Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 Síðast en ekkisíst DV BÓKSTAFLka „Aðkoman á sýslumanns- skrifstof- unni var skelíileg, en sem betur fer voru allir í kaffi. Ég mun aldrei framar setja út á kaffidrykkju starfsmanna sýslu- mannsins." ■ Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, í DV. Kaffitími starfsmanna sýslumannsskrifstof- unnar bjargaði þeim hugsanlega frá meiðslum I skjálftanum sem skók Suðurland í síðustu viku. I „Viðeinfald- geY legajörðuð- \ ' 11111 P&- f m Arnór Atlason í ffll DV eftir leik Svía og fslendinga. „Við ætluð- um að láta drauminn rætast og við gerðurn það." ■ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta um sigur á Svíum, (Fréttablaðinu. „Það á ekki að sjást á þessu parketti að íslenska landsliðið gefist upp, þó það sé bara í einhverjar mínútur." ■ Júlíus Jónasson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, f Morgunblaðinu, eftir að liðið steinlá fyrir Rúmeníu um helgina. „Það skipti gríðar- lega miklu máli að við skyld- um vera með Hreiðar í því formi sem hann var á þessu móti og það getum við þakkað Svíanum Claes Hellgren íyrir að þjálfa hann svona vel, eins kaldhæðnislegt og það er.“ ■ Olafur Stefánsson landsliðsfyrirliði í Morgunblaðinu um mikilvægi góðs leiks Hreiðars gegn Sv(um á sunnudag. „Árni Berg- mann gaf út bókina Geir- fuglarnir fyrir næstum því 30 árum. Nú eru Geirfuglarnir ein- faldlega að svara honum með plötunni Árni Berg- mann." ■ Freyr Eyjólfsson meðlimur Geirfuglanna (Fréttablaðinu. „Mér finnst þetta skítur, alveg hreint reglulega slæmt. Mér finnst að það sé verið aö svíkja þessa stráka einu sinni enn." ■ Georg Viðar Björnsson formaður Breiðavíkursamtakanna IDV um að Alþingi hafi ekki afgreitt frumvarp um skaðabætur til vistmanna á vorþingi eins og til stóð. ÉG VILDIVERÐA BÚÐARKONA SAIVDKORN ■ Jón Baldvin Hannibalsson, íyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, rataði inn á Q- bar í Ing- ólfsstræti á sunnudags- kvöld ásamt dóttur sinni Kolfinnu. Feðginin höfðu heyrt að brandí- ið væri ein- stakiega gott þar á bæ. Beiðn- in kom barþjónum staðarins heldur betur á óvart en ekki er selt brandí á staðnum. Þau settu það ekki fyrir sig og fengu sér bjór og Jágermeister-skot í stað- inn. Að sögn gesta á staðnum skemmtu feðginin sér konung- lega yfir skotinu og bjórnum. ■ Stjörnulögfræðingurinn Vil- hjálmur Vilhjálmsson er ekki kallaður stjörnulögfræðingur að ástæðulausu. Nú hefur sést til kappans aka um götur á glæsi- legum Benz ML 63. Benzinn var þó ekki fyrsta val lögfræðingsins því nokkru áður sást til hans á BMW-jeppa sem greinilega hefur ekki staðist kröfur Vilhjálms. Nýi bíllinn, sem kostar vel yfir tíu milljónir króna, var áður í eigu athafna- mannsins Engilberts Runólfs- sonar. Engilbert fjárfesti aftur á móti nýlega í dýrasta bíl sem seldur hefur hér á landi, Benz CL 65, en bíllinn sá kostaði litlar fjörutíu milljónir króna. ■ Eins og sagt var frá í síð- asta helgarblaði DV verð- ur jólasýning Þjóðleikhúss- ins á næsta leikári leikgerð Hilmars Jónssonar á bók Jóns Kalmans Stefánsson- ar, Sumarljós og svo kem- ur nóttin. Bókin kom út árið 2005 og hlaut íslensku bók- menntaverðlaunin. Nú velta sumir fyrir sér hvort forsvars- menn Þjóðleikhússins nagi ekki neglurnar yfir móttökum sýningarinnar í Ijósi þess að gagnrýnendur voru ekki á eitt sáttir um ágæti síðustu jóla- sýningar leikhússins, Ivanov, í leikstjórn Baltasars Kor- máks. Síðast þegar Hilmar leikstýrði jólasýningu Þjóðleik- hússins, árið 2004, voru viðtök- ur gagnrýn- enda líka vægast sagt í neikvæðari kantinum. Þá, líkt og nú, var um að ræða sýningu byggða á bók sem nokkrum árum fyrr hafði fengið íslensku bók- menntaverðlaunin, Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson. A/IAÐUR DAGSINS Alexandra Helga ívarsd var valin ungfrú ísland á föstudagin segir tilfinninguna hafa verið góða skrítna. Áður en undirbúningur hef Miss World ætlar Alexandra að fara Flórída í þrjár vikur. Hver er maðurinn „Alexandra Helga ívarsdóttir, nemi í MS." Hvað drífur þig áfram? „Viljinn til að ná langt." Hvar ert þú alin upp? „í Reykjavík. Þar af hef ég búið lengst í Grafarvoginum." Bíómynd eða bók? „Bíómynd. Mér finnst grínmyndir skemmtilegastar og í uppáhaldi eru A Night at the Roxbury