Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNl 2008 Fréttir DV Hellisheiðar- skjálfti „Ég heyrði í vélstjóranum áðan og skjálftinn virðist ekki hafa haft nein áhrif," segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. Snarpur jarðskjálfti varð á Hellisheiði ídukkan 18.31 í gær- kvöldi en skjálftinn átti upptök sín nærri Hellisheiðarvirkjun. Að sögn Eiríks virðist skjálftinn því ekki hafa haft nein áhrif á starf- semi virkjunarinnar þó menn hafi fundið vel fyrir honum. Skjálftinn er talinn hafa verið um það bil 4,5 á Richter. Ökuníðingurfékk eins árs dóm Þórður Jónsteinsson var í Hér- aðsdómi Reykjaness á fimmtu- daginn úrskurðaður í 12 mánaða fangelsi. Hann var dæmdur fyrir að hafa sýnt af sér stórfellt og vítavert gáleysi með akstri sínum 2. desember 2006. Slysið átti sér stað á Suðurlandsvegi en Þórður reyndi að taka fram úr vöru- bíl við erfiðar aðstæður. 29 ára karlmaður og 5 ára stúlka biðu bana. 1 dómnum kemur fram að Þórður hafi sfðan slysið varð níu sinnum verið staðinn að því að aka yfir hámarkshraða. Hann var sviptur ökukréttindum í fjögur ár. Enn í öndunarvél Drengnum, sem brennd- ist illa í sprengingu í húsbíl á föstudagskvöldið, er enn haldið sofandi í öndunarvél. Sprenging- in varð í Grindavík en líklegt er talið að gas hafi valdið spreng- ingunni. Afleiðingarnar voru þær að drengurinn og afi hans hlutu brunasár. Sár drengsins, sem er á þriðja ári, eru alvarleg. Hann brenndist mest á hönd- um og höfði. Afi drengsins, sem er á sjötugsaldri, slasaðist ekki alvarlega. Björgunarsveitarmenn úr Grindavík slökktu eldinn áður slökkvilið kom á vettvang. Þrír þeirra fengu snert af reykeitrun. Fasteignaverð lækkar Fasteignaverð lækkaði um 1,7 prósent f maí og er nú 3 prósentum lægra en fyrir hálfú ári. Síðastliðið ár hefur fasteignaverð þó hækkað um 7 prósent en ár er liðið síðan 12 mánaða hækkunin var jafn h'til síðast. Þetta kemur fram í vegvísi Landsbankans. Grein- ingardeild Landsbankans gerir ráð fýrir um fimm prósenta lækkun nafnverðs á fasteigna- markaði á árinu 2008 þar sem mikil framboðsaukning ásamt kólnun hagkerfisins munu vega þyngst. Leigubílstjóranum Birni Steinssyni er verulega brugðið að heyra að rúmlega tvítug stúlka sem ók leigubíl um helgina hafi verið rænd. Sjálfur var Björn rændur fyrir rétt rúmlega ári en þá var hann laminn tvívegis í höfuðið með hamri. Hann er ennþá að ná sér eftir ránið. Samkvæmt heimildum er stúlkunni verulega brugðið. „SKELFILEGT AÐ HEYRA ÞETTA" C „Það er skelfing að lenda í svona," segir Björn Steinsson leigubílstjóri en hann lenti í hræðilegri líkams- árás í apríl á síðasta ári þegar Stef- án Blackburn sló hann með hamri í höfuðið og rændi hann. Björn slas- aðist gífurlega mikið og var nær dauða en lífi. Honum var brugðið þegar hann heyrði af ræningjanum sem brá hnífi að hálsi rúmlega tví- tugrar stúlku þegar hún var að störf- um sem leigubílstjóri. Ræninginn hafði htinn pening upp úr krafsinu enda flestöll viðskipti rafræn í dag. Stúlkan slapp þó betur en Björn fyrir ári, hún hlaut smáskrámur á hálsi. Henni er þó gríðarlega brugð- ið samkvæmt heimildum. Manns- ins er enn leitað af lögreglu. Rúmlega tvítug rænd Það var aðfaranótt sunnudags sem hin rúmlega tvítuga stúlka ók manninum upp í Jörfabakka í Breiðholti. Þegar þangað var kom- ið brá hann hnífi að hálsi hennar og heimtaði peningana sem hún var með á sér. Hann hafði smáræði upp úr krafsinu því flestöll viðskipti eru rafræn. Hann tók hins vegar farsíma stúlkunnar auk þess að taka lykilinn úr svissinum. Síðan hljóp hann á brott. Þó svo stúlkan sé ung að árum er hún engu að síður reyndur leigu- bílstjóri og hefur starfað sem slíkur í allnokkur ár. Stúlkan slapp furðuvel ffá árásarmanninum, að minnsta kosti betur en Björn enda er hann enn að jafna sig. Hrottafengin árás Það er aðeins rétt rúmt ár síð- an Björn tók Stefán Blackburn, þá fimmtán ára, upp í leigubfl við bens- ínstöð í Hafnarfirði. Með Stefáni var 27 ára maður en báðir voru á kafi í neyslu fíkniefna. Björn ók þeim niður í Brautarholt þar sem Stef- án lamdi Björn hrottalega í höfuð- ið með hamri. Við illan leik komst „Það er djöfuls við- bjóður að heyra svona lagað Bjöm út úr bílnum og frá árásar- mönnunum. Líkt og nú, höfðu þeir lítið upp úr krafsinu. f kjölfarið var Stefán dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangeísi. Frétt DV vakti gífurlega athygli á sínum tíma og þá aðallega vegna myndar af Birni en þar sést hversu alvarleg árásin var. Erfitt að vinna úr áfallinu „Það er djöfuls viðbjóður að heyra svona lagað," segir Björn sem talar af biturri reynslu. Hann hefur mikla samúð með stúlkunni enda veit hann hversu erfitt það er að vinna úr svona áfalli. Sjálfur treyst- ir hann sér ekld enn til þess að aka leigubfl. En þó af tveimur ástæðum - annars vegar vegna andlega áfalls- ins og hins vegar vegna þess að hann fær svima upp úr þurru. Slíkar eru afleiðingar höfuðhöggsins. Hann segist þó reyna að halda sér góðum og vill meina að góða skap- ið sé ágætisvopn til þess að vinna úr erfiðleikunum. Sjálfijr gengur hann enn til sálfræðings vegna málsins og segir að lokum: „Það er skelfing að lenda í svona." VALUR GRETTISSON blaðamadur skrifar: valur@dv.is Áhöfn Árna í Teigi GK dró risavaxinn hákarl úr sjó fyrir utan Grindavík: Vígalegur vorboði kominn ílandhelgina „Við vorum bara að draga rétt fýr- ir utan innsiglinguna í Grindavík og þetta ferlíki kemur upp, flæktur í net- unum," segir Vilhelm Arason, sjó- maður á þorskveiðiskipinu Arna í Teigi GK, um óvæntan feng áhafnar- innar á dögunum. Skipið var á þorsk- veiðum utan við Grindavík og fékk risavaxinn hákarl í nótina. Aðspurður um stærð hálcarls- ins segir Vilhelm hann hafa verið um sex til tíu metra langan og skýt- ur á að hann hafi verið yfir tvö tonn af þyngd. Vilhelm segist aldrei hafa fengið nokkuð í líkingu við þetta í netin hjá sér áður. „Ég hef aldrei séð svona svakalega stóran. Við höfum fengið svona áður, en ekkert í líkingu við þetta flykki." Vilhelm segir áhöfn- ina hafa neyðst til að skera hákarlinn úr netunum, því vonlaust hafi verið að ná honum um borð. Jón Már Halldórsson líffræðingur ... - x\á Hákarlinn risavaxni Myndir affengnum birtust á aflafrettir.com. segir að af myndunum að dæma sé líklegast um beinhákarl að ræða. Þeir eru sjaldnast lengri en sjö metrar og því ljóst að sá sem flæktist í nót Arna í Teigi er með þeim stærri. Beinhá- karlar yfirgefa íslandsstrendur yfir- leitt yfir vetrartímann og snúa aftur þegar hlýna tekur. Það má því segja að þessi vígalegi vorboði sé kominn í landhelgina - alla leið í netin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.