Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 7
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNl 2008 7 mig undan og ætlaði ekki að láta þá taka mig. Ég greip hafnaboltakylfu sem sonur minn á og sagði að ef þeir myndu snerta konuna mína aftur, þá fengju þeir að finna íyrir kylfunni," segir Ólafur og heldur áfram. „Þá gripu þeir maze-brúsa og hótuðu að beita þeim. Ég sagði þeim að ef það kæmi dropi úr þessum brúsum, þá myndi ég einnig verja mig með öllum tiltækum ráðum," segir hann en sonur Ólafs var einnig staddur á heimilinu og stóð á milli lögreglu- mannnanna og Ólafs. >-6473 1 037 Taldi sig hafa samið „Ég samdi við þá að ef ég fengi að fara inn í herbergi og klæða mig, þá skyldi ég koma með þeim átaka- laust. Ég taldi mig hafa samið þannig við þá og rétti syni mínum hafna- boltakylfuna og fór inn í herbergi. Þá vissi ég ekki fyrr til en einn þeirra stökk á mig og sneri mig niður. Ann- ar lagðist þannig ofan á lappirnar á mér að hnéð á mér er ónýtt," segir Ólafur sem sem hélt á hundinum sínum í látunum en sleppti honum undir rúmið þegar hann datt í gólfið. Ólafur fékk áverka á vinstri kinn við átökin. í skýrslu lögreglunnar segir að Ólafur hafi rekið höfuð sitt í gólfið og þannig fengið áverkana. „Ég lenti á hægri hliðinni og sleppti hundin- um undir rúmið. Þegar þeir höfðu handjárnað mig reif einn þeirra í hárið á mér og sló höfðinu á mér þrisvar sinnum í gólfið. Það útskýr- ir áverkana á andlitinu," segir Ólafur ósáttur. Bæði Ólafur og Martha hafa kært lögreglumennina Sigurð Árna Reyn- isson, Loga Jes Kristjánsson og Daða Gunnarsson fyrir stórfellda líkams- árás og brot á friðhelgi einkalífsins. Ólafur, sem er sjómaður, vill meina að þeir hafi ætiað að hafa af honum vinnuna. „Þeir hafa vitað að ég átti að fara á sjó eftir hádegið. Þeir reyndu að halda mér eins lengi og þeir gátu en höfðu engar forsend- ur til þess. Ég slapp því um hálftíma áður en skipið lagði úr höfn," segir Ólafur. Hann er ekki bjartsýnn á að kæran leiði til ákæru. „Ég hef ekki góða reynslu af ríkissaksóknara en bind þó vonir við að þeir skoði þetta vel en slái ekki málið út af borðinu með einu A4 blaði," segir Ólafur að lokum. þeir að handtaka Ólaf. „Ég spurði þá hvort þeir væru með handtöku- heimild en þeir svöruðu því ekki en voru að tala við einhvern lögffæð- ing í símann. Ég vildi bara fá að vita hvers vegna þeir væru að handtaka mig. Þeir sögðu einhvern lögfræðing hjá ríkissaksóknara hafa fyrirskipað þetta en þeir leyfðu mér ekki að tala við hann," segir Ólafur sem vildi ekki gangast við handtökunni án þess að vita fyrir hvað hún væri. „Þá færði ég ættingjum. Ólafur segist sjálfur hafa hringt á neyðarlínuna og óskað eft- ir að hann yrði handtekinn fyrir óspektir. Að morgni 9. janúar á þessu ári börðu þrír lögreglumenn að dyrum hjá Ólafi. Lögreglan á Akranesi hafði óskað eftir aðstoð við handtöku frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfir- lögregluþjóns á höfuðborgarsvæð- inu. í skýrslu lögreglunnar segir um Hringdi sjálfur á lögreglu Þann 5. janúar lagði eiginkona Þóris ffarn kæru á hendur Ólafi fyr- ir brot á friðhelgi einkalífsins, heim- ilis og fjölskyldu. í skýrslutökunni sagði hún að Ólafur hefði barið að dyrum og á glugga heima hjá þeim. Hann hefði einnig hringt og haft í hótunum um nóttina. Börn þeirra hefðu orðið mjög hrædd og eftir að lögreglan handtók manninn höfðu þau brugðið á það ráð að gista hjá ástæðu handtökunnar að hún hafi verið ffamkvæmd til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Maze-úði og hafnaboltakylfa Tengdadóttir Ólafs fór til dyra þennan umrædda morgun. Lög- reglumennirnir spurðu eftír Ólafi en þegar hann og Martha, kona hans, komu fram hafi þeir hrint henni ffá með þeim afleiðingum að hún lentí illa á skógrind. Því næst ætluðu Lögreglumennirnir sem handtóku Ólaf 9. janúar Ólafur segir þá hafa handtekiö hann í leyfisleysi. 32500 «1305 lUa.. HcU.ll ,oSKÍ-.MíO/,., |f||H * VODKA Snúinnniður Lögreglumenn beittu valdi viö handtökuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.