og Along Came Polly." Hvað viltu fá (jólamatinn? „Hamborgarhrygg." Draumaáfangastaður? „Mig langar rosalega að koma til Aff- íku og Egyptalands, sjá framandi menningu og sjá eitthvað nýtt." Hvað vildir þú verða þegar þú varst lítil? „Búðarkona, allavega þegar ég var pínkulítil." En núna? „Mig langar til að læra sálfræði." Hverjir eru kostirnir við að taka þátt í fegurðarsamkeppni? „Maður lærir að skipuleggja sig og þetta eykur sjálfstraust. Allavega í mínu tilfelli. Síðan lærir maður líka að koma fram og hvernig á að bera sig." Hvernig er tilfínningin að vera fegursta kona íslands? „Hún var góð. Skrítin en góð." Áttir þú von á sigri? „Þetta kom skemmtilega á óvart en ég ætlaði mér samt að ná langt." Hvernig var að bíða á sviðinu eftir niðurstöðu dómnefndar? „Það var svolítið stressandi en við stelpurnar gerðum bara gott úr þessu." Hvernig var stemningin í hópnum, var mikil sam- keppni? „Hún var rosa góð. Engin leiðindi eða neitt þannig. Við hittumst síðan allar á laugardeginum og það var bara mjög gaman." Hvað ætlar þú að gera í sumar? „Ég er að fara til Flórída í þrjár vikur. Síðan þegar ég kem heim fer ég að vinna á elliheimilinu Eir í Grafar- vogi. Síðan verður einhver undir- búningur fyrir Miss World en það hefur ekki verið planað ennþá." Er fegursta kona íslands á föstu? „Já, kærastinn minn heitir Birgir Ragnar Birgisson." En gallarnir? „Það eru ekki beint gallar. Þetta skaraðist á við skólann hjá mörgum okkar og tók mtkinn tíma." Hefur þú alltaf stefnt að því að verða fegurðardrottning? „Nei, ég get eldd sagt það. Nýtt lífsstílsblað lítur dagsins ljós á fimmtudaginn sem ber heitið HFH Reykjavík: Frá ferðalögum til kynlífs Á fimmtudaginn bætist tímaritið HFH Reykja- vik edition við íslenska tímaritaflóru en tímaritíð er frírit á ensku og er ritstjóri og eigandi tímaritsins hinn færeyski Hans F. Hansen en fegurðardrottn- ingin Ragnheiður Guðfinna er annar eigandi og stofnandi HFH. Hans er fyrrverandi atvinnumað- ur í fótbolta en hefur undanfarið einbeitt sér að sölu og kynningu á Hans F. Hansen Luxury Skin Care-húðlínu sinni fyrir karlmenn. „Tímaritið tek- ur í rauninni fyrir allt sem tengist lífsstíl, hvort sem það er ferðalög, tíska eða kynlíf," segir Hans sem segist hafa fengið hugmyndina að HFH í flugvél á leiðinni ffá Los Angeles tíl íslands. „Ég hef ferðast mikið milli Islands og LA und- anfarin ár og þegar maður ferðast á Saga Class fær maður alls konar túristabæklinga um það sem hægt er að gera á íslandi. Þá datt mér í hug hvort það væri ekki sniðugt að gera eitt tímarit með meiri sérstöðu en þau sem fjölluðu almennt um Bláa lónið og þessa týpísku fallegu túristastaði." Hans stígur með þessu sín fyrstu skref í tímarita- ÍIF 11 Irévkiavík etíition geiranum en segir vmnuna við fýrsta tölublaðið hafa verið mjög skemmtílega og takmörk ritstjórnarinn- ar vera skýr: „Ég hef verið að vinna með frábæru og jákvæðu fólki sem er mjög mikilvægt fyrir tímaritið þar sem við einbeitum okkur að jákvæðri blaðamennsku. Þar með er ekkert slúður í tímaritinu, engarsögusagn- ir eða einhverjar sorgarsög- ur af terroristum og ham- förum í heiminum. Þess í stað viljum við skrifa um það jákvæða í heiminum og við vilj- um að fólk verði ánægt eftir að hafa lesið tímaritið og fái jákvæða upplif- un af lestrinum." „HFH-tímaritíð kemur til með að SEX ■RTTIÍ ASHI0N muivl REYKJAVIK: ANDERSEN & LAUTH C0VER ST0RY: THE ENTREPRENEUR R0MANT1C 0RGANIC F00D Extmcnocs: Fyrsta tölublað HFH Reykjavík edition Skartar athafnamanninum Jóni Ólafssyni á forsíðu. detta í hendurnar á þeim að- ilum sem eru markhópurinn okkar, það er fólk sem hefur smekk fyrir miklum gæðum og lúxus ílífsstíl," segir Ragnheiður Guðfinna og bætir við: „Blað- ið kemur líka til með að liggja frammi á stöðum þar sem fólk getur gefið sér tíma til að fletta í gegnum það því þetta er ekki tímarit sem þú flettir í gegn- um yfir einum kaffibolla. Það er árstíðabundið og kemur út fjórum sinnum á ári svo end- ing þess er þrír mánuðir." I tilefni af útgáfu fyrsta tölu- blaðs verður slegið upp heljarinn- ar útgáfupartíi á Café Oliver næst- komandi laugardagskvöld þar sem dýrindis veitingar, bongótrommu- sláttur og magadans taka öll völd. krista@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.