Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 18
■)8 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNl 2008 Umræða DV « ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elln Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontraustiwdv.is og ReynlrTraustason, rt@dv.is FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson, Janus@dv.ls FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason, asi@blningur.is DREIFINGARSTJÓRl: 't Jóhannes Bachmann, joib@blrtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSlMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 70 40. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins á stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. öll viötöl blaösins eru hljóörituö. SANDKORIM ■ Eftir blóðbaðið á Mogganum vekur hvað mesta athygli að Ól- afur Stephenscn ritstjóri hrófl- aði ekki að neinu gagni við Agnesi Bragadóttur blaðamanni sem hefur haft gríðar- leg áhrifþar vegna vin- skapar síns við Stymii Gunnarsson, fráfar- andi ritstjóra. Spurningin sem brennur á Moggafólki er hvern- ig Ólafi takist að temja Agnesi. Nýir ráðamenn á Mogga birtust í Hádegismóum í gær. Þeirra á meðal þær Kolbrún Bergþórs- dóttir og Ragnhildur Sverris- dóttir. Athygli vakti hve vel fór með á þeim stöllum sem munu hvað mestu ráða á innblaðinu. ■ Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra er í hreinni nauðvörn vegna þeirrar afstöðu sinnar að hleranir hafi verið skiljan- legar og eðlilegar í ljósi kalda stríðsins. Afar óheppilegt hlýt- ur að teljast að dómsmálaráð- herra sé beinn hagsmunaaðili að málinu vegna blóðbanda. Styrmir Gunnarsson, iýrrver- andi ritstjóri Morgunblaðsins, notaði sitt siðasta Reykjavíkur- bréf til að fjalla um hleranamál- ið. Þar taldi hann að fórnarlömb hlerana hefðu einnig verið Ól- afur Thors, þáverandi formað- ur Sjálfstæðisflokksins, og fleiri úr forystunni en reyndar aðeins þegar þeir hringdu í komm- ana. Sagði Styrmir að þeir hefðu gjarnan gripið til dulmáls þegar smellir bentu til hlerunar. » Athyglisvert viðtal var á Rás 2 að morgni sjómannadags. Þar ræddi útvarpskonan Margrét Blöndal við athafnamanninn og skipstjórann fýrrverandi Þorstein Vilhelmsson sem lagði grunn að veldi Samherja. Upp úr samstarfi hans og Þor steins Más Baldvinssonar slitnað, með látum og sá fyrrnefndi seldi hlut sinn og haslaöi sér völl í öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum. Fyrir tæpum fjórum árum seldi hann einnig í þeim fýrirtækjum og lagði höfuðáherslu á fyrirtækið Atorku. Félagkvenna í atvinnu- rekstri veitti Þorsteini á dögun- um viðurkenningu fyrir að skipa konur í ábyrgðarstöður. ■ Ein athyglisverðasta uppá- koma sjómannadagsins var þegar athafnakonan Ásgerð- ur Flosadóttir og staflsystur ’i^gg hennarúr Frjálslynda flokknum klæddu sig í sjóstakka og mótmæltu § með þögl- um hætti kvótakerf- inu í miðbæ Reykjavíkur. Innkoma kvenn- anna í hátíðarhöld sjómanna- dagsins vakti mikla athygli gesta og gangandi en þær héldu þungbúnar á mótmælaspjöld- um gegn kvótanum. H Að þegj JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSJÓRISKRIFAR. LEIÐARI a um sannleikann Fyrirsuma þoleiulnr kynferðisbrota erþað þögnin sem er mest skerandi. Þótt funksjón fjölmiðla