N0STAL6ÍUKAST í ALGLEYMINGI MOLAR JÓHANN AMARKIÐ ert hvað gerðist. Það eina sem ég veit er að ég fékk mjög þungt högg á höf- uðið," sagði Gumileifur sem skartaði blóðugu sári á höfði eftir leikinn. Valur hafði mun betur flest alls staðar á vellinum en miðverðirn- ir, Bjarni Ólafur Eiríksson og Atli Sveinn Þórarinsson, áttu alltaf í smá- vegis erfiðleikum með danska fram- herjann, Idda Alkhag. Þessir smá örðugleikar voru aðeins stormurinn á undan logninu. Magnaðar mínútur Þegar ekkert var í spilunum nema öruggur 1-0 sigur Vals dúkkaði Ska- gamaðurinn Finnbogi Llorenz upp fyrir HK og skoraði með skalla eft- ir horn á 71. mínútu. „Með stöðuna 1-0 er gjörsamlega óafsakanlegt að fá á sig mark úr homi," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals við DV eft- ir leikinn. Rétt fyrir markið hafði Bjarni Ól- afur Eiríksson tekið kast á samherja sína í vörninni og öskraði eftir betri varnarleik sem hann fékk svo ekki að sjá. Iddi Alkhag kom HK nefnilega yfir á 80. mínútu með skondnu marki þegar hann stakk sér á milli Atía Sveins Þórarinssonar og Kjartans í markinu og skoraði í tómt netíð. Valsmenn jöfnuðu metin þremur mínútu síðar þegar Helgi Sigurðsson skoraði úr vítaspyrnu en aðeins mín- útu eftir það var Iddi aftur á ferðinni. Hann fékk þá allan tímann í heimin- um til að athafna sig inni í teignum og skora eftir góðan undirbúning ungu drengjanna Damirs Muminovic og Aarons Palomares. Datt loks fyrir okkur Albert Brynjar Ingason var ná- lægt því að jafna metin þegar hann klúðraði dauðafæri í stöðunni 3-2 en í staðinn fullkomnaði Iddi Alkhag þrennu sína í uppbótartíma. „Við höfum notað klisjuna að það hafi verið stígandi í okkar liði alveg fullt. Það er samt staðreynd en heppnin hefur ekki verið að detta með okkur. Þetta datt hins vegar fyrir okkur í dag sem er frábært," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður HK, við DV eftir leik. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var ekki jafn sáttur í leikslok. „Iddi er öflugur framherji en okkar miðverð- ir eiga að ráða við hann. Nú verð- um við að fást við stöðuna eins og hún er. Við erum bara með sex stig þannig við verðum að horfa til næsta leiks og fara að hala inn einhverjum stigum." Eftir að ljóst var að LA Lakers og Boston Celtics mætast í úrslitum NBA deildarinnar fór samstundis á stjá samanburður og sögusagnir af eftiminnilegum einvígum liðanna á níunda áratugnum. Fjölmiðlar hafa stillt Kobe Bryant frá Lakes og Kevin Garnett ffá Celt- ics sem Magic Johnson og Larry Bird samtímans. Þó erfitt sé að bera alla þessa afburða leikmenn saman. Leikimir eru uppsettir sem mesta úrslitaeinvígið í 21 ár eða allt frá því Lakers lagði Celtics árið 1987. „Ein- vígið skiptir aðdáendur okkar öllu," segir Paul Pierce leikmaður Boston Celtics. „Ég ólst upp við einvígi þess- arra liða og þau eru ástæða þess að ég byrjaði að æfa fótbolta. Ég ólst upp í Los Angeles og horfði á Lakers gegn Celtics sem voru óvinurinn. Það er því nokkuð kaldhæðnislegt að ég að spila með Celtics gegn Lakers í úrslit- um NBA-deildarinnar f ár. Rígurinn á milli þessara liða á níunda áratugnum breytti körfuboltanum." segi Pierce. Gamla goðsögnin Larry Bird hló að fréttamönnum þegar hann var spurður að því hvort hann teldi lið- in í dag lík því sem var á sínum tíma. „Leikurinn er mikið breyttur síðan þá. Auðvitað eru bæði þessi félög með miklar rætur en einvígið í þá daga var á milli liða sem höfðu gam- algróinn og samheldinn leikmanna- kjarna," segir Bird sem tók þátt í mörgu einvíginu með Boston gegn Lakers. Liðin hafa alls mæst tíu sinn- um og Boston hefur unnið átta sinnu en Lakers vann í síðustu tvö skiptin árið 1985 og 1987. Boston er gjörbreytt lið frá því í fyrra þegar það vann aðeins 24 leiki á leiktíðinni, en liðið vann hins vegar 66 í ár. Lakers-menn eru einnig afar sterkir og sannfærandi sigur þeirra í Markið sem lan Jeffs, leikmaður Fylkis, skoraði gegn (A (leik liðanna á sunnu- daginn var ekki hans. Aukaspyrna sem hann skrúfaði framhjá veggn- um fór af baki framherjans Jó- hanns Þórhalls- sonarog þaðan í gagnstætt horn við það sem markvörðurinn hafði skutlað sér í. Fyrst var haldið að Jeffs hefði átt markið en svo var því skellt á varnarmann ÍA, Heimi Einars- son, sem rétti út löppina og virtist hafa skorað sjálfsmark. Þegar myndbandið af markinu er skorað sést greinilega að boltinn fer af bakinu á Jóhanni og þaðan í netið. Á meðan á leiknum stóð hljóp Jóhann til dómarans og krafði hann um að skrifa á sig markið sem hann og gerði. Á skýrslu KS( eftir leik- inn var ritað að Jóhann hefði skorað 1 markið. Þetta er því þriðja mark Jó- hanns Þórhallssonar í deildinni. SALA HAFIN A MAKEDÓNÍULEIK Það er skammt stórra högga á milli hjá íslenska landsliðinu í handbolta en á sunnudaginn hefst alvaran aftur. Þá mætir liðið Makedónum í fyrri leik liðanna ytra um sæti á heimsmeist- aramótinu í Krótatíu árið 2009. Seinni leikurinn fer fram í Laug- ardalshöll 15. júní en ekki á þjóðhátíðar- daginn eins og síðustu tvö ár gegn Svíum og Serbum. Það má samt búast við fullu húsi en stemningin á síðustu tveimur umspilsleikjum hefur verið stórkost- leg og hafa færri komist að en vilja. Miðasalan er hafin en hægt er að kaupa miða á miði.is fSLAND í 5. STYRKLEIKAFLOKKI íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í 5. styrkleikaflokki þegar dreg- ið verður í riðla fyrir ólympíuleikana sem fram fara í Peking í ágúst. Tólf liö verða á mót- inu og hefur þeim verið skipt niður í sex styrkleika- flokka.Tvölið eru í hverjum flokki og dreg- ið ersvo eittúr hverjum í sitt hvorn riðilinn sem verða tveir. Styrkleikahóparnir eru þannig: 1. Þýskaland og Pólland, 2. Danmörk og Frakkland, 3. Króatía og Rússland, 4. Kína og Suður-Kórea, 5. (sland og Spánn, 6. Egyptaland og Brasilía. Eina sem er öruggt er að (s- land mun ekki verða í riðli með Spáni. ÓLAFURKARLTIL AZ Enn einn ungur íslenskur knattspyrnu- maður er genginn til liðs við hollenskt félagslið en Stjörnustrákurinn, Ólafur Karl Finsen, gekk í raðir AZ Alkmaar frá Stjörnunni í gær. Einnig hafa Stjarnan og AZ komist að sam- komulagi um að Stjarnan fái að senda bæði léikmenn og þjálfara til Alk- maaráhverju ári. Ólafur Karl er á 16. ári og því leikmaður í 3. flokki. Hann hefur verið fastamaður í U17 ára landsliðinu en hann lék einnig með því í fyrra, aðeins 15 ára. Ólafur er fram- sækinn miðjumaður eða ffamherji en hann mun fara utan til Hollands ( júli. Fyrr á árinu hafði annar ungur Stjörnustrákur, drengjalandsliðs- markvörðurinn Arnar Darri Péturs- son, farið utan en hann fór til norska liðsins Lyn. „Þettavaralvegfrábært. Þaðvarkom- inn tími á sigur hvort sem það yrði á íslandsmeisturunum eða einhverj- um öðrum," sagði sigurreifur mark- vörður HK, Gunnleifur Gunnleifs- son, við DV eftir að hann hafði lokið sigursöng með sínum mönnum inni í klefa. Gunnleifur átti frábæran leik með HK sem lagði fslandsmeistara Vals 4-2 í Kópavogi í gærkvöld. HK-ingar voru augljóslega mjög þreyttir á stigaleysinu þegar að leikn- um var komið en þeir seldu sig mjög dýrt í byrjun leiks. Aaron Palomares reyndi meira að segja við nýju tísku- bylgjuna, sem er að skora úr horni, en Kjartan Sturluson sá við honum. Hinum megin var Helgi Sigurðsson í dauðafæri eftir langt innkast inn á teiginn en Gunnleifur varði stórkost- lega í markinu og var það ekki í eina skiptið. Valurtók völdin Birkir Már Sævarsson skoraði fýrsta markValsmanna af miklu harð- fylgi á 19. mínútu eftir að Gunnleif- ur hafði varið af stuttu færi frá Helga Sigurðssyni. Gunnleifur lá óvígur í smástund eftir atvikið. „Ég man ekk- menn hafi ekki minnstu hugmynd um þann ríg sem var á milli féíag- anna á 6. 7. 8 og 9. áratugnum. Þeir segjast gera það en á þessum tíma var hreint hatur á milli liðanna," seg- ir Jackson. Boston vs. Lakers Boston Celtics og LA Lakers háðu mörg eftirminni- leg einvigi á níunda áratugnum. undanúrslitum á San Antonio Spurs sýnir mátt þeirra. Þrátt fyrir að allir keppist við að tala um ríg félaganna í milli er Phil Jackson þjálfari Lakers er með fæt- urna á jörðinni. „Ég held að leik- BARCELONA STÓRTÆKTÁ LEIKMANNAMARKAÐNUM Forráðamenn Barc- elona vonast til þess að klára að semja við Daniel Alves, Martin Cácares og Alexander Hleb í þessari viku. Barcelona mun borga Sevilla 32 milljónir evra fyrir Alves en hann hefur lengi lýst yfir áhuga sínum að spila fýrir„stærra" félag. Samkvæmt heimildamanni nærri Hleb er hann á leið frá félaginu og samninga- viðræður milli Barca og Arsenal eru í gangi. Hann mun vera orðinn þreyttur á glundroðanum í Lundúnum og sækist í rólegra umhverfi. LESTUNÚNA SPORTIÐÁ DV.IS!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.