sé að segja almenningi sannleik- ann um það sem gerist hverju sinni kjósa margir þeirra að þegja eða segja aðeins hluta af því sem gerist. Al- menningur hefur fullkominn rétt til að vita hvað er á seyði í þjóðfélaginu og fjölmiðlamenn hafa engan rétt til að fela upplýsingar fyrir almenningi. Fyrir slíkri undantekningu þarf sterk rök. Helstu rökin fyrir því að sitja á upplýsingum eru hagsmunir fórnarlamba í kynferðisbrotamálum. Stundum eru þau þannig að nafn sakbornings vísar á fórnarlambið. Þetta á helst við ef fórn- arlamb er tengt gerandanum fjölskyldu- böndum. í einhverjum tilfellum fara fórnarlömb fram á að beðið sé með nafnbirtingu og þarf þá að taka af- stöðu til þess. Helsti álitshnekkir DV í umfjöllun um mál kennarans á ísafirði 2006 felst í því að hafa brugðist fórnar- lömbunum að þessu leyti. „Það vissu þetta allir," var viðkvæðið á ísaflrði þegar talið barst að kynferðisbrot- um kennarans gegn piltum. Samt var ekk- Wi ert gert. Fyrir suma þolendur kynferðisbrota er það þögnin sem er mest skerandi. Fórnarlömbin segja nú að samfélagið á ísaflrði hafi snúist gegn þeim eftir að málið komst í fjölmiðla. Fleiri fjölmiðlar en DV brugðust í þessu máli. Stöð 2 og Blað- ið fluttu einhliða fréttir, þar sem fréttamenn gáfu sér að beint orsakasamhengi væri á milli umfjöllunar blaðsins og sjálfsvígs mannsins. Fjölmiðlar fjölluðu um geranda í kynferðisbrotamáli sem þolanda og hin raunverulegu fórnarlömb sátu eftir í hrika- legri stöðu. Fjölmiðlar fúndu sér sökudólg og víða var því haldið fram opinberlega að fyrrverandi ritstjór- ar blaðsins hefðu banað manni. Það er alvarleg ásökun, sem er bæði ósanngjörn og röng. Harmleikur geranda í kynferðisbrotamáli stafar ekki af því að sagt sé frá gjörðum hans. Hann stafar af gjörðum hans. Framsetning DV á máli kennarans á ísafirði árið 2006 var taktlaus og það var rangt að ganga gegn vilja fórnarlambanna í umfjölluninni. Bóta- nefnd ríkisins hefur hins vegar staðfest að ekkert bendi til annars en fréttaflutningurinn hafi verið sann- leikanum samkvæmur. Fjölmiðlar hafa þann megintil- gang að segja frá en ekki þegja. Því má ekki gleyma, þótt sumir hafl annan hátt á. FAUTAR í EINKENNISBÚNINGUM Svarthöfði hefur löngum haft illan bifur á lögreglunni en talað fyrir daufum eyrum þeirra sem treysta út í ystu æsar þessum svartstökkum sem eiga samkvæmt orðabókarskilgreining- unni að byggja land með lögum. Auðvitað eigum við að geta treyst lögreglunni til þess að gæta örygg- is okkar og sú sjálfsagða krafa er innbyggð í júníformið að þeir sem því skreytist séu yfirvegaðir, æðrulausir og þrautgóðir á raunastund. Heldur hef- ur fallið á þessa glans- mynd og fólk er nú farið að staldra við og hlusta á Svarthöfða þegar hann varar við og segir sögur af komplexuðum ofbeld- isfautum sem virðast hafa þá einu hugsjón í löggæslu að nota vald sitt til þess að níðast á borgur- um þessa lands. Ofvirkir og ofbeldishneigð- ir lögreglumenn hafa verið býsna iðnir við að færa Svarthöfða áþreifanleg dæmi um að ekki sé allt með felldu í hugskotum sumra sem eiga að halda hér uppi lögum og reglu. Öskurapinn sem fór sturlaður með möntruna „GAS, GAS, GAS!" sagði ýmislegt um hversu skemmd epli leynast í tunnum þeirra Haraldar Johannesen og Stefáns Eiríksson- ar. Svarthöfði þurfti þó ekki að bíða þess lengi að önnur lögga gerði til- kall til titilsins „Klikkaðasta lögga landsins". Sá gekk af köflunum í trylltra amfetamínfíkla. Það er af sem áður var þegar hæglætismenn sinntu löggæslu og gátu með rólegum fortölum drepið nið- ur óeirðir í uppsiglingu. Þá má ekki gleyma því hvernig Sæmi rokk hélt uppi röð og reglu á Seltjarnar- nesi á sinn einstaka hátt. Hann tók bara nokkur dans- spor þegar hann lækk- aði í partíum á nesinu litla og lága í stað þess að ryðjast öskrandi til matvöruverslun og tók vandræða- ungling og sjálfsagt land- eyðu hraustlegu hálstaki fyrir að vera með kjaft og vilja ekki tæma vasa sina. Æ7i 1 J_ji I tla má að þessir tveir llaganna verð- ir hafi með framkomu sinni rofið ákveðna stíflu og því megum við eiga von á enn fleiri fréttum af ofríki og skap- ofsa lögreglumanna. Fari svo munum við standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort um samræmdar aðgerð- ir yfirvalda sé að ræða og lögreglumönnum sé sig- að með offorsi á borgara þessa lands til þess að berja þá til hlýðni og láta þá upplifa sig sem auðmjúka þegna. Sé það ekki tilfellið blasir við að óstöðug- um geðvillingum er gert of auðvelt að komast að í lögreglunni og fá þannig áhrif og völd sem þeir ráða ekki við. Og mega hreinlega ekki hafa. Svarthöfða var þó hvorki brugðið við tíðindin af öskr- um gasmannsins né kröftugu kverkataki búð- arlöggunnar. Flestir þeir sem Svarthöfði þekkir og hafa verið beittir of- beldi í miðbæ Reykja- víkur hafa nefnilega orðið fyrir því af hálfu æstra lög- reglumanna en ekki DOMSTOLL GOTUIVIVAR HVAÐ VARSTU AÐ (ÍERA ÞEGAR SKJALFTINN REIÐ YFIR? göngu vopnaður gasbrúsa og raf- byssu. * An smá borgaralegrar óhlýðni mun samfélagið standa í stað. Það mun hvorki þrosk- ast né þróast heldur mygla eins og sviðasulta í rafmagnslausum ísskáp. Það þarf því að taka til í lögreglunni, nema á stefnuskrá yfrivalda sé að koma hér upp samfélagi kúgaðra undirlægja. Það mun þó í það minnsta binda enda á alla útrásar- tilburði og framfarir í tækni, vísindum og listum. Svo er auðvitað bara spurning hvort óðu löggurnar séu ekki afsprengi sam- félags sem hefur verið í helgreip- um Flokksins allt of lengi. Svarthöfða dettur í það minnsta í hug löggan of- beldisóða Sledge Hamm- er úr samnefndum amerískum sjónvarpsþáttum. Sú persóna var öðrum þræði ádeila á svart/hvítt hugarfar reaganismans en Hamm- er skaut fyrst og spurði svo. Hélt að mannréttindi væru kjaftasaga og að öruggast væri að berja fólk áður en það væri upplýst um réttindi sín. I sjónvarp- inu var þetta fyndið en þegar þetta blasir við í íslenskum K raunveruleika er brandarinn A búinn. SVARTHÖFÐl „Ég var bara að labba heim þar sem ég varbúinnívinnunni." Sigurður Ari Björnsson, 33 ára bankastarfsmaður „Ég var heima að drekka kaffi, sem varð til þess að það helltist úr bollanum." María Sigurðardóttir, 50 ára húsmóðir „Ég var bara heima á netinu, ég varð svo hissa að ég hélt að það væri risastór bíll að fara framhjá." Anna Andrea Kjeld, 21 árs umönnunarstarfsmaður „Ég var staddur niðri í Spron í Borgartúni. Ég var alveg óhræddur." Rafn Andreasson, 72 ára ellilífey risþegi